„Ég tel að bankarnir séu að taka til sín alltof mikið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 20:48 Karl Garðarsson spyr hvers vegna hagnaður bankanna skili sér ekki í lagi vöxtum til almennings. Vísir/Valli/Pjetur Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var hvassyrtur þegar hann steig í pontu í Alþingi í dag og ræddi um vaxtakjör almennings. Hann benti meðal annars á hagnað Arion-banka og Íslandsbanka á seinasta ári sem nam samtals rúmum 50 milljörðum. „Á sama tíma er Arion-banki að bjóða íbúðakaupendum upp á óverðtryggð lán með allt að 8 prósenta ársvöxtum. Hins vegar ef þú ætlar að leggja inn pening, til dæmis á sparisjóðsbók, þá er stór hluti vaxtanna neikvæður, það er fólk tapar á því að leggja pening inn í bankann. Af hverju skilar þessi mikli hagnaður bankanna sér ekki í lægri vöxtum til almennings?“ sagði Karl í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að almenningur og stjórnmálamenn þyrftu að þrýsta á um að bankarnir breyttu um kúrs. Þá benti Karl jafnframt á að stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað en það hafi hins vegar ekki skilað sér inn í vaxtatöflu bankanna. „Ég tel að bankarnir séu að taka til sín alltof mikið sem síðan endurspeglast í þessum miklu hagnaðartölum og það bara gengur ekki til lengdar.“Dæmi um að vaxtahækkanir éti upp leiðréttingu húsnæðislána fólks Þá sagði Karl að á sparistundum sé talað um samfélagslega ábyrgð bankanna en það virðist þá aðallega felast í því að veita styrki til góðgerðarsamtaka. Það sé í sjálfu sér gott en góð staða bankanna skil sér hins vegar ekki til þorra almennings. „Þetta er risavaxið mál fyrir almenning þar sem stórhluti tekna flestra fer í afborganir af lánum til þessara stóru stofnana. Þess vegna skipta vaxtakjörin gríðarlega miklu máli og smá breyting á lánskjörum upp á við þýðir það að það sem lán lækka út af leiðréttingunni, það gengur allt til baka og bankarnir hirða það bara. Ég er bara með dæmi hérna fyrir framan mig, reyndar ekki frá einum þessara þriggja banka, en þar sem viðkomandi lánastofnun ákveður að hækka vexti núna fyrir nokkrum dögum sem þýddi það að fjölmargir sem voru með húsnæðislán hjá viðkomandi aðila þurfa að borga meira heldur en fyrir leiðréttingu í afborganir,“ sagði Karl en hlusta má á allt viðtalið við hann í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir MP banki hagnast um hálfan milljarð Hagnaður MP banka á síðari árshelmingi 2014 nam 494 milljónum króna samanborið við 159 milljóna króna tap á fyrri árshelmingi. 25. febrúar 2015 09:56 Íslandsbanki hagnaðist um 22,8 milljarða króna í fyrra Heildar rekstrartekjur bankans voru 42,4 milljarðar í fyrra, en 42,6 milljarðar 2013. 24. febrúar 2015 08:58 Arion banki hagnaðist um 28,7 milljarða í fyrra „Afkoma var umfram væntingar á öllum helstu tekjusviðum,“ segir Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri. 24. febrúar 2015 19:29 Hagnaðurinn mun dragast saman Hagnaður af reglulegri starfsemi Íslandsbanka nam 14,85 milljörðum króna á síðasta ári en heildarhagnaður bankans eftir skatta nam 22,75 milljörðum króna. 25. febrúar 2015 10:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var hvassyrtur þegar hann steig í pontu í Alþingi í dag og ræddi um vaxtakjör almennings. Hann benti meðal annars á hagnað Arion-banka og Íslandsbanka á seinasta ári sem nam samtals rúmum 50 milljörðum. „Á sama tíma er Arion-banki að bjóða íbúðakaupendum upp á óverðtryggð lán með allt að 8 prósenta ársvöxtum. Hins vegar ef þú ætlar að leggja inn pening, til dæmis á sparisjóðsbók, þá er stór hluti vaxtanna neikvæður, það er fólk tapar á því að leggja pening inn í bankann. Af hverju skilar þessi mikli hagnaður bankanna sér ekki í lægri vöxtum til almennings?“ sagði Karl í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að almenningur og stjórnmálamenn þyrftu að þrýsta á um að bankarnir breyttu um kúrs. Þá benti Karl jafnframt á að stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað en það hafi hins vegar ekki skilað sér inn í vaxtatöflu bankanna. „Ég tel að bankarnir séu að taka til sín alltof mikið sem síðan endurspeglast í þessum miklu hagnaðartölum og það bara gengur ekki til lengdar.“Dæmi um að vaxtahækkanir éti upp leiðréttingu húsnæðislána fólks Þá sagði Karl að á sparistundum sé talað um samfélagslega ábyrgð bankanna en það virðist þá aðallega felast í því að veita styrki til góðgerðarsamtaka. Það sé í sjálfu sér gott en góð staða bankanna skil sér hins vegar ekki til þorra almennings. „Þetta er risavaxið mál fyrir almenning þar sem stórhluti tekna flestra fer í afborganir af lánum til þessara stóru stofnana. Þess vegna skipta vaxtakjörin gríðarlega miklu máli og smá breyting á lánskjörum upp á við þýðir það að það sem lán lækka út af leiðréttingunni, það gengur allt til baka og bankarnir hirða það bara. Ég er bara með dæmi hérna fyrir framan mig, reyndar ekki frá einum þessara þriggja banka, en þar sem viðkomandi lánastofnun ákveður að hækka vexti núna fyrir nokkrum dögum sem þýddi það að fjölmargir sem voru með húsnæðislán hjá viðkomandi aðila þurfa að borga meira heldur en fyrir leiðréttingu í afborganir,“ sagði Karl en hlusta má á allt viðtalið við hann í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir MP banki hagnast um hálfan milljarð Hagnaður MP banka á síðari árshelmingi 2014 nam 494 milljónum króna samanborið við 159 milljóna króna tap á fyrri árshelmingi. 25. febrúar 2015 09:56 Íslandsbanki hagnaðist um 22,8 milljarða króna í fyrra Heildar rekstrartekjur bankans voru 42,4 milljarðar í fyrra, en 42,6 milljarðar 2013. 24. febrúar 2015 08:58 Arion banki hagnaðist um 28,7 milljarða í fyrra „Afkoma var umfram væntingar á öllum helstu tekjusviðum,“ segir Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri. 24. febrúar 2015 19:29 Hagnaðurinn mun dragast saman Hagnaður af reglulegri starfsemi Íslandsbanka nam 14,85 milljörðum króna á síðasta ári en heildarhagnaður bankans eftir skatta nam 22,75 milljörðum króna. 25. febrúar 2015 10:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
MP banki hagnast um hálfan milljarð Hagnaður MP banka á síðari árshelmingi 2014 nam 494 milljónum króna samanborið við 159 milljóna króna tap á fyrri árshelmingi. 25. febrúar 2015 09:56
Íslandsbanki hagnaðist um 22,8 milljarða króna í fyrra Heildar rekstrartekjur bankans voru 42,4 milljarðar í fyrra, en 42,6 milljarðar 2013. 24. febrúar 2015 08:58
Arion banki hagnaðist um 28,7 milljarða í fyrra „Afkoma var umfram væntingar á öllum helstu tekjusviðum,“ segir Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri. 24. febrúar 2015 19:29
Hagnaðurinn mun dragast saman Hagnaður af reglulegri starfsemi Íslandsbanka nam 14,85 milljörðum króna á síðasta ári en heildarhagnaður bankans eftir skatta nam 22,75 milljörðum króna. 25. febrúar 2015 10:00