Thérése og My reka saman sænska tískuumboðsskrifstofuna, La Mode Agency í Stokkhólmi, þar sem þær taka að sér kynningar fyrir sérvalin skandinavísk vörumerki fyrir smærri verslanir í Norðurlöndunum.
„Thérése og My buðu gestum einnig upp á „styling“ ráðgjöf og höfðu orð á því hvað þær voru hrifnar af klæðaburði íslenskra kvenna,“ segir Elín Björg Björnsdóttir, annar eigandi FOU22 í samtali við Vísi.

Á meðal gesta voru Íris Tanja Flygenring leikkona, Pattra Sriyanonge markaðsstjóri Sjáðu og Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins og eigandi Extraloppunnar.
Hér má sjá vel valdar myndir frá kvöldinu:













