Mitsubishi og Peugeot-Citroën loka í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2015 11:43 Verksmiðju Mitsubishi og Peugeot-Citroën í Rússlandi hefur nú verið lokað tímabundið. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur loka nú verksmiðjum sínum í Rússlandi, tímabundið eða alfarið. Það er hinn slæmi efnahagur þarlendis sem veldur dræmri sölu bíla. Nú hafa Mitsubishi og Peugeot-Citroën bæst í þann hóp og ætla að loka a.m.k. í nokkrar vikur. Bílasalan hjá Peugeot-Citroën svo að segja hrundi í janúar í Rússlandi og féll um 75%. Fyrirtækið seldi aðeins 898 bíla í þessum mánuði. Ekki gekk alveg eins illa hjá Mitsubishi en salan minnkaði engu að síður um 32% og nam 3.220 bílum. Í heildina féll bílasala í Rússlandi um 24% í janúar. Mitsubishi og Peugeot-Citroën framleiða bíla í sameiginlegri verksmiðju í Kaluga, 180 km suðvestur af Moskvu, og opnaði þessi verksmiðja árið 2012. Á þeim tíma var því spáð að bílasala í Rússlandi færi brátt fram úr bílasölu í Þýskalandi og tæki með því forystu sem mesta bílasöluland Evrópu. Sú hefur þó ekki orðið raunin og efnahagslægðin í Rússlandi, stríðsbröltið í Úkraínu og viðskiptaþvinganir í kjölfar þess hefur minnkað svo mjög bílasölu að hver framleiðandinn á fætur öðrum hefur stöðvað eða minnkað mjög framleiðslu sína. Verksmiðja Mitsubishi og Peugeot-Citroën getur framleitt 125.000 bíla ári en þar voru aðeins framleiddir 21.800 bílar árið 2013 og enn færri nú. Bílarnir Citroën C4 og Peugeot 408 eru framleiddir í Kaluga, sem og Mitsubishi Pajero Sport og Outlander. Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent
Fleiri og fleiri bílaframleiðendur loka nú verksmiðjum sínum í Rússlandi, tímabundið eða alfarið. Það er hinn slæmi efnahagur þarlendis sem veldur dræmri sölu bíla. Nú hafa Mitsubishi og Peugeot-Citroën bæst í þann hóp og ætla að loka a.m.k. í nokkrar vikur. Bílasalan hjá Peugeot-Citroën svo að segja hrundi í janúar í Rússlandi og féll um 75%. Fyrirtækið seldi aðeins 898 bíla í þessum mánuði. Ekki gekk alveg eins illa hjá Mitsubishi en salan minnkaði engu að síður um 32% og nam 3.220 bílum. Í heildina féll bílasala í Rússlandi um 24% í janúar. Mitsubishi og Peugeot-Citroën framleiða bíla í sameiginlegri verksmiðju í Kaluga, 180 km suðvestur af Moskvu, og opnaði þessi verksmiðja árið 2012. Á þeim tíma var því spáð að bílasala í Rússlandi færi brátt fram úr bílasölu í Þýskalandi og tæki með því forystu sem mesta bílasöluland Evrópu. Sú hefur þó ekki orðið raunin og efnahagslægðin í Rússlandi, stríðsbröltið í Úkraínu og viðskiptaþvinganir í kjölfar þess hefur minnkað svo mjög bílasölu að hver framleiðandinn á fætur öðrum hefur stöðvað eða minnkað mjög framleiðslu sína. Verksmiðja Mitsubishi og Peugeot-Citroën getur framleitt 125.000 bíla ári en þar voru aðeins framleiddir 21.800 bílar árið 2013 og enn færri nú. Bílarnir Citroën C4 og Peugeot 408 eru framleiddir í Kaluga, sem og Mitsubishi Pajero Sport og Outlander.
Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent