Handbolti

Andri Snær úr leik með Akureyri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andri Snær Stefánsson.
Andri Snær Stefánsson. Vísir/Valli
Andri Snær Stefánsson verður ekki meira með Akureyri í Olísdeild karla í vetur en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins.

Meiðslin áttu sér stað í leik gegn Aftureldingu í byrjun nóvember og segir í fréttinni að ýmislegt hafi verið reynt til að koma honum aftur í gang.

Andri Snær fékk sterasprautu í hælinn sem hafi gert honum gott fyrstu um sinn. Hann fann hins vegar fyrir verkjum í æfingaleik á dögunum og síðan þá hefur hann ekkert spilað.

Í ljós hefur komið að sin undir hælnum er illa farin og að stórum hluta losnað frá beininu. Andri verður af þeim sökum frá næstu þrjá mánuðina og er því tímabilinu hans lokið.

Akureyri er í sjöunda sæti deildarinnar með átján stig. Fram og Stjarnan koma næst með þrettán og tólf stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×