Vill gera gagngerar breytingar á Háskóla Íslands Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2015 11:32 Einar Steingrímsson mætir öflugur til leiks, hann vill verða rektor og þannig ljóst að það stefnir í fjörugt rektorskjör. Einar Steingrímsson, prófessor við University of Strathclyde í Glasgow, sækist eftir stöðu rektors Háskóla Íslands og slæst þar í hóp Guðrúnar Nordal, forstöðumanns Árnastofnunar og Jóns Atla Benediktssonar, prófessors við verkfræði og náttúruvísindasviðið sem hafa tilkynnt um framboð sitt. Þannig liggur fyrir að tekist verður á um stöðuna og því má búast við fjörugum kosningum. Nýr rektor verður kjörinn um miðjan apríl, og þá lætur Kristín Ingólfsdóttir af störfum. Ráðherra skipar rektor samkvæmt tilnefningu háskólaráðs og að undangengnum kosningum í Háskólanum. Umsóknarfrestur rennur út í byrjun mars þannig að enn geta fleiri skotið upp kollinum sem frambjóðendur.Einar vill taka til hendinni Einar segist, í samtali við Vísi, vilja stórbæta háskólann; bæði efla rannsóknastarfið og bæta kennsluna víða. „Þetta er mögulegt að gera innan þess ramma sem skólinn býr við í dag, og ég þykist vita hvernig það er hægt,“ segir Einar. En, hvernig þá? „Annars vegar þarf að nota allt rannsóknafé skólans í rannsóknir af þeim gæðum og á þeim vettvangi sem stefna skólans markar. Sá vettvangur er alþjóða fræðasamfélagið, með örfáum undantekningum. Það þarf sem sagt að afnema rannsóknaskyldu þeirra starfsmanna sem ekki stunda rannsóknir af því tagi, og flestir þeirra myndu þá væntanlega kenna meira í staðinn. Féð sem losnar þannig yrði notað til að ráða fleira öflugt rannsóknafólk og hugsanlega líka til að gera einhverjum þeirra sem fyrir eru kleift að nota meira af tíma sínum í rannsóknastarfið.“ Hitt er svo að vinna þarf markvisst að því að bæta kennsluna, sem Einar segir of algengt að háskólar láti sig litlu varða. „Ég er viss um að hún er sums staðar mjög góð í HÍ, en veit að það gildir ekki alls staðar, og skóli sem vill verða góður verður að vinna mjög ákveðið í því að bæta kennslu. Það er ekki hægt að þvinga akademíska starfsmenn til slíks, en það er hægt að koma miklu til leiðar með jákvæðum þrýstingi, og ég veit til dæmis að Kennslumiðstöð skólans býr yfir ýmissi þekkingu sem ekki virðist ná að smitast nógu vel út í hann allan.“Einar gerir ráð fyrir því að þeir frambjóðendur sem fram eru komnir telji HÍ í góðum farvegi, hann er því ekki sammála.Vonar að fleiri sjái þörf á breytingumNú eru þegar komnir fram kandídatar í embættið, líst þér ekkert á þá sem þegar hafa sýnt sig í að vilja embættið? „Ég þekki Guðrúnu Nordal og Jón Atla að góðu einu, og sé ekki betur en að þau séu bæði öflugt fræðafólk. En þau hafa ekki svo ég viti lýst því hverju þau vilji breyta í skólanum. Það er auðvitað hægt að hafa þá afstöðu að starf skólans sé í aðalatriðum í lagi, og þá þarf engar teljandi breytingar. En ég er sem sagt á öðru máli, og hef líka tjáð mig talsvert um það í mörg ár, og þess vegna býðst ég til að taka að mér að leiða starfið við þær breytingar.“ Einar segist að sjálfsögðu gera sér vonir um sigur í rektorskjörinu. „Ég vona auðvitað að þær hugmyndir sem ég hef um hvernig megi breyta skólanum til hins betra hljóti slíkan stuðning að ég fái tækifæri til að hrinda þeim í framkvæmd. Ég hef hins vegar ekki áhuga á þessari stöðu til annars en að gera gagngerar breytingar á starfi skólans, svo vonir mínar snúast bara um að nógu margir þeirra sem kjósa séu á sama máli.“Staðan mun lakari en hún gæti veriðEn, hver er staða Háskóla Íslands? „Það er fullt af góðu vísindafólki víða í HÍ, og sumt af því er mjög sterkt á alþjóðavettvangi. Margt af því fólki gæti efalaust byggt upp ennþá öflugri starfsemi í kringum sig ef það fengi stuðninginn sem þarf, bæði með því að laða til sín ungt fólk, doktorsnema og nýdoktora, og einnig lengra komið öflugt fólk erlendis frá sem sæi að hér væri verið að byggja upp aðlaðandi umhverfi. Að því leyti er staðan góð. Hún er slök að því leyti að vegna rannsóknaskyldunnar sem ég nefndi áðan sóar skólinn rannsóknafé sínu í vísindastarf sem er ekki af þeim gæðum sem samræmast stefnu skólans. Staðan er sem sagt mun lakari en hún gæti verið, en ekkert sem ætti að koma í veg fyrir að úr verði bætt, svo það er bara að drífa í því.“ Einar hefur aldrei starfað við HÍ og því ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvort ekki sé nauðsynlegt fyrir nýjan rektor að þekkja skólann innanfrá? „Það virðist nú ekki vera algeng afstaða í þeim skólum sem HÍ ber sig helst saman við, þar sem nýir rektorar koma yfirleitt utan frá. Enda gæti kannski verið skynsamlegt, fyrir stofnun sem í hundrað ár hefur alltaf valið rektor meðal innanbúðarfólks, að prófa að fá manneskju með reynslu annars staðar frá, af þeim alþjóðavettvangi sem HÍ vill komast framarlega á.“ Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Einar Steingrímsson, prófessor við University of Strathclyde í Glasgow, sækist eftir stöðu rektors Háskóla Íslands og slæst þar í hóp Guðrúnar Nordal, forstöðumanns Árnastofnunar og Jóns Atla Benediktssonar, prófessors við verkfræði og náttúruvísindasviðið sem hafa tilkynnt um framboð sitt. Þannig liggur fyrir að tekist verður á um stöðuna og því má búast við fjörugum kosningum. Nýr rektor verður kjörinn um miðjan apríl, og þá lætur Kristín Ingólfsdóttir af störfum. Ráðherra skipar rektor samkvæmt tilnefningu háskólaráðs og að undangengnum kosningum í Háskólanum. Umsóknarfrestur rennur út í byrjun mars þannig að enn geta fleiri skotið upp kollinum sem frambjóðendur.Einar vill taka til hendinni Einar segist, í samtali við Vísi, vilja stórbæta háskólann; bæði efla rannsóknastarfið og bæta kennsluna víða. „Þetta er mögulegt að gera innan þess ramma sem skólinn býr við í dag, og ég þykist vita hvernig það er hægt,“ segir Einar. En, hvernig þá? „Annars vegar þarf að nota allt rannsóknafé skólans í rannsóknir af þeim gæðum og á þeim vettvangi sem stefna skólans markar. Sá vettvangur er alþjóða fræðasamfélagið, með örfáum undantekningum. Það þarf sem sagt að afnema rannsóknaskyldu þeirra starfsmanna sem ekki stunda rannsóknir af því tagi, og flestir þeirra myndu þá væntanlega kenna meira í staðinn. Féð sem losnar þannig yrði notað til að ráða fleira öflugt rannsóknafólk og hugsanlega líka til að gera einhverjum þeirra sem fyrir eru kleift að nota meira af tíma sínum í rannsóknastarfið.“ Hitt er svo að vinna þarf markvisst að því að bæta kennsluna, sem Einar segir of algengt að háskólar láti sig litlu varða. „Ég er viss um að hún er sums staðar mjög góð í HÍ, en veit að það gildir ekki alls staðar, og skóli sem vill verða góður verður að vinna mjög ákveðið í því að bæta kennslu. Það er ekki hægt að þvinga akademíska starfsmenn til slíks, en það er hægt að koma miklu til leiðar með jákvæðum þrýstingi, og ég veit til dæmis að Kennslumiðstöð skólans býr yfir ýmissi þekkingu sem ekki virðist ná að smitast nógu vel út í hann allan.“Einar gerir ráð fyrir því að þeir frambjóðendur sem fram eru komnir telji HÍ í góðum farvegi, hann er því ekki sammála.Vonar að fleiri sjái þörf á breytingumNú eru þegar komnir fram kandídatar í embættið, líst þér ekkert á þá sem þegar hafa sýnt sig í að vilja embættið? „Ég þekki Guðrúnu Nordal og Jón Atla að góðu einu, og sé ekki betur en að þau séu bæði öflugt fræðafólk. En þau hafa ekki svo ég viti lýst því hverju þau vilji breyta í skólanum. Það er auðvitað hægt að hafa þá afstöðu að starf skólans sé í aðalatriðum í lagi, og þá þarf engar teljandi breytingar. En ég er sem sagt á öðru máli, og hef líka tjáð mig talsvert um það í mörg ár, og þess vegna býðst ég til að taka að mér að leiða starfið við þær breytingar.“ Einar segist að sjálfsögðu gera sér vonir um sigur í rektorskjörinu. „Ég vona auðvitað að þær hugmyndir sem ég hef um hvernig megi breyta skólanum til hins betra hljóti slíkan stuðning að ég fái tækifæri til að hrinda þeim í framkvæmd. Ég hef hins vegar ekki áhuga á þessari stöðu til annars en að gera gagngerar breytingar á starfi skólans, svo vonir mínar snúast bara um að nógu margir þeirra sem kjósa séu á sama máli.“Staðan mun lakari en hún gæti veriðEn, hver er staða Háskóla Íslands? „Það er fullt af góðu vísindafólki víða í HÍ, og sumt af því er mjög sterkt á alþjóðavettvangi. Margt af því fólki gæti efalaust byggt upp ennþá öflugri starfsemi í kringum sig ef það fengi stuðninginn sem þarf, bæði með því að laða til sín ungt fólk, doktorsnema og nýdoktora, og einnig lengra komið öflugt fólk erlendis frá sem sæi að hér væri verið að byggja upp aðlaðandi umhverfi. Að því leyti er staðan góð. Hún er slök að því leyti að vegna rannsóknaskyldunnar sem ég nefndi áðan sóar skólinn rannsóknafé sínu í vísindastarf sem er ekki af þeim gæðum sem samræmast stefnu skólans. Staðan er sem sagt mun lakari en hún gæti verið, en ekkert sem ætti að koma í veg fyrir að úr verði bætt, svo það er bara að drífa í því.“ Einar hefur aldrei starfað við HÍ og því ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvort ekki sé nauðsynlegt fyrir nýjan rektor að þekkja skólann innanfrá? „Það virðist nú ekki vera algeng afstaða í þeim skólum sem HÍ ber sig helst saman við, þar sem nýir rektorar koma yfirleitt utan frá. Enda gæti kannski verið skynsamlegt, fyrir stofnun sem í hundrað ár hefur alltaf valið rektor meðal innanbúðarfólks, að prófa að fá manneskju með reynslu annars staðar frá, af þeim alþjóðavettvangi sem HÍ vill komast framarlega á.“
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira