Lífið

Óskarinn 2015: Bestu augnablikin

Lady Gaga, með hanskana umtöluðu og Keira Knightley á rauða dreglinum.
Lady Gaga, með hanskana umtöluðu og Keira Knightley á rauða dreglinum.
Neil Patrick HarrisVísir/getty
Kynnirinn Neil Patrick Harris tók atriði úr kvikmyndinni Birdman sem endaði með því að hann stóð á sviðinu á nærbuxunum einum fata.

Reese WitherspoonVísir/getty
Leikkonan Reese Witherspoon gengur inn á sviðið, sem var í anda leikmyndarinnar í The Grand Budapest Hotel.

Jennifer Aniston og Emma StoneVísir/getty
Leikkonurnar Jennifer Aniston og Emma Stone eru greinilega nýju bestu vinkonurnar í Hollywood og gáfu þær hvorri annarri stórt faðmlag á rauða dreglinum.

Neil Patrick HarrisVísir/getty
Neil Patrick Harris les Óskarsspánna sína sem hann hafði læst í boxi fyrir kvöldið og opnaði í lok hátíðarinnar. Spáin var grunsamlega nákvæm og þónokkuð skondin.

Graham MooreVísir/getty
Graham Moore flutti áhrifaríka ræðu þegar hann fékk Óskarinn fyrir handrit sitt að The Imitation Game. Hann sagðist tileinka verðlaunin þeim sem hefðu framið sjálfsvíg, en sjálfur hafi hann reynt það þegar hann var sextán ára, vegna þess að honum fannst hann vera öðruvísi. Hann hvatti fólk til að þora að vera öðruvísi og vera það sjálft.

Flutningur á laginu úr LEGO myndinni.Vísir/getty
Flutningurinn á laginu Everything is awesome úr LEGO myndinni, var ansi skrautlegur. Ekki var „sýru-poppið" allra en á sviðinu mátti sjá allskyns fígúrur. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×