„Hreinlega náðu ekki andanum“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. febrúar 2015 12:56 „Það er eiginlega óhætt að segja að það var ekkert hægt að leita. Við komumst aldrei inn á það svæði sem við teljum líklegt til leitar,“ segir Svanur Sævar Lárusson, sem er í svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurlandi. Konan sem leitað hefur verið að við Mýrdalsjökul er enn ófundin. Björgunarsveitarmenn þurftu frá að hverfa á fimmta tímanum í nótt vegna aftakaveðurs en vonast er til að hægt verði að hefja leit að nýju síðar í dag eða í kvöld. „Menn sáu ekki húddið á bílunum og þeir ætluðu að reyna að fara þarna til að teppa úr dekkjum en þeir urðu að reyna að útbúa skjól fyrst með bílum því þeir hreinlega náðu ekki andanum, slíkur var þrýstingurinn í rokinu,“ bætir Svanur við. Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út síðdegis í gær til að leita að konunni. Ekkert hafði þá heyrst frá henni síðan í hádeginu á föstudaginn. Konan sem er vön ferðalögum við erfiðar aðstæður er erlend en búsett á Íslandi. „Fyrstu sleðar og bílar voru farnir af stað rétt um ellefu. Það er nú reyndar þannig að sleðar fóru ekkert því það var ekkert vit í því að senda þá af stað þegar þeir voru komnir inneftir þannig að snjóbíll og jeppar héldu af stað og til að reyna að komast í alla þá skála sem eru þarna uppfrá, það eru þó nokkrir skálar þarna á leiðinni,“ segir Svanur. Hann segir konuna hafa ætlað að gista í tjaldi en vonast til að hún hafi fundið sér skjól í einum af nokkrum skálum á svæðinu. Hann segir hana vel útbúna og er því bjartsýnn. Svæðisstjórnin hittist á fundi fyrir hádegi til að meta stöðuna, að sögn Svans. „Veðurspáin er enn mjög ljót og veðrið er að ná hámarki svona um og upp úr hádegi. Þannig að hugmyndin væri að senda fleiri snjóbíla á svæðið, þá væri kannski hægt að hefja leit síðar í dag eða kvöld,“ segir hann að lokum. Tengdar fréttir Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Það er eiginlega óhætt að segja að það var ekkert hægt að leita. Við komumst aldrei inn á það svæði sem við teljum líklegt til leitar,“ segir Svanur Sævar Lárusson, sem er í svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurlandi. Konan sem leitað hefur verið að við Mýrdalsjökul er enn ófundin. Björgunarsveitarmenn þurftu frá að hverfa á fimmta tímanum í nótt vegna aftakaveðurs en vonast er til að hægt verði að hefja leit að nýju síðar í dag eða í kvöld. „Menn sáu ekki húddið á bílunum og þeir ætluðu að reyna að fara þarna til að teppa úr dekkjum en þeir urðu að reyna að útbúa skjól fyrst með bílum því þeir hreinlega náðu ekki andanum, slíkur var þrýstingurinn í rokinu,“ bætir Svanur við. Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út síðdegis í gær til að leita að konunni. Ekkert hafði þá heyrst frá henni síðan í hádeginu á föstudaginn. Konan sem er vön ferðalögum við erfiðar aðstæður er erlend en búsett á Íslandi. „Fyrstu sleðar og bílar voru farnir af stað rétt um ellefu. Það er nú reyndar þannig að sleðar fóru ekkert því það var ekkert vit í því að senda þá af stað þegar þeir voru komnir inneftir þannig að snjóbíll og jeppar héldu af stað og til að reyna að komast í alla þá skála sem eru þarna uppfrá, það eru þó nokkrir skálar þarna á leiðinni,“ segir Svanur. Hann segir konuna hafa ætlað að gista í tjaldi en vonast til að hún hafi fundið sér skjól í einum af nokkrum skálum á svæðinu. Hann segir hana vel útbúna og er því bjartsýnn. Svæðisstjórnin hittist á fundi fyrir hádegi til að meta stöðuna, að sögn Svans. „Veðurspáin er enn mjög ljót og veðrið er að ná hámarki svona um og upp úr hádegi. Þannig að hugmyndin væri að senda fleiri snjóbíla á svæðið, þá væri kannski hægt að hefja leit síðar í dag eða kvöld,“ segir hann að lokum.
Tengdar fréttir Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15