Hlustendaverðlaunin 2015 voru afhent á glæsilegri tónlistarveislu í Gamla Bíói um helgina. Viðburðurinn var sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 og Bravó.
Fjöldi listamanna steig á svið og skemmti gestum hátíðarinnar. Hljómsveitin AmabAdama átti eina vinsælustu plötu síðasta árs en hún heitir Heyrðu mig nú. Þau mættu í öllu sínu veldi á Hlustendaverðlaunin og fluttu lagið Hermenn fyrir gesti og þá sem heima á horfðu.
Hægt er að horfa á upptöku af frammistöðunni hér fyrir neðan.
AmabAdama syngur lagið Hermenn
Tengdar fréttir
Kyngimagnaður flutningur á lagi úr Broadchurch þáttunum
Ólafur Arnalds og Arnór Dan komu fram saman á Hlustendaverðlaununum.