Íslandsbanki hagnaðist um 22,8 milljarða króna í fyrra Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2015 08:58 Vísir/Vilhelm Hagnaður Íslandbanka árið 2014 var 22,8 milljarðar króna, eftir skatta. Árið 2013 var hagnaðurinn 23,1 milljarður króna. Arðsemi eftir skatta var 12,8 prósent samanborið við 14,7 prósent 2013. Þetta kemur fram í ársreikningi Íslandsbanka, sem birtur var í dag. Heildar rekstrartekjur bankans voru 42,4 milljarðar í fyrra, en 42,6 milljarðar 2013. Hreinar vaxtatekjur bankans voru 27,1 milljarður króna og höfðu lækkað um 1,3 milljarð á milli ára. Hreinar þóknunartekjur jukust um tíu prósent á milli ára og voru 11,5 milljarðar í fyrra. Í fréttatilkynningu segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:„Árið 2014 var gott ár í rekstri Íslandsbanka. Við höfum unnið markvisst að því að styrkja grunnreksturinn með kostnaðaraðhaldi og tekjuvexti. Hagræðingaraðgerðir hafa skilað árangri en kostnaður af reglulegri starfsemi lækkaði um 2% milli ára, sem er um 4% raunlækkun. Meðal aðgerða sem gripið hefur verið til eru sameiningar útibúa, endurnýjun samninga við birgja auk þess sem starfsmönnum hefur fækkað um 240 frá nóvember 2011. Góður árangur hefur náðst í að auka fjölbreytni í fjármögnun bankans og er hann nú stærsti útgefandi sértryggðra skuldabréfa hér á landi. Íslandsbanki gaf út, fyrstur íslenskra banka, skuldabréf í evrum og stækkaði einnig útgáfu sína í sænskum krónum. Traust staða Íslandsbanka hefur vakið athygli erlendis en bæði Euromoney og The Banker völdu hann besta bankann á Íslandi. Þá var enginn hærri á bankamarkaði en Íslandsbanki í Íslensku ánægjuvoginni. Þessi meðbyr hefur skilað sér í aukinni markaðshlutdeild bankans. Á árinu var mesti útlánavöxtur frá stofnun bankans en ný lán námu 165 milljörðum króna sem er um 80% aukning frá síðasta ári. Mestu verðmæti hvers fyrirtækis felast í ánægðum viðskiptavinum. Það er markmið okkar að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og við vinnum að því markmiði á hverjum degi.“ Hér að neðan má sjá Jón Guðna Ómarsson, fjármálastjóra Íslandsbanka, fara yfir ársuppgjör Íslandsbanka fyrir árið 2014. Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Hagnaður Íslandbanka árið 2014 var 22,8 milljarðar króna, eftir skatta. Árið 2013 var hagnaðurinn 23,1 milljarður króna. Arðsemi eftir skatta var 12,8 prósent samanborið við 14,7 prósent 2013. Þetta kemur fram í ársreikningi Íslandsbanka, sem birtur var í dag. Heildar rekstrartekjur bankans voru 42,4 milljarðar í fyrra, en 42,6 milljarðar 2013. Hreinar vaxtatekjur bankans voru 27,1 milljarður króna og höfðu lækkað um 1,3 milljarð á milli ára. Hreinar þóknunartekjur jukust um tíu prósent á milli ára og voru 11,5 milljarðar í fyrra. Í fréttatilkynningu segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:„Árið 2014 var gott ár í rekstri Íslandsbanka. Við höfum unnið markvisst að því að styrkja grunnreksturinn með kostnaðaraðhaldi og tekjuvexti. Hagræðingaraðgerðir hafa skilað árangri en kostnaður af reglulegri starfsemi lækkaði um 2% milli ára, sem er um 4% raunlækkun. Meðal aðgerða sem gripið hefur verið til eru sameiningar útibúa, endurnýjun samninga við birgja auk þess sem starfsmönnum hefur fækkað um 240 frá nóvember 2011. Góður árangur hefur náðst í að auka fjölbreytni í fjármögnun bankans og er hann nú stærsti útgefandi sértryggðra skuldabréfa hér á landi. Íslandsbanki gaf út, fyrstur íslenskra banka, skuldabréf í evrum og stækkaði einnig útgáfu sína í sænskum krónum. Traust staða Íslandsbanka hefur vakið athygli erlendis en bæði Euromoney og The Banker völdu hann besta bankann á Íslandi. Þá var enginn hærri á bankamarkaði en Íslandsbanki í Íslensku ánægjuvoginni. Þessi meðbyr hefur skilað sér í aukinni markaðshlutdeild bankans. Á árinu var mesti útlánavöxtur frá stofnun bankans en ný lán námu 165 milljörðum króna sem er um 80% aukning frá síðasta ári. Mestu verðmæti hvers fyrirtækis felast í ánægðum viðskiptavinum. Það er markmið okkar að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og við vinnum að því markmiði á hverjum degi.“ Hér að neðan má sjá Jón Guðna Ómarsson, fjármálastjóra Íslandsbanka, fara yfir ársuppgjör Íslandsbanka fyrir árið 2014.
Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira