„Hreinlega náðu ekki andanum“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. febrúar 2015 12:56 „Það er eiginlega óhætt að segja að það var ekkert hægt að leita. Við komumst aldrei inn á það svæði sem við teljum líklegt til leitar,“ segir Svanur Sævar Lárusson, sem er í svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurlandi. Konan sem leitað hefur verið að við Mýrdalsjökul er enn ófundin. Björgunarsveitarmenn þurftu frá að hverfa á fimmta tímanum í nótt vegna aftakaveðurs en vonast er til að hægt verði að hefja leit að nýju síðar í dag eða í kvöld. „Menn sáu ekki húddið á bílunum og þeir ætluðu að reyna að fara þarna til að teppa úr dekkjum en þeir urðu að reyna að útbúa skjól fyrst með bílum því þeir hreinlega náðu ekki andanum, slíkur var þrýstingurinn í rokinu,“ bætir Svanur við. Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út síðdegis í gær til að leita að konunni. Ekkert hafði þá heyrst frá henni síðan í hádeginu á föstudaginn. Konan sem er vön ferðalögum við erfiðar aðstæður er erlend en búsett á Íslandi. „Fyrstu sleðar og bílar voru farnir af stað rétt um ellefu. Það er nú reyndar þannig að sleðar fóru ekkert því það var ekkert vit í því að senda þá af stað þegar þeir voru komnir inneftir þannig að snjóbíll og jeppar héldu af stað og til að reyna að komast í alla þá skála sem eru þarna uppfrá, það eru þó nokkrir skálar þarna á leiðinni,“ segir Svanur. Hann segir konuna hafa ætlað að gista í tjaldi en vonast til að hún hafi fundið sér skjól í einum af nokkrum skálum á svæðinu. Hann segir hana vel útbúna og er því bjartsýnn. Svæðisstjórnin hittist á fundi fyrir hádegi til að meta stöðuna, að sögn Svans. „Veðurspáin er enn mjög ljót og veðrið er að ná hámarki svona um og upp úr hádegi. Þannig að hugmyndin væri að senda fleiri snjóbíla á svæðið, þá væri kannski hægt að hefja leit síðar í dag eða kvöld,“ segir hann að lokum. Tengdar fréttir Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
„Það er eiginlega óhætt að segja að það var ekkert hægt að leita. Við komumst aldrei inn á það svæði sem við teljum líklegt til leitar,“ segir Svanur Sævar Lárusson, sem er í svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurlandi. Konan sem leitað hefur verið að við Mýrdalsjökul er enn ófundin. Björgunarsveitarmenn þurftu frá að hverfa á fimmta tímanum í nótt vegna aftakaveðurs en vonast er til að hægt verði að hefja leit að nýju síðar í dag eða í kvöld. „Menn sáu ekki húddið á bílunum og þeir ætluðu að reyna að fara þarna til að teppa úr dekkjum en þeir urðu að reyna að útbúa skjól fyrst með bílum því þeir hreinlega náðu ekki andanum, slíkur var þrýstingurinn í rokinu,“ bætir Svanur við. Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út síðdegis í gær til að leita að konunni. Ekkert hafði þá heyrst frá henni síðan í hádeginu á föstudaginn. Konan sem er vön ferðalögum við erfiðar aðstæður er erlend en búsett á Íslandi. „Fyrstu sleðar og bílar voru farnir af stað rétt um ellefu. Það er nú reyndar þannig að sleðar fóru ekkert því það var ekkert vit í því að senda þá af stað þegar þeir voru komnir inneftir þannig að snjóbíll og jeppar héldu af stað og til að reyna að komast í alla þá skála sem eru þarna uppfrá, það eru þó nokkrir skálar þarna á leiðinni,“ segir Svanur. Hann segir konuna hafa ætlað að gista í tjaldi en vonast til að hún hafi fundið sér skjól í einum af nokkrum skálum á svæðinu. Hann segir hana vel útbúna og er því bjartsýnn. Svæðisstjórnin hittist á fundi fyrir hádegi til að meta stöðuna, að sögn Svans. „Veðurspáin er enn mjög ljót og veðrið er að ná hámarki svona um og upp úr hádegi. Þannig að hugmyndin væri að senda fleiri snjóbíla á svæðið, þá væri kannski hægt að hefja leit síðar í dag eða kvöld,“ segir hann að lokum.
Tengdar fréttir Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15