Lífið

Færeysk fjögurra barna móðir flaug áfram

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Kitty Madsen söng sig inn í hug og hjörtu áhorfenda allra.
Kitty Madsen söng sig inn í hug og hjörtu áhorfenda allra. vísir/andri marinó
Kitty Madsen er 29 ára færeysk fimm barna móðir sem ætlaði ekki að taka þátt í Ísland got Talent en kærastinn hennar skráði hana gegn hennar vitund. Hún söng lag Rascal Flatts, I Won‘t Let Go. Þetta var í fyrsta skipti sem hún syngur fyrir fullan sal af fólki.

„Þetta er svo fallegt að ég gæti óskað mér að ég ætti drenginn,“ sagði Auðunn Blöndal þegar hún hóf að syngja og dómararnir voru allir á sama máli. Fjögur já var niðurstaðan þó Jón Jónsson hafi kvartað yfir því að hún hafi ekki opnað augun sín á meðan flutningi stóð.

Þetta er ekki fyrsti nágranni okkar sem heimsækir landið til að taka þátt því áður hafa tveir Grænlendingar komið til að taka þátt í Ísland got Talent.






Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.