Kristján Ara vill fjallið í landsliðið: Ekki slæmt að fá svona mann í vörnina Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. febrúar 2015 14:30 Hafþór Júlíus Björnsson yrði frábær línumaður að mati Kristjáns. vísir/getty/eva björk/pjetur Á meðan EM 2008 í handbolta stóð yfir í Noregi velti Ólafur Stefánsson, þáverandi landsliðsfyrirliði Íslands, upp þeirri hugmynd að fá Hlyn Bæringsson, fyrirliða körfuboltalandsliðsins, yfir í handboltann. Lengi hefur vantað fleiri stóra en þó færanlega menn í íslenska liðið, hvort sem er að spila vörn eða sókn. Hlynur hélt sig þó við körfuboltann og fór fyrir íslenska liðinu sem komst á stórmót í fyrsta sinn síðasta haust. Kristján Arason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, tók hugmynd Ólafs upp á næsta þrep á súpufundi FH-inga í dag þar sem hann messaði yfir sínum félagsmönnum. Hann vill fá sterkasta mann Evrópu og næst sterkasta mann heims, Hafþór Júlíus Björnsson, í íslenska landsliðið í handbolta. „Ég fylgdist vitaskuld vel með HM í handbolta og þar var mikil umræða um línumanninn hjá Katar sem skipti úr körfubolta yfir í handbolta árið 2011,“ segir Kristján í samtali við Vísi.Línumaðurinn sem um ræðir er Spánverjinn Borja Vidal sem spilaði með stórum körfuboltaliðum í heimalandinu á borð við Joventut, Bilbao Basket og CAI Zaragoza áður en hann var keyptur til Katar sem línumaður. Vidal fór á kostum á mótinu með Katarliðinu sem var fyrsta Asíuliðið til að komast í úrslitaleik HM í handbolta. „Maður fór að hugsa til orða Óla Stef um Hlyn Bærings á sínum tíma. Ég fór að hugsa um leikmenn sem gætu skipt yfir og körfuboltamenn hafa auðvitað mikinn bolta í sér og oft mikla hæð,“ segir Kristján, en Hafþór Júlíus er fyrrverandi unglingalandsliðsmaður í körfubolta. „Mér datt Hafþór í hug. Ég er nýbúinn að horfa á þættina [um sterkasta mann heims, innsk. blm] og hugsaði með mér að það gæti verið gaman að setja þetta fram. Hann fékk reyndar líka tilboð til að spila í ameríska fótboltanum.“ „Hafþór myndi ekki þurfa nema nokkrar vikur eða mánuði til að verða góður línumaður. Það væri ekki slæmt að hafa svona mann við hliðina á sér í vörninni. Það er bara skuggi þar sem hann stendur, hann er svo stór. Með smá þjálfun gæti svona maður komist í landsliðsklassa,“ segir Kristján.Línu- og varnarmenn íslenska liðsins spila annað hvort vörn eða sókn.vísir/eva björkLínumannsstaðan verður alltaf mikilvægari í handboltanum og er mjög sterkt að geta teflt fram stórum strákum sem spila vörn og sókn. „Þetta er að breytast þannig að allir línumenn eru orðnir 200 cm og 110 kg og eru góðir í vörn. Vandamálið hjá okkur er að þeir línumenn sem eru bestir í sókn spila ekki vörn og þeir sem spila vörn eru ekki góðir á línu,“ segir Kristján. „Alltaf þegar Vidal fékk boltann var mark eða vítakast. Það er rosalega erfitt að stoppa svona mann. Maður hefur líka horft til margra snillinga í NBA-körfunni í gegnum tíðina. Þar eru nú margir sem myndu gjörsamlega slá í gegn í handboltanum,“ segir Kristján Arason. Hafþór hefur það gott í aflraunabransanum þar sem hann er einn sá allra besti. Afrek hans þar hafa skilað honum hlutverki í þáttum á borð við Game of Thrones þannig líkurnar á að hann taki upp handboltann eru ekkert svakalegar. „Þetta er allavega áskorun á hann,“ segir Kristján léttur í bragði. „Það væri gaman að heyra hvernig honum líst á þetta. Það er allavega laus línumannsstaða í FH-liðinu.“ Game of Thrones Íslenski handboltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira
Á meðan EM 2008 í handbolta stóð yfir í Noregi velti Ólafur Stefánsson, þáverandi landsliðsfyrirliði Íslands, upp þeirri hugmynd að fá Hlyn Bæringsson, fyrirliða körfuboltalandsliðsins, yfir í handboltann. Lengi hefur vantað fleiri stóra en þó færanlega menn í íslenska liðið, hvort sem er að spila vörn eða sókn. Hlynur hélt sig þó við körfuboltann og fór fyrir íslenska liðinu sem komst á stórmót í fyrsta sinn síðasta haust. Kristján Arason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, tók hugmynd Ólafs upp á næsta þrep á súpufundi FH-inga í dag þar sem hann messaði yfir sínum félagsmönnum. Hann vill fá sterkasta mann Evrópu og næst sterkasta mann heims, Hafþór Júlíus Björnsson, í íslenska landsliðið í handbolta. „Ég fylgdist vitaskuld vel með HM í handbolta og þar var mikil umræða um línumanninn hjá Katar sem skipti úr körfubolta yfir í handbolta árið 2011,“ segir Kristján í samtali við Vísi.Línumaðurinn sem um ræðir er Spánverjinn Borja Vidal sem spilaði með stórum körfuboltaliðum í heimalandinu á borð við Joventut, Bilbao Basket og CAI Zaragoza áður en hann var keyptur til Katar sem línumaður. Vidal fór á kostum á mótinu með Katarliðinu sem var fyrsta Asíuliðið til að komast í úrslitaleik HM í handbolta. „Maður fór að hugsa til orða Óla Stef um Hlyn Bærings á sínum tíma. Ég fór að hugsa um leikmenn sem gætu skipt yfir og körfuboltamenn hafa auðvitað mikinn bolta í sér og oft mikla hæð,“ segir Kristján, en Hafþór Júlíus er fyrrverandi unglingalandsliðsmaður í körfubolta. „Mér datt Hafþór í hug. Ég er nýbúinn að horfa á þættina [um sterkasta mann heims, innsk. blm] og hugsaði með mér að það gæti verið gaman að setja þetta fram. Hann fékk reyndar líka tilboð til að spila í ameríska fótboltanum.“ „Hafþór myndi ekki þurfa nema nokkrar vikur eða mánuði til að verða góður línumaður. Það væri ekki slæmt að hafa svona mann við hliðina á sér í vörninni. Það er bara skuggi þar sem hann stendur, hann er svo stór. Með smá þjálfun gæti svona maður komist í landsliðsklassa,“ segir Kristján.Línu- og varnarmenn íslenska liðsins spila annað hvort vörn eða sókn.vísir/eva björkLínumannsstaðan verður alltaf mikilvægari í handboltanum og er mjög sterkt að geta teflt fram stórum strákum sem spila vörn og sókn. „Þetta er að breytast þannig að allir línumenn eru orðnir 200 cm og 110 kg og eru góðir í vörn. Vandamálið hjá okkur er að þeir línumenn sem eru bestir í sókn spila ekki vörn og þeir sem spila vörn eru ekki góðir á línu,“ segir Kristján. „Alltaf þegar Vidal fékk boltann var mark eða vítakast. Það er rosalega erfitt að stoppa svona mann. Maður hefur líka horft til margra snillinga í NBA-körfunni í gegnum tíðina. Þar eru nú margir sem myndu gjörsamlega slá í gegn í handboltanum,“ segir Kristján Arason. Hafþór hefur það gott í aflraunabransanum þar sem hann er einn sá allra besti. Afrek hans þar hafa skilað honum hlutverki í þáttum á borð við Game of Thrones þannig líkurnar á að hann taki upp handboltann eru ekkert svakalegar. „Þetta er allavega áskorun á hann,“ segir Kristján léttur í bragði. „Það væri gaman að heyra hvernig honum líst á þetta. Það er allavega laus línumannsstaða í FH-liðinu.“
Game of Thrones Íslenski handboltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira