23,2 milljónir til að gera borgina betri Svafar Helgason skrifar 23. febrúar 2015 10:51 Nú er hafin kosning á þeim hugmyndum í ,,Betra hverfi" verkefninu, sem hafa fengið grænt ljós frá Umhverfis- og skipulags-sviði (USK) sem og hverfisráðunum. Við í hverfisráði miðborgarinnar fengum í kringum 20 hugmyndir frá USK sem höfðu verið grisjaðar úr u.þ.b. 50 innsendingum. Eftir að hafa farið yfir allar hugmyndir og röksemdafærslu USK, um af hverju sumar þeirra voru ekki tiltækar í kosningu, sammældumst við í ráðinu um að vera ekkert að eiga frekar við lýðræðilega raðaðan lista íbúa. Engar tillögur voru fjarlægðar né þeim bætt inn af okkur, og við töldum rétt að virða niðurstöðu fyrstu kosningunar og þær tillögur sem að uppfylla skilyrði USK. Virðing fyrir lýðræðislegum ferlum þessa verkefnis er nauðsynleg til þess að það nái fram að ganga. Betri hverfi verkefnið er hugsað sem vettvangur fyrir íbúa hverfa. Þetta markmið sést meðal annars á því að útdeiling fjármagnsins í þessu verkefni fer eftir íbúafjölda á hverju svæði fyrir sig, ekki eftir fjölda atvinnustaða, ásókn ferðamanna, fjölda hótela né umgangi í kringum verslun og þjónustu. Mig langar að hvetja íbúa miðborgar að nálgast verkefnið með það í huga, að þessir fjármunir eru ætlaðir til að bæta hverfið gagnvart þeim fyrst og fremst. Ég vil biðja íbúa að reyna að nýta þessa fjármuni sem best, og jafnvel að benda á að ekki þarf að velja verkefni sem nú þegar eru á dagská til framkvæmda, né verkefni eins og fegrunaraðgerðir á kennileitum sem eiga einfaldlega að vera í lagi. Ef miðborg Reykjavíkur á að líta vel út, þrátt fyrir mikin umgang utanaðkomandi íbúa, þá er það borgarfulltrúanna að sjá til þess. Það er mín einlæga skoðun, að ef ráðhúsið og umhverfi þess á að vera borginni til sóma, þá eigi ekki að eyða þessu litla fjármagni sem er ætlað íbúum hverfa til viðhalds þess. Við höfum 23,2 miljónir til að gera gott fyrir okkur sjálf og umhverfi okkar. Nýtum þær vel og gerum okkur góðan dag í fallegri borg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svafar Helgason Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Nú er hafin kosning á þeim hugmyndum í ,,Betra hverfi" verkefninu, sem hafa fengið grænt ljós frá Umhverfis- og skipulags-sviði (USK) sem og hverfisráðunum. Við í hverfisráði miðborgarinnar fengum í kringum 20 hugmyndir frá USK sem höfðu verið grisjaðar úr u.þ.b. 50 innsendingum. Eftir að hafa farið yfir allar hugmyndir og röksemdafærslu USK, um af hverju sumar þeirra voru ekki tiltækar í kosningu, sammældumst við í ráðinu um að vera ekkert að eiga frekar við lýðræðilega raðaðan lista íbúa. Engar tillögur voru fjarlægðar né þeim bætt inn af okkur, og við töldum rétt að virða niðurstöðu fyrstu kosningunar og þær tillögur sem að uppfylla skilyrði USK. Virðing fyrir lýðræðislegum ferlum þessa verkefnis er nauðsynleg til þess að það nái fram að ganga. Betri hverfi verkefnið er hugsað sem vettvangur fyrir íbúa hverfa. Þetta markmið sést meðal annars á því að útdeiling fjármagnsins í þessu verkefni fer eftir íbúafjölda á hverju svæði fyrir sig, ekki eftir fjölda atvinnustaða, ásókn ferðamanna, fjölda hótela né umgangi í kringum verslun og þjónustu. Mig langar að hvetja íbúa miðborgar að nálgast verkefnið með það í huga, að þessir fjármunir eru ætlaðir til að bæta hverfið gagnvart þeim fyrst og fremst. Ég vil biðja íbúa að reyna að nýta þessa fjármuni sem best, og jafnvel að benda á að ekki þarf að velja verkefni sem nú þegar eru á dagská til framkvæmda, né verkefni eins og fegrunaraðgerðir á kennileitum sem eiga einfaldlega að vera í lagi. Ef miðborg Reykjavíkur á að líta vel út, þrátt fyrir mikin umgang utanaðkomandi íbúa, þá er það borgarfulltrúanna að sjá til þess. Það er mín einlæga skoðun, að ef ráðhúsið og umhverfi þess á að vera borginni til sóma, þá eigi ekki að eyða þessu litla fjármagni sem er ætlað íbúum hverfa til viðhalds þess. Við höfum 23,2 miljónir til að gera gott fyrir okkur sjálf og umhverfi okkar. Nýtum þær vel og gerum okkur góðan dag í fallegri borg.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar