Bíó og sjónvarp

Bond: Ný stikla úr Spectre

Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar
Bond, James Bond
Bond, James Bond Vísir
Aðdáendur James Bond geta svo sannarlega glaðst, því fyrsta "bakvið tjöldin" stilkan úr nýju myndinni um njósnarann, Spectre, er komin á netið. Um er að ræða eitt aðal hasaratriði myndarinnar sem tekið er upp í fjöllunum í Solden í Austurríki. 

Umhverfið í atriðinu er vægast sagt stórkostlegt og segir Dennis Gassner einn framleiðanda myndarinnar að takmarkið hafi verið að toppa Skyfall og þetta atriði gæfi nasaþefinn af því sem búast megi við í myndinni. 

Í hlutverki Bond er leikarinn Daniel Craig og með hlutverk bondstúlknanna fara þær Monica Bellucci og Léa Seydoux. Leikstjóri myndarinnar er Sam Mendes, en hann leikstýrði einnig síðustu Bond myndnni Skyfall. 

Áætlað er að myndin verði frumsýnd þann 6. nóvember 2015.


Tengdar fréttir

James Bond á Aston Martin DB10

Aston Martin mun sérsmíða 10 bíla af gerðinni DB10, en ekki stendur til að fjöldaframleiða hann.

Tilkynnt um Bond á morgun

Tilkynnt verður í beinni útsendingu á morgun hver titill nýju James Bond-myndarinnar verður og hvaða leikarar fara með helstu hlutverkin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.