Lífið

Hvers vegna erum við ekki sammála um litinn á kjólnum?

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þú sérð lit kjólsins í samhengi við það hvernig þú sérð litina í kringum kjólinn.
Þú sérð lit kjólsins í samhengi við það hvernig þú sérð litina í kringum kjólinn. Vísir
Það er óhætt að segja að mál málanna í dag sé kjóllinn sem gerði allt vitlaust á samfélagsmiðlunum í nótt. Fólk er alls ekki sammála um hvort hann sé gylltur og hvítur eða svartur og blár þó hann sé í raun svartur og blár. En af hverju sjá sumir hann í öðru ljósi?

Það er heilinn sem stjórnar því í hvaða lit við sjáum hluti. Í tilfelli kjólsins tökum við inn allt ljósið sem kemur frá honum en köstum frá okkur, ef svo má að orði komast, ljósi sem kemur frá bakgrunni kjólsins.

Þú sérð því lit kjólsins í samhengi við það hvernig þú sérð litina í kringum kjólinn.

Hlutirnir í kringum kjólinn á myndinni eru í svo miklum hrærigraut að það er erfitt að greina litinn á þeim. Þar af leiðandi er erfitt að greina réttan lit á kjólnum.

Þeir sem sjá litina í kringum kjólinn sem dökka eru líklegri til að sjá það bláa í kjólnum sem hvítt og það svarta sem gyllt.

Jay Neitz, taugasérfræðingur við Washington-háskóla í Seattle, hefur rannsakað misræmi í því hvernig fólk sér liti í 30 ár. Hann segist sjaldan hafa séð jafnmikinn mun á milli einstaklinga og í tilfelli kjólsins umdeilda en sjálfur sér Neitz kjólinn sem hvítan og gylltan.


Tengdar fréttir

Kjóllinn er svartur og blár... eða hvað?

Söguna af umdeildasta kjól ársins má rekja til myndar sem mamma sendi dóttur sinni til að sýna henni kjólinn sem hún ætlaði að vera í við brúðkaup dótturinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×