„Það er komin heilmikil þreyta í björgunarsveitirnar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2015 11:02 Mikið hefur mætt á björgunarsveitum víða um land í vetur. Vísir/Vilhelm Mikið álag hefur verið á björgunarsveitunum síðustu misseri. Veðurfar hefur verið rysjótt en einnig hefur aukinn fjöldi ferðamanna sem fer um landið að vetrarlagi haft áhrif. Víða um land eru fámennar björgunarsveitir sem mikið hefur mætt á og var þeirri spurningu velt upp í Reykjavík síðdegis í gær hvort að sveitirnar væru komnar inn á starfssvið lögreglunnar, og hvort að ekki væru gerðar of miklar kröfur til þeirra. „Við erum farnir að hafa töluverðar áhyggjur af því, og sérstaklega hér á okkar svæði, að það er komin heilmikil þreyta í björgunarsveitirnar sem við getum nánast kallað stoðdeildir lögreglunnar. Þeir eru í endalausum útköllum, mikið til að bjarga erlendum ferðamönnum, og draga ferðamenn upp úr festum hér og þar við vegina,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn almennrar deildar hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vantar 10-15 lögreglumenn til viðbótar á Suðurland Hann segir að af þessu leiðir að verið sé að nota sveitirnar í verkefni sem bæði lögregla og aðrir þjónustuaðilar eiga að sinna. „Maður finnur það alveg hjá björgunarsveitarmönnum, aðstandendum og vinnuveitendum að við erum að ná ákveðnum þolmörkum.“ Þá segist Sveinn finna það að ekki sé verið að þróa hér kerfi í samræmi við fjölgun ferðamanna. „Hér á Suðurlandi eru 10 lögreglumenn á vakt á hverjum degi, sumar sem vetur, og svæðið okkar nær yfir 24.000 ferkílómetra. Það leynir sér ekki að við höfum ekki mikla yfirsýn yfir allt svæðið. Við höfum því þurft að notfæra okkur björgunarsveitirnar sem er náttúrulega bara hópur sjálfboðaliða sem við erum að rífa úr vinnu annars staðar.“ Sveinn segir að það vanti 10-15 lögreglumenn á svæðið í viðbót til þess að geta sinnt hlutunum almennilega. Þá kallar hann jafnframt eftir lagabreytingum hvað varðar ferðaþjónustu. „Það er ekkert sem hindrar þig núna í að fara og labba Laugaveginn ef þú vilt. Þú þarft ekki að láta neinn vita. Svo ef þú ert orðinn þreyttur og slappur þá sendirðu neyðarkall og við komum.“ Hann vill að fólk verði til að mynda skyldað til að skilja eftir sig ákveðið ferðaplan og fjarskiptaplan áður en það leggur af stað. Hlusta má á viðtalið við Svein í heild sinni hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Neyðarboð bárust frá ferðamönnum Björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafirði og Súlur, björgunarsveitin á Akureyri voru kallaðar út á fimmta tímanum í dag eftir að boð bárust frá SPOT sendi á eða við Urðarvötn. 25. febrúar 2015 17:17 Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57 Björgunarmenn að störfum víða um land Útköll hófust strax í morgun. 8. febrúar 2015 17:43 Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit „Núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið,“ segir starfsmaður á Hótel Skaftafelli. 23. febrúar 2015 19:54 „Hreinlega náðu ekki andanum“ Konan sem leitað hefur verið að við Mýrdalsjökul er enn ófundin. 22. febrúar 2015 12:56 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Sjá meira
Mikið álag hefur verið á björgunarsveitunum síðustu misseri. Veðurfar hefur verið rysjótt en einnig hefur aukinn fjöldi ferðamanna sem fer um landið að vetrarlagi haft áhrif. Víða um land eru fámennar björgunarsveitir sem mikið hefur mætt á og var þeirri spurningu velt upp í Reykjavík síðdegis í gær hvort að sveitirnar væru komnar inn á starfssvið lögreglunnar, og hvort að ekki væru gerðar of miklar kröfur til þeirra. „Við erum farnir að hafa töluverðar áhyggjur af því, og sérstaklega hér á okkar svæði, að það er komin heilmikil þreyta í björgunarsveitirnar sem við getum nánast kallað stoðdeildir lögreglunnar. Þeir eru í endalausum útköllum, mikið til að bjarga erlendum ferðamönnum, og draga ferðamenn upp úr festum hér og þar við vegina,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn almennrar deildar hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vantar 10-15 lögreglumenn til viðbótar á Suðurland Hann segir að af þessu leiðir að verið sé að nota sveitirnar í verkefni sem bæði lögregla og aðrir þjónustuaðilar eiga að sinna. „Maður finnur það alveg hjá björgunarsveitarmönnum, aðstandendum og vinnuveitendum að við erum að ná ákveðnum þolmörkum.“ Þá segist Sveinn finna það að ekki sé verið að þróa hér kerfi í samræmi við fjölgun ferðamanna. „Hér á Suðurlandi eru 10 lögreglumenn á vakt á hverjum degi, sumar sem vetur, og svæðið okkar nær yfir 24.000 ferkílómetra. Það leynir sér ekki að við höfum ekki mikla yfirsýn yfir allt svæðið. Við höfum því þurft að notfæra okkur björgunarsveitirnar sem er náttúrulega bara hópur sjálfboðaliða sem við erum að rífa úr vinnu annars staðar.“ Sveinn segir að það vanti 10-15 lögreglumenn á svæðið í viðbót til þess að geta sinnt hlutunum almennilega. Þá kallar hann jafnframt eftir lagabreytingum hvað varðar ferðaþjónustu. „Það er ekkert sem hindrar þig núna í að fara og labba Laugaveginn ef þú vilt. Þú þarft ekki að láta neinn vita. Svo ef þú ert orðinn þreyttur og slappur þá sendirðu neyðarkall og við komum.“ Hann vill að fólk verði til að mynda skyldað til að skilja eftir sig ákveðið ferðaplan og fjarskiptaplan áður en það leggur af stað. Hlusta má á viðtalið við Svein í heild sinni hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Neyðarboð bárust frá ferðamönnum Björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafirði og Súlur, björgunarsveitin á Akureyri voru kallaðar út á fimmta tímanum í dag eftir að boð bárust frá SPOT sendi á eða við Urðarvötn. 25. febrúar 2015 17:17 Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57 Björgunarmenn að störfum víða um land Útköll hófust strax í morgun. 8. febrúar 2015 17:43 Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit „Núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið,“ segir starfsmaður á Hótel Skaftafelli. 23. febrúar 2015 19:54 „Hreinlega náðu ekki andanum“ Konan sem leitað hefur verið að við Mýrdalsjökul er enn ófundin. 22. febrúar 2015 12:56 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Sjá meira
Neyðarboð bárust frá ferðamönnum Björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafirði og Súlur, björgunarsveitin á Akureyri voru kallaðar út á fimmta tímanum í dag eftir að boð bárust frá SPOT sendi á eða við Urðarvötn. 25. febrúar 2015 17:17
Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57
Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit „Núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið,“ segir starfsmaður á Hótel Skaftafelli. 23. febrúar 2015 19:54
„Hreinlega náðu ekki andanum“ Konan sem leitað hefur verið að við Mýrdalsjökul er enn ófundin. 22. febrúar 2015 12:56