Innlent

Svöruðu ekki beiðni um að aðstoða við Apple-samning

Bjarki Ármannsson skrifar
Bréfi umboðsaðila tölvurisans Apple til forsætisráðherra og forseta Íslands, varðandi aðstoð við að semja um byggingu gagnavers á Íslandi, var aldrei svarað.
Bréfi umboðsaðila tölvurisans Apple til forsætisráðherra og forseta Íslands, varðandi aðstoð við að semja um byggingu gagnavers á Íslandi, var aldrei svarað. Vísir/Vilhelm
Bréfi Eplis, umboðsaðila tölvurisans Apple hér á landi, til forsætisráðherra og forseta Íslands, varðandi aðstoð við að semja við Apple um byggingu gagnavers á Íslandi, var aldrei svarað. Apple aflaði sér á sínum tíma upplýsinga um Ísland en tilkynnti í morgun að það muni byggja 120 milljarða króna gagnaver í Danmörku.

Það er fréttastofa RÚV sem greinir frá. Bréfið var sent í mars í fyrra en þar er óskað eftir aðstoð við að koma á fundi með ráðamönnum Apple í Bandaríkjunum og vekja áhuga þeirra á því að byggja gagnaver sitt hér. Nokkur bréf til viðbótar voru send til ítrekunar, en þeim ekki heldur svarað.

Í samtali við RÚV segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, að ráðuneytið hafi talið að ráðherra gæti ekki komið að viðskiptasamningum með slíkum hætti án formlegra erinda frá viðkomandi aðilum. Verið sé að kanna hvers vegna póstinum var aldrei svarað.

Þá segist Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, telja að aldrei hafi komið til greina að Apple reisti gagnaver á Íslandi. Fyrirtækið hafi sýnt landinu áhuga en að ýmislegt hafi skemmt fyrir markaðssetningunni hér á landi undanfarin ár og að Ísland hafi ekki getað staðist samkeppnina um gagnaverið vegna skorts á skattaívilnunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×