Umfjöllun og viðtöl: KR - Skallagrímur 96-86 | KR deildarmeistari 2015 Ingvi Þór Sæmundsson í DHL-höllinni skrifar 26. febrúar 2015 13:49 Brynjar Þór Björnsson. Vísir/Stefán KR tryggði sér deildarmeistaratitilinn í kvöld þegar liðið bar sigurorð af Skallagrími á heimavelli, 96-86, í 19. umferð Domino's deildar karla í körfubolta. Á sama tíma tapaði Tindastóll - eina liðið sem gat náð KR - með tíu stigum, 84-94, fyrir Grindavík á heimavelli. KR-ingar, sem töpuðu sem frægt er fyrir Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn, voru með undirtökin lengst af í kvöld en misstu einbeitinguna á lokakafla fyrri hálfleiks þar sem Skallagrímur skoraði 17 stig gegn einu KR. Vesturbæingar náðu þó að landa sigrinum og um leið deildarmeistaratitlinum. KR á enn eftir að leika þrjá deildarleiki sem verða væntanlega notaðir til að fínpússa leik liðsins sem hefur oft verið betri en hann var í kvöld. KR-ingar byrjuðu leikinn mun betur gegn daufu og baráttulitlu liði gestanna. Þegar fjórar og hálf mínúta var eftir af 1. leikhluta var staðan 13-2, KR í vil. Sóknarleikur Skallagríms gekk skelfilega framan af en undir lok leikhlutans kom hann til. Gestirnir skoruðu 12 stig á síðustu þremur mínútum 1. leikhluta en staðan að honum loknum var 22-14, KR í vil. Skallarnir minnkuðu muninn í fimm stig, 24-19, í upphafi 2. leikhluta en þá sögðu heimamenn hingað og ekki lengra. Þeir lokuðu vörninni, hirtu hvert frákastið á fætur öðru og spiluðu Borgnesinga sundur og saman á sóknarhelmingnum. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, 16 ára leikmaður KR, átti góða innkomu og skilaði alls sjö stigum í fyrri hálfleik. KR náði mest 18 stiga forskoti, 38-20, og þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan 40-24, Vesturbæingum í vil. En þá tók leikurinn allt aðra og óvæntri stefnu. KR-ingar hættu að spila þann bolta sem hafði skilað þeim forskotinu, smám saman fengu gestirnir meira sjálfstraust og þeir fóru að setja niður stór skot. Sigtryggur Arnar Björnsson fór mikinn á lokakafla fyrri hálfleiks - setti m.a. niður þrjár þriggja stiga körfur - og átti hvað stærstan þátt í frábæru áhlaupi gestanna sem luku fyrri hálfleiknum á 17-1 kafla. Sigtryggur átti góðan leik í liði Skallagríms, skoraði 21 stig og gaf átta stoðsendingar. Tracy Smith setti kirsuberið á kökuna þegar hann setti niður flautukörfu og jafnaði metin í 41-41 sem voru hálfleikstölur. Það var sama baslið á KR-ingum í upphafi seinni hálfleiks á meðan Skallagrímsmenn voru óhræddir og í raun óþekkjanlegir frá upphafsmínútum leiksins. Og gestirnir komust yfir í fyrsta sinn þegar Magnús Þór Gunnarsson setti niður þrist, 50-51, í byrjun 3. leikhluta. Liðin héldu í hendur næstu mínútur en undir lok leikhlutans náðu heimamenn aðeins að slíta sig frá Sköllunum, skoruðu fimm síðustu stig leikhlutans og leiddu með níu stigum, 66-57, fyrir lokaleikhlutann. Sá munur hvarf nánast eins og dögg fyrir sólu þegar Páll Axel Vilbergsson setti niður tvo þrista í upphafi 4. leikhluta. Með þeim seinni minnkaði hann muninn í 66-63 en þá tóku KR-ingar aftur fram úr, skoruðu sex stig í röð og komust níu stigum yfir, 72-63. Þrátt fyrir þessar framúrkeyrslur KR-inga gáfust gestirnir aldrei upp og voru inni í leiknum allt til loka. En að lokum náði KR að knýja fram tíu stiga sigur, 96-86, og tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Michael Craion var atkvæðamestur í liði KR með 22 stig og 15 fráköst. Brynjar Þór Björnsson skoraði 19 stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar og Helgi Már Magnússon og Björn Kristjánsson skiluðu 17 stigum hvor. Smith var með 27 stig og 16 fráköst fyrir Skallagrímsmenn sem eiga eftir að næla sér í einhver stig áður en yfir lýkur ef þeir spila eins og þeir gerðu á löngum köflum í kvöld.Finnur Freyr: Tekur smá tíma að sleikja sárin Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var að vonum sáttur eftir að hans menn höfðu tryggt sér deildarmeistaratitilinn eftir sigur á Skallagrími í kvöld. "Þetta er það sem við stefndum að og við erum búnir að leggja hart að okkur í allan vetur. Við gerum okkar besta til að vinna og sigrarnir í vetur eru ansi margir. "Ég er gríðarlega ánægður með þennan deildarmeistaratitil," sagði Finnur sem játti því að það hafi verið erfitt að rífa menn upp eftir tapið fyrir Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. "Að sjálfsögðu var það erfitt. Við vorum betri aðilinn í þeim leik í 36-37 mínútur og vorum með góð tök á leiknum. Það var sárt að tapa leiknum og það tekur smá tíma að sleikja sárin. "En það var gott að fá þennan leik, þótt við hefðum getað gert margt betur en í kvöld. En á köflum sýndum við það sem við vildum gera og getum byggt á því," sagði Finnur sem hefur áhyggjur þótt KR hafi tapað 18 stiga forskoti niður undir lok fyrri hálfleiks. "Nei, við vitum af hverju það gerðist og töluðum um það í hálfleik. Það gerðist reyndar aftur í 3. leikhlutanum en við vitum hvert vandamálið er og ætlum að leysa það." KR er sem áður segir búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. En hvernig hyggst Finnur nýta þá þrjá leiki sem eftir eru af deildarkeppninni? "Nú er eitt mót búið en stóra mótið, úrslitakeppnin, er eftir og við þurfum að vera í góðum gír þar. "Við erum að fara að spila án Pavels (Ermolinskij) eitthvað áfram og þurfum breyta áherslunum aðeins fram að úrslitakeppni. "Björn (Kristjánsson) steig vel upp í dag og Þórir (Guðmundur Þorbjarnarson) kom sterkur inn en það er margt sem við þurfum að fínpússa og gera betur og sem betur fer höfum við þrjá leiki til þess," sagði Finnur að lokum.Finnur: Verðum að byrja af fullum krafti Finnur Jónsson, þjálfari Skallagríms, var ósáttur með tapið fyrir KR í kvöld og sagði að fráköst og slæm vítanýting hafi orðið hans mönnum að falli. "Við erum með 50% vítanýtingu og töpum frákastabaráttunni með tíu og það er rosalega erfitt að vinna KR með þannig tölfræði." "Við áttum flotta endurkomu í fyrri hálfleik, en byrjuðum alveg á hælunum," sagði Finnur en hvað orsakaði þessa slæmu byrjun Skallagríms í kvöld? "Mengun í Hvalfjarðargöngunum," sagði Finnur. "Nei, ég veit það ekki. Einhver drulluháttur. Við mættum flatir en rifum okkur upp. "Við erum að berjast fyrir lífi okkar og getum ekki mætt svona til leiks. Við verðum að mæta af fullum krafti, það er bara þannig," sagði Finnur og bætti við að hann hefði fulla trú á að Skallagrímur næði að halda sér uppi.KR-Skallagrímur - bein textalýsingLeik lokið | 96-86 | KR eru deildarmeistarar eftir 10 stiga sigur á baráttuglöðu liði Skallagríms.40. mín | 92-85 | Skallarnir þurftu þrist og fengu þrist frá Páli Axel. Gestirnir senda Helga á vítalínuna. Hann setur bæði vítin niður. Sjö stiga munur, 26 sekúndur eftir.40. mín | 90-82 | Átta stiga munur, 30 sekúndur eftir. KR á eina villu til að gefa. Þetta er þriggja sókna leikur og Skallarnir þurfa helst þrist núna.40. mín | 86-79 | Páll Axel með þrist en Björn svarar með öðrum slíkum.38. mín | 80-73 | Smith setur niður annað af tveimur vítaskotum. Það hefur dregið aðeins af gestunum, og það skiljanlega, enda kostar mikla orku að elta nánast allan leikinn eins og þeir hafa gert.36. mín | 76-71 | Sigtryggur keyrir upp að körfunni og leggur boltann ofan í. Sá er búinn að spila vel, með 16-4-6 línu.35. mín | 74-69 | Brynjar setur niður stökkskot og kemur KR fimm stigum yfir.33. mín | 72-63 | 6-0 kafli hjá KR. Finnur Jónsson tekur leikhlé. Sigtryggur er kominn aftur inn á hjá Skallagrími.31. mín | 66-63 | Páll Axel með tvo þrista í röð. Hann kann þetta ennþá.Þriðja leikhluta lokið | 66-57 | KR-ingar skoruðu fimm síðustu stig leikhlutans og náðu að slíta sig aðeins frá gestunum sem máttu illa við því að missa Sigtrygg í villuvandræði. Þess má geta að Grindvíkingar eru að vinna Tindastól fyrir norðan og því bendir flest til þess að KR fagni deildarmeistaratitlinum hér í kvöld.29. mín |59-55 | KR-ingar eru að spila eins og kjánar, kastandi boltanum út af eða í hendurnar á mótherjunum í tíma og ótíma. Ótrúlegt sjá þetta til svona reynds og frábærs liðs.26. mín | 55-53 | Sigtryggur fær sína fjórðu villu og sest á bekkinn. Ekki góðar fréttir fyrir Skallagrímsmenn.24. mín | 52-54 | Davíð kemur Sköllunum yfir í fyrsta sinn í leiknum með stökkskoti úr horninu!!! Ætla KR-ingar að tapa sínum þriðja leik í röð?!Seinni hálfleikur hafinn | 44-41 | Darri smellir niður þristi og kemur KR aftur yfir.Fyrri hálfleik lokið | 41-41 | Smith með flautukörfu!!! Þvílíkur viðsnúningur. Skallagrímur endar hálfleikinn á 17-1 spretti. KR skoraði ekki síðustu fjórar mínútur fyrri hálfleiks. Craion er stigahæstur KR-inga með 11 stig en Þórir, Björn og Helgi koma næstir með sjö stig hver. Smith er með 19 stig og sjö fráköst hjá Skallagrími og Sigtryggur er búinn að vera flottur, með 14 stig.19. mín | 41-39 | Hvaða sprell er í gangi?! Sigtryggur neglir niður sínum þriðja þristi og minnkar muninn í tvö og aðeins tvö stig. Frábært áhlaup hjá Skallagrími sem hafa skorað 15 stig gegn einu KR-inga.17. mín | 41-31 | Sigtryggur setur niður tvo þrista í röð. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, hefur ekki húmor fyrir því og tekur leikhlé. Sigtryggur er kominn með 11 stig en Smith er enn stigahæstur hjá Skallagrími með 15 stig. Craion er atkvæðamestur í liði KR með 11 og sjö fráköst.16. mín | 40-24 | Finnur Atli skorar eftir hraðaupphlaup. Nafni hans, Jónsson, þjálfari Skallagríms, tekur leikhlé.15. mín | 36-20 | Magnús fær dæmdan á sig ruðning. Hann er búinn að tapa boltanum í þrígang. KR er búið að skrúfa fyrir lekana í vörninni og eru að rústa frákastabaráttunni, 22-11.14. mín | 32-19 | Þórir með þriggja stiga sókn! Strákurinn er kominn með sjö stig. 8-0 kafli hjá KR-ingum.12. mín | 24-19 | Skallarnir eiga nokkuð auðvelt með að skora þessa stundina. Smith er kominn með tíu stig fyrir þá. Þórir, barnungur og mjög efnilegur leikmaður KR, skoraði áðan sín fyrstu stig.Fyrsta leikhluta lokið | 22-14 | Sóknarleikur gestanna batnaði mikið síðustu mínútur leikhlutans. En vörn Skallagríms er jafn slæm og á upphafsmínútum. Björn er stigahæstur KR-inga með sjö stig en Craion kemur næstur með sex stig. Smith er með átta stig og þrjú fráköst hjá gestunum.9. mín | 20-8 | Darri hleypur sig fríann og skorar sín fyrstu stig. Þetta gæti orðið langt kvöld fyrir gestina frá Borgarnesi.8. mín | 13-4 | Smith setur niður stökkskot. Borgnesingar þurfa meira af þessu frá Bandaríkjamanninum.5. mín | 11-2 | Fjögur stig frá Birni í röð. Hann er ákveðinn hér í byrjun leiks.4. mín | 7-0 | Gestirnir eru ekki með neinar lausnir á varnarleik KR. Craion er að spila mjög fína vörn á Smith.2. mín | 5-0 | Helgi neglir niður þristi og kemur KR 5-0 yfir. Skallarnir eru enn stigalausir.Leikurinn hafinn | 0-0 | Björn Kristjánsson kemur inn í byrjunarlið KR í stað Pavels. Auk Björns mynda Craion, Helgi, Darri og Brynjar byrjunarlið KR. Magnús, Sigtryggur, Smith, Páll Axel og Davið hefja leik fyrir Skallagrím.Fyrir leik: Hér í kvöld mætast stórskytturnar Brynjar Þór Björnsson og Magnús Þór Gunnarsson sem hafa eldað grátt silfur í gegnum tíðina. Á síðasta ári var Magnús tvívegis dæmdur í leikbann fyrir að brjóta gróflega á Brynjari; fyrst í leik Keflavíkur og KR í febrúar og síðan í leik Grindavíkur og KR nóvember. Brotin má sjá með því að smella hér.Fyrir leik: Nelly hljómar hér í DHL-höllinni. Hann biður fólk um að fækka fötum.Fyrir leik: Hér í kvöld mætast besta og næst lélegasta frákastalið deildarinnar. KR tekur 45,8 fráköst að meðaltali í leik gegn aðeins 36,8 hjá Skallagrími. Tracy Smith er langfrákastahæstur hjá Borgnesingum, með 12,7 fráköst að meðaltali í leik, en næstur kemur Páll Axel Vilbergsson með 5,1.Fyrir leik: Í næstu umferð fá Borgnesingar Njarðvík í heimsókn en sá leikur fer fram 5. mars. Fjórum dögum síðar sækja þeir ÍR heim í gríðarlega þýðingarmiklum leik en Skallarnir unnu fyrri leikinn gegn Breiðhyltingum, 76-68, og eru með betri stöðu í innbyrðisviðureignum liðanna sem gæti skipt miklu máli þegar uppi verður staðið. Tólfta mars fær Skallagrímur svo Tindastól í heimsókn í lokaumferðinni.Fyrir leik: Mótherjar KR í kvöld, Skallagrímur, eru á hinum enda deildarinnar; nánar tiltekið í botnsætinu með átta stig, jafn mörg og ÍR og Fjölnir. Skallarnir þurfa því nauðsynlega á stigum að halda og það sem fyrst, en aðeins eru fjórar umferðir eftir af deildarkeppninni.Fyrir leik: Í samtali við Vísi í gær sagðist Pavel vonast eftir að vera klár í slaginn áður en úrslitakeppni Domino's deildarinnar hefst. „Ég er auðvitað ekki læknir sjálfur en það kæmi mér mjög á óvart," sagði leikstjórnandinn snjalli. "Ég hef reynslu af svona meiðslum og mig grunar að þetta verði einhver tími sem ég verð frá. Ég vona auðvitað að ég spili með í úrslitakeppninni en eins og staðan er nú lít ég á það sem allra besta raunhæfa kostinn í stöðunni.“Fyrir leik: Sem kunnugt er töpuðu KR-ingar bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni á laugardaginn á grátlegan hátt eftir að hafa leitt bróðurpartinn af leiknum. Þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum, í stöðunni 79-73 fyrir KR, meiddist leikstjórnandinn Pavel Ermolinskij og án hans fóru KR-ingar út af sporinu. Þeir töpuðu boltanum fimm sinnum á þessum tæpu fjórum mínútum eftir að Pavel fór út af og Stjörnumenn gengu á lagið, unnu lokamínúturnar 4-12 og tryggðu sér sinn þriðja bikarmeistaratitil í sögu félagsins.Fyrir leik: Velkomin í lýsingu frá leik KR og Skallagríms í Domino's-deild karla. Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Sjá meira
KR tryggði sér deildarmeistaratitilinn í kvöld þegar liðið bar sigurorð af Skallagrími á heimavelli, 96-86, í 19. umferð Domino's deildar karla í körfubolta. Á sama tíma tapaði Tindastóll - eina liðið sem gat náð KR - með tíu stigum, 84-94, fyrir Grindavík á heimavelli. KR-ingar, sem töpuðu sem frægt er fyrir Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn, voru með undirtökin lengst af í kvöld en misstu einbeitinguna á lokakafla fyrri hálfleiks þar sem Skallagrímur skoraði 17 stig gegn einu KR. Vesturbæingar náðu þó að landa sigrinum og um leið deildarmeistaratitlinum. KR á enn eftir að leika þrjá deildarleiki sem verða væntanlega notaðir til að fínpússa leik liðsins sem hefur oft verið betri en hann var í kvöld. KR-ingar byrjuðu leikinn mun betur gegn daufu og baráttulitlu liði gestanna. Þegar fjórar og hálf mínúta var eftir af 1. leikhluta var staðan 13-2, KR í vil. Sóknarleikur Skallagríms gekk skelfilega framan af en undir lok leikhlutans kom hann til. Gestirnir skoruðu 12 stig á síðustu þremur mínútum 1. leikhluta en staðan að honum loknum var 22-14, KR í vil. Skallarnir minnkuðu muninn í fimm stig, 24-19, í upphafi 2. leikhluta en þá sögðu heimamenn hingað og ekki lengra. Þeir lokuðu vörninni, hirtu hvert frákastið á fætur öðru og spiluðu Borgnesinga sundur og saman á sóknarhelmingnum. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, 16 ára leikmaður KR, átti góða innkomu og skilaði alls sjö stigum í fyrri hálfleik. KR náði mest 18 stiga forskoti, 38-20, og þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan 40-24, Vesturbæingum í vil. En þá tók leikurinn allt aðra og óvæntri stefnu. KR-ingar hættu að spila þann bolta sem hafði skilað þeim forskotinu, smám saman fengu gestirnir meira sjálfstraust og þeir fóru að setja niður stór skot. Sigtryggur Arnar Björnsson fór mikinn á lokakafla fyrri hálfleiks - setti m.a. niður þrjár þriggja stiga körfur - og átti hvað stærstan þátt í frábæru áhlaupi gestanna sem luku fyrri hálfleiknum á 17-1 kafla. Sigtryggur átti góðan leik í liði Skallagríms, skoraði 21 stig og gaf átta stoðsendingar. Tracy Smith setti kirsuberið á kökuna þegar hann setti niður flautukörfu og jafnaði metin í 41-41 sem voru hálfleikstölur. Það var sama baslið á KR-ingum í upphafi seinni hálfleiks á meðan Skallagrímsmenn voru óhræddir og í raun óþekkjanlegir frá upphafsmínútum leiksins. Og gestirnir komust yfir í fyrsta sinn þegar Magnús Þór Gunnarsson setti niður þrist, 50-51, í byrjun 3. leikhluta. Liðin héldu í hendur næstu mínútur en undir lok leikhlutans náðu heimamenn aðeins að slíta sig frá Sköllunum, skoruðu fimm síðustu stig leikhlutans og leiddu með níu stigum, 66-57, fyrir lokaleikhlutann. Sá munur hvarf nánast eins og dögg fyrir sólu þegar Páll Axel Vilbergsson setti niður tvo þrista í upphafi 4. leikhluta. Með þeim seinni minnkaði hann muninn í 66-63 en þá tóku KR-ingar aftur fram úr, skoruðu sex stig í röð og komust níu stigum yfir, 72-63. Þrátt fyrir þessar framúrkeyrslur KR-inga gáfust gestirnir aldrei upp og voru inni í leiknum allt til loka. En að lokum náði KR að knýja fram tíu stiga sigur, 96-86, og tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Michael Craion var atkvæðamestur í liði KR með 22 stig og 15 fráköst. Brynjar Þór Björnsson skoraði 19 stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar og Helgi Már Magnússon og Björn Kristjánsson skiluðu 17 stigum hvor. Smith var með 27 stig og 16 fráköst fyrir Skallagrímsmenn sem eiga eftir að næla sér í einhver stig áður en yfir lýkur ef þeir spila eins og þeir gerðu á löngum köflum í kvöld.Finnur Freyr: Tekur smá tíma að sleikja sárin Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var að vonum sáttur eftir að hans menn höfðu tryggt sér deildarmeistaratitilinn eftir sigur á Skallagrími í kvöld. "Þetta er það sem við stefndum að og við erum búnir að leggja hart að okkur í allan vetur. Við gerum okkar besta til að vinna og sigrarnir í vetur eru ansi margir. "Ég er gríðarlega ánægður með þennan deildarmeistaratitil," sagði Finnur sem játti því að það hafi verið erfitt að rífa menn upp eftir tapið fyrir Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. "Að sjálfsögðu var það erfitt. Við vorum betri aðilinn í þeim leik í 36-37 mínútur og vorum með góð tök á leiknum. Það var sárt að tapa leiknum og það tekur smá tíma að sleikja sárin. "En það var gott að fá þennan leik, þótt við hefðum getað gert margt betur en í kvöld. En á köflum sýndum við það sem við vildum gera og getum byggt á því," sagði Finnur sem hefur áhyggjur þótt KR hafi tapað 18 stiga forskoti niður undir lok fyrri hálfleiks. "Nei, við vitum af hverju það gerðist og töluðum um það í hálfleik. Það gerðist reyndar aftur í 3. leikhlutanum en við vitum hvert vandamálið er og ætlum að leysa það." KR er sem áður segir búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. En hvernig hyggst Finnur nýta þá þrjá leiki sem eftir eru af deildarkeppninni? "Nú er eitt mót búið en stóra mótið, úrslitakeppnin, er eftir og við þurfum að vera í góðum gír þar. "Við erum að fara að spila án Pavels (Ermolinskij) eitthvað áfram og þurfum breyta áherslunum aðeins fram að úrslitakeppni. "Björn (Kristjánsson) steig vel upp í dag og Þórir (Guðmundur Þorbjarnarson) kom sterkur inn en það er margt sem við þurfum að fínpússa og gera betur og sem betur fer höfum við þrjá leiki til þess," sagði Finnur að lokum.Finnur: Verðum að byrja af fullum krafti Finnur Jónsson, þjálfari Skallagríms, var ósáttur með tapið fyrir KR í kvöld og sagði að fráköst og slæm vítanýting hafi orðið hans mönnum að falli. "Við erum með 50% vítanýtingu og töpum frákastabaráttunni með tíu og það er rosalega erfitt að vinna KR með þannig tölfræði." "Við áttum flotta endurkomu í fyrri hálfleik, en byrjuðum alveg á hælunum," sagði Finnur en hvað orsakaði þessa slæmu byrjun Skallagríms í kvöld? "Mengun í Hvalfjarðargöngunum," sagði Finnur. "Nei, ég veit það ekki. Einhver drulluháttur. Við mættum flatir en rifum okkur upp. "Við erum að berjast fyrir lífi okkar og getum ekki mætt svona til leiks. Við verðum að mæta af fullum krafti, það er bara þannig," sagði Finnur og bætti við að hann hefði fulla trú á að Skallagrímur næði að halda sér uppi.KR-Skallagrímur - bein textalýsingLeik lokið | 96-86 | KR eru deildarmeistarar eftir 10 stiga sigur á baráttuglöðu liði Skallagríms.40. mín | 92-85 | Skallarnir þurftu þrist og fengu þrist frá Páli Axel. Gestirnir senda Helga á vítalínuna. Hann setur bæði vítin niður. Sjö stiga munur, 26 sekúndur eftir.40. mín | 90-82 | Átta stiga munur, 30 sekúndur eftir. KR á eina villu til að gefa. Þetta er þriggja sókna leikur og Skallarnir þurfa helst þrist núna.40. mín | 86-79 | Páll Axel með þrist en Björn svarar með öðrum slíkum.38. mín | 80-73 | Smith setur niður annað af tveimur vítaskotum. Það hefur dregið aðeins af gestunum, og það skiljanlega, enda kostar mikla orku að elta nánast allan leikinn eins og þeir hafa gert.36. mín | 76-71 | Sigtryggur keyrir upp að körfunni og leggur boltann ofan í. Sá er búinn að spila vel, með 16-4-6 línu.35. mín | 74-69 | Brynjar setur niður stökkskot og kemur KR fimm stigum yfir.33. mín | 72-63 | 6-0 kafli hjá KR. Finnur Jónsson tekur leikhlé. Sigtryggur er kominn aftur inn á hjá Skallagrími.31. mín | 66-63 | Páll Axel með tvo þrista í röð. Hann kann þetta ennþá.Þriðja leikhluta lokið | 66-57 | KR-ingar skoruðu fimm síðustu stig leikhlutans og náðu að slíta sig aðeins frá gestunum sem máttu illa við því að missa Sigtrygg í villuvandræði. Þess má geta að Grindvíkingar eru að vinna Tindastól fyrir norðan og því bendir flest til þess að KR fagni deildarmeistaratitlinum hér í kvöld.29. mín |59-55 | KR-ingar eru að spila eins og kjánar, kastandi boltanum út af eða í hendurnar á mótherjunum í tíma og ótíma. Ótrúlegt sjá þetta til svona reynds og frábærs liðs.26. mín | 55-53 | Sigtryggur fær sína fjórðu villu og sest á bekkinn. Ekki góðar fréttir fyrir Skallagrímsmenn.24. mín | 52-54 | Davíð kemur Sköllunum yfir í fyrsta sinn í leiknum með stökkskoti úr horninu!!! Ætla KR-ingar að tapa sínum þriðja leik í röð?!Seinni hálfleikur hafinn | 44-41 | Darri smellir niður þristi og kemur KR aftur yfir.Fyrri hálfleik lokið | 41-41 | Smith með flautukörfu!!! Þvílíkur viðsnúningur. Skallagrímur endar hálfleikinn á 17-1 spretti. KR skoraði ekki síðustu fjórar mínútur fyrri hálfleiks. Craion er stigahæstur KR-inga með 11 stig en Þórir, Björn og Helgi koma næstir með sjö stig hver. Smith er með 19 stig og sjö fráköst hjá Skallagrími og Sigtryggur er búinn að vera flottur, með 14 stig.19. mín | 41-39 | Hvaða sprell er í gangi?! Sigtryggur neglir niður sínum þriðja þristi og minnkar muninn í tvö og aðeins tvö stig. Frábært áhlaup hjá Skallagrími sem hafa skorað 15 stig gegn einu KR-inga.17. mín | 41-31 | Sigtryggur setur niður tvo þrista í röð. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, hefur ekki húmor fyrir því og tekur leikhlé. Sigtryggur er kominn með 11 stig en Smith er enn stigahæstur hjá Skallagrími með 15 stig. Craion er atkvæðamestur í liði KR með 11 og sjö fráköst.16. mín | 40-24 | Finnur Atli skorar eftir hraðaupphlaup. Nafni hans, Jónsson, þjálfari Skallagríms, tekur leikhlé.15. mín | 36-20 | Magnús fær dæmdan á sig ruðning. Hann er búinn að tapa boltanum í þrígang. KR er búið að skrúfa fyrir lekana í vörninni og eru að rústa frákastabaráttunni, 22-11.14. mín | 32-19 | Þórir með þriggja stiga sókn! Strákurinn er kominn með sjö stig. 8-0 kafli hjá KR-ingum.12. mín | 24-19 | Skallarnir eiga nokkuð auðvelt með að skora þessa stundina. Smith er kominn með tíu stig fyrir þá. Þórir, barnungur og mjög efnilegur leikmaður KR, skoraði áðan sín fyrstu stig.Fyrsta leikhluta lokið | 22-14 | Sóknarleikur gestanna batnaði mikið síðustu mínútur leikhlutans. En vörn Skallagríms er jafn slæm og á upphafsmínútum. Björn er stigahæstur KR-inga með sjö stig en Craion kemur næstur með sex stig. Smith er með átta stig og þrjú fráköst hjá gestunum.9. mín | 20-8 | Darri hleypur sig fríann og skorar sín fyrstu stig. Þetta gæti orðið langt kvöld fyrir gestina frá Borgarnesi.8. mín | 13-4 | Smith setur niður stökkskot. Borgnesingar þurfa meira af þessu frá Bandaríkjamanninum.5. mín | 11-2 | Fjögur stig frá Birni í röð. Hann er ákveðinn hér í byrjun leiks.4. mín | 7-0 | Gestirnir eru ekki með neinar lausnir á varnarleik KR. Craion er að spila mjög fína vörn á Smith.2. mín | 5-0 | Helgi neglir niður þristi og kemur KR 5-0 yfir. Skallarnir eru enn stigalausir.Leikurinn hafinn | 0-0 | Björn Kristjánsson kemur inn í byrjunarlið KR í stað Pavels. Auk Björns mynda Craion, Helgi, Darri og Brynjar byrjunarlið KR. Magnús, Sigtryggur, Smith, Páll Axel og Davið hefja leik fyrir Skallagrím.Fyrir leik: Hér í kvöld mætast stórskytturnar Brynjar Þór Björnsson og Magnús Þór Gunnarsson sem hafa eldað grátt silfur í gegnum tíðina. Á síðasta ári var Magnús tvívegis dæmdur í leikbann fyrir að brjóta gróflega á Brynjari; fyrst í leik Keflavíkur og KR í febrúar og síðan í leik Grindavíkur og KR nóvember. Brotin má sjá með því að smella hér.Fyrir leik: Nelly hljómar hér í DHL-höllinni. Hann biður fólk um að fækka fötum.Fyrir leik: Hér í kvöld mætast besta og næst lélegasta frákastalið deildarinnar. KR tekur 45,8 fráköst að meðaltali í leik gegn aðeins 36,8 hjá Skallagrími. Tracy Smith er langfrákastahæstur hjá Borgnesingum, með 12,7 fráköst að meðaltali í leik, en næstur kemur Páll Axel Vilbergsson með 5,1.Fyrir leik: Í næstu umferð fá Borgnesingar Njarðvík í heimsókn en sá leikur fer fram 5. mars. Fjórum dögum síðar sækja þeir ÍR heim í gríðarlega þýðingarmiklum leik en Skallarnir unnu fyrri leikinn gegn Breiðhyltingum, 76-68, og eru með betri stöðu í innbyrðisviðureignum liðanna sem gæti skipt miklu máli þegar uppi verður staðið. Tólfta mars fær Skallagrímur svo Tindastól í heimsókn í lokaumferðinni.Fyrir leik: Mótherjar KR í kvöld, Skallagrímur, eru á hinum enda deildarinnar; nánar tiltekið í botnsætinu með átta stig, jafn mörg og ÍR og Fjölnir. Skallarnir þurfa því nauðsynlega á stigum að halda og það sem fyrst, en aðeins eru fjórar umferðir eftir af deildarkeppninni.Fyrir leik: Í samtali við Vísi í gær sagðist Pavel vonast eftir að vera klár í slaginn áður en úrslitakeppni Domino's deildarinnar hefst. „Ég er auðvitað ekki læknir sjálfur en það kæmi mér mjög á óvart," sagði leikstjórnandinn snjalli. "Ég hef reynslu af svona meiðslum og mig grunar að þetta verði einhver tími sem ég verð frá. Ég vona auðvitað að ég spili með í úrslitakeppninni en eins og staðan er nú lít ég á það sem allra besta raunhæfa kostinn í stöðunni.“Fyrir leik: Sem kunnugt er töpuðu KR-ingar bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni á laugardaginn á grátlegan hátt eftir að hafa leitt bróðurpartinn af leiknum. Þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum, í stöðunni 79-73 fyrir KR, meiddist leikstjórnandinn Pavel Ermolinskij og án hans fóru KR-ingar út af sporinu. Þeir töpuðu boltanum fimm sinnum á þessum tæpu fjórum mínútum eftir að Pavel fór út af og Stjörnumenn gengu á lagið, unnu lokamínúturnar 4-12 og tryggðu sér sinn þriðja bikarmeistaratitil í sögu félagsins.Fyrir leik: Velkomin í lýsingu frá leik KR og Skallagríms í Domino's-deild karla.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Sjá meira