Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum Sunna Karen sigurþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 16:35 Starfsfólk þjóðgarðsins komu konunni til bjargar og ekki leið á löngu þar til sjúkralið og lögregla mættu á staðinn, að sögn Ólafs. Erlend ferðakona slasaðist í þjóðgarðinum á Þingvöllum á mánudaginn eftir að hafa runnið í hálku. Konan missti meðvitund um stund og var flutt með sjúkrabíl á slysadeild. Áverkar eru sagðir minniháttar. Konan var ásamt hópi fólks við Almannagjá þegar hún fór út af göngustígnum með fyrrgreindum afleiðingum. Búið var að sanda hluta af göngustígnum, sem er álíka breiður og akbraut, og var fólk hvatt til að halda sig þeim megin á veginum sem búið var að sanda. Konan fór þó út af sandræmunni og datt aftur fyrir sig.Sjá einnig: Ferðamönnum fjölgað um 77 prósentÞessi mynd var tekin á mánudaginn, en hún sýnir glögglega hversu margir heimsækja Þingvelli daglega.mynd/berglind sigmundsdóttirGríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Þingvelli daglega. Aðstæður eru ekki alltaf með besta móti, enda hefur veturinn verið harður, og því ekki einsdæmi að ferðamenn renni í hálku eða detti um skafla. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að heldur mikið hafi verið um slík slys í vetur en að það megi meðal annars rekja til vályndrar veðráttu og aukins fjölda ferðamanna. Allra ráðstafanna sé þó ávallt gætt, sandað sé daglega og vetrarþjónusta með besta móti. „Oft er þetta það að fólk er mjög óvant að ganga á möl, hvað þá á hálku. Okkur þykir þetta óskaplega leiðinlegt, að fólk sé að meiða sig og meiða sig hjá okkur. Við erum alltaf að fjölga viðvörunarskiltum og það eru ákveðin skilti notuð þannig að fólk sjái þetta bara með einni sjónhendingu,“ segir Ólafur. „Þingvellir eru í 100 metra hæð og langt inni í landi og íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið, hrasað, sett fótinn ofan í gjótu eða hvað sem er. Þar liggur ábyrgð hvers einstaklings. Við getum lagt brautir og sandað og sett skilti, en þar líkur okkar hlutverki,“ segir hann, aðspurður hvort vel sé staðið að málum í þjóðgarðinum. Ferðamönnum til Þingvalla hefur fjölgað mikið síðustu ár. Ákveðið var að auka snjómokstur í þjóðgarðinum í takt við fjölgunina og eru nú allar helstu gönguleiðir frá Almannagjá að Silfru ruddar og sandaðar eftir þörfum. Á vefsíðu Þingvalla segir að mikilvægt sé að kynna sér aðstæður vel og meta hvort eða hvaða leið sé valin með tilliti til getu hvers ferðahóps fyrir sig og brýna fyrir ferðamönnum að fara með gát þegar farið sé um svæðið. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Erlend ferðakona slasaðist í þjóðgarðinum á Þingvöllum á mánudaginn eftir að hafa runnið í hálku. Konan missti meðvitund um stund og var flutt með sjúkrabíl á slysadeild. Áverkar eru sagðir minniháttar. Konan var ásamt hópi fólks við Almannagjá þegar hún fór út af göngustígnum með fyrrgreindum afleiðingum. Búið var að sanda hluta af göngustígnum, sem er álíka breiður og akbraut, og var fólk hvatt til að halda sig þeim megin á veginum sem búið var að sanda. Konan fór þó út af sandræmunni og datt aftur fyrir sig.Sjá einnig: Ferðamönnum fjölgað um 77 prósentÞessi mynd var tekin á mánudaginn, en hún sýnir glögglega hversu margir heimsækja Þingvelli daglega.mynd/berglind sigmundsdóttirGríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Þingvelli daglega. Aðstæður eru ekki alltaf með besta móti, enda hefur veturinn verið harður, og því ekki einsdæmi að ferðamenn renni í hálku eða detti um skafla. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að heldur mikið hafi verið um slík slys í vetur en að það megi meðal annars rekja til vályndrar veðráttu og aukins fjölda ferðamanna. Allra ráðstafanna sé þó ávallt gætt, sandað sé daglega og vetrarþjónusta með besta móti. „Oft er þetta það að fólk er mjög óvant að ganga á möl, hvað þá á hálku. Okkur þykir þetta óskaplega leiðinlegt, að fólk sé að meiða sig og meiða sig hjá okkur. Við erum alltaf að fjölga viðvörunarskiltum og það eru ákveðin skilti notuð þannig að fólk sjái þetta bara með einni sjónhendingu,“ segir Ólafur. „Þingvellir eru í 100 metra hæð og langt inni í landi og íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið, hrasað, sett fótinn ofan í gjótu eða hvað sem er. Þar liggur ábyrgð hvers einstaklings. Við getum lagt brautir og sandað og sett skilti, en þar líkur okkar hlutverki,“ segir hann, aðspurður hvort vel sé staðið að málum í þjóðgarðinum. Ferðamönnum til Þingvalla hefur fjölgað mikið síðustu ár. Ákveðið var að auka snjómokstur í þjóðgarðinum í takt við fjölgunina og eru nú allar helstu gönguleiðir frá Almannagjá að Silfru ruddar og sandaðar eftir þörfum. Á vefsíðu Þingvalla segir að mikilvægt sé að kynna sér aðstæður vel og meta hvort eða hvaða leið sé valin með tilliti til getu hvers ferðahóps fyrir sig og brýna fyrir ferðamönnum að fara með gát þegar farið sé um svæðið.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira