Viðskipti innlent

Segja stöðuna á vinnumarkaði ekki verið betri frá hruni

ingvar haraldsson skrifar
Atvinnuleysi var 4,4 prósent í janúar og atvinnulausum fækkaði úr 12.400 í janúar árið 2014 í 8.100 í janúar á þessu ári.
Atvinnuleysi var 4,4 prósent í janúar og atvinnulausum fækkaði úr 12.400 í janúar árið 2014 í 8.100 í janúar á þessu ári. vísir/vilhelm
Greiningardeild Íslandsbanka segir stöðuna á vinnumarkaði hafi ekki verið jafn góða frá bankahruninu árið 2008. Atvinnuleysi var 4,4 prósent í janúar og atvinnulausum fækkaði úr 12.400 í janúar árið 2014 í 8.100 í janúar á þessu ári. Einstaklingum á vinnumarkaði fjölgaði um 2,8 prósent milli ára. Hlutfall starfandi jókst úr 73,9 prósent í janúar 2014 í 76,8 prósent í janúar árið 2015.

Greiningardeildin telur líklegt að vöxtur ferðaþjónustunnar yfir vetrartímann eigi stóran þátt í minnkandi atvinnuleysi. Greinin sé mannaflsfrek og í vaxandi mæli mönnuð með innfluttu vinnuafli. Þá sé einnig uppgangur í nýbyggingum sem dragi úr atvinnuleysi.

Að mati greiningardeildarinnar eru einnig líkur á að staðan á vinnumarkaði leiði til talsverðar launhækkana sem auki líkur á hærri verðbólgu. „Ljóst virðist af nýlegum vinnumarkaðstölum að slaki er ekki lengur til staðar í mörgum atvinnugreinum og vinnuaflseftirspurn er talsverð í sumum geirum. Sú þróun styrkir samningsstöðu launþega í komandi kjaraviðræðum og eykur um leið líkur á að niðurstaðan verði talsverð samningsbundin hækkun launa, sem svo aftur leiðir til meiri verðbólguþrýstings en ella.“ 

Fleiri vinnandi bendir til meiri hagvaxtar

Greiningardeildin telur vísbendingar um að eftirspurn eftir vinnuafli sé að aukast hraðar en undanfarin ár. Heildarvinnustundum fjölgaði um 7,4% á milli ára samkvæmt rannsókn Hagstofunnar, sem er mesta aukning vinnustunda í 17 mánuði.

Aukning vinnustunda bendir til þess að hagvöxtur verði meiri en bráðabirgðatölur Hagstofunnar hafi gefið til kynna. „Nýjustu tölur um landsframleiðslu ná aðeins til fyrstu níu mánaða síðasta árs, og samkvæmt þeim jókst hún um 0,5% að raunvirði á milli ára. Við teljum að þessar tölur verði endurskoðaðar talsvert upp á við, og að hagvöxtur í fyrra muni reynast nærri 2,0% líkt og Seðlabanki Íslands spáir en það samræmist ágætlega 1,9% fjölgun heildarvinnustunda það árið,“ segir í greiningunni. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×