Telur líkur á að forseti vísi veiðigjöldum í þjóðaratkvæði Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2015 12:15 Forseti Íslands varð ekki við áskorun 35 þúsund manna árið 2013 um að vísa tímabundinni lækkun veiðigjalda til þjóðarinnar en sagði málið geta átt heima hjá þjóðinni við aðrar aðstæður. Formaður Samfylkingarinnar telur líkur á að forseti Íslands muni vísa lögum um varanlega lækkun veiðigjalda til þjóðarinnar verði slík lög samþykkt á Alþingi. Sjávarútvegsráðherra hefur hins vegar ekki gert upp við sig hvort hann leggi slíkt frumvarp fram, þótt vilji sé til þess innan Sjálfstæðisflokksins. Veiðigjöld voru fyrst lögð á útgerðir landsins í tíð síðustu ríkisstjórnar. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum var eitt hennar fyrstu verka að boða lækkun á veiðigjöldunum sem varð tilefni til þess að safnað var um 35 þúsund undirskriftum við áskorun til forseta Íslands árið 2013 um að samþiggja ekki lög þar að lútandi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að nú sé greinilegt að Sjálfstæðisflokkurinn ætli ekki að standa við þann þátt sáttanefndar um stjórn fiskveiða um að þjóðareign á auðlindum sjávar yrði tryggð í stjórnarskrá. Þá boðaði hann harða andstöðu minnihlutans á Alþingi ef fram kæmi frumvarp með varanlegu ákvæði í lögum um lækkað veiðigjald, en ríkisstjórnin hefur lækkað gjöldin í tvígang sem nemur milljörðum á ári. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sagðist í fréttum okkar í gær vonast til að fram kæmi frumvarp um varanlega útfærslu veiðigjaldanna. En Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segist ekki búinn að ákveða hvort það verði gert eða hvort hann muni aftur leggja fram frumvarp um veiðigjöld til eins árs. „Og ég minni á það að forseti Íslands sagði þegar hann staðfesti lögin um tímabundna lækkun veiðigjaldsins sumarið 2013, að það mál ætti vel heima í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og varanleg lækkun veiðigjalda hlyti að vera atriði sem þyrfti að koma til álita þjóðarinnar,“ segir Árni Páll. Ólafur Ragnar Grímsson varð ekki við áskorun 35 þúsund manna við að staðfesta ekki lögin sem lækkuðu veiðigjöldin í fyrra skiptið árið 2013. Hann boðaði til fréttamannafundar hinn 9. júní það ár og sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í henni sagði m.a. að þegar forseti hefði á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar vísað lögum til þjóðarinnar hafi þau varðað grundvallaratriði í lýðræðisskipan eða efnahagslegt sjálfstæði Íslendinga. „Nýting höfuðauðlinda þjóðarinnar er á vissan hátt hliðstætt grundvallarmál, bæði skipan fiskveiða og greiðslur vegna afnota.“ sagði forsetinn. Lögin fælu hins vegar ekki í sér breytingu á skipan fiskveiða og áfram yrði greitt veiðigjald. Lögin fælu í sér tímabundnar breytingar á veiðigjöldum og að vísa lögum af því tagi í þjóðaratkvæðagreiðslu væri svo afdrifaríkt fordæmi að víðtækar umræður og afar breiður þjóðarvilji þyrfti að vera á bak við slíka nýskipan í meðferð skattlagningar. Forsetinn hvatti aftur á móti stjórnvöld, Alþingi og ríkisstjórn, til að kappkosta við boðaða endurskoðun laganna að ná varanlegri og víðtækri sátt um skipan fiskveiða og arðgreiðslur til þjóðarinnar enda sýndi fjöldi undirskrifta vegna laganna um veiðigjald að almenningur hefði ríkan vilja og réttlætiskennd í þessum málum.Yfirlýsing forseta í heild sinni:9. júní 2013Þegar ég hef á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar vísað lögum til þjóðarinnar hafa þau varðað grundvallaratriði í lýðræðisskipan eða efnahagslegt sjálfstæði Íslendinga. Nýting höfuðauðlinda þjóðarinnar er á vissan hátt hliðstætt grundvallarmál, bæði skipan fiskveiða og greiðslur vegna afnota. Með lögunum um veiðigjald, sem Alþingi hefur nú afgreitt, er ekki verið að breyta skipan fiskveiða og áfram verður greitt veiðigjald til þjóðarinnar bæði almennt veiðigjald og sérstakt veiðigjald; heildargreiðslur vegna nýtingar auðlindarinnar á næsta ári verða um 10 milljarðar króna.Meginefni laganna er að áformuð hækkun veiðigjalda kemur ekki til framkvæmda og breytt er hlutföllum milli uppsjávarveiða og botnfiskveiða; greiðslur einstakra fyrirtækja ýmist lækka eða hækka. Forsenda laganna er einnig að þessi gjöld verða endurskoðuð á næsta þingi.Lögin fela því ekki í sér grundvallarbreytingu á nýtingu auðlindarinnar en kveða á um tímabundnar breytingar á greiðslum til ríkisins, sköttum vegna nýtingar. Að vísa lögum af því tagi í þjóðaratkvæðagreiðslu væri svo afdrifaríkt fordæmi að víðtækar umræður og afar breiður þjóðarvilji þyrfti að vera á bak við slíka nýskipan í meðferð skattlagningar, þjóðaratkvæðagreiðslur um hækkanir eða lækkanir á einstökum tekjuliðum ríkisins.Ég hef þess vegna ákveðið að staðfesta lögin en árétta um leið hvatningu til stjórnvalda, Alþingis og ríkisstjórnar, um að kappkosta að við boðaða endurskoðun að ná varanlegri og víðtækri sátt um skipan fiskveiða og arðgreiðslur til þjóðarinnar enda sýnir fjöldi undirskrifta vegna laganna um veiðigjald að almenningur hefur ríkan vilja og réttlætiskennd í þessum málum. Sátt um nýtingu höfuðauðlindar Íslendinga er í senn forsenda farsældar í landinu og siðferðileg skylda okkar allra. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar telur líkur á að forseti Íslands muni vísa lögum um varanlega lækkun veiðigjalda til þjóðarinnar verði slík lög samþykkt á Alþingi. Sjávarútvegsráðherra hefur hins vegar ekki gert upp við sig hvort hann leggi slíkt frumvarp fram, þótt vilji sé til þess innan Sjálfstæðisflokksins. Veiðigjöld voru fyrst lögð á útgerðir landsins í tíð síðustu ríkisstjórnar. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum var eitt hennar fyrstu verka að boða lækkun á veiðigjöldunum sem varð tilefni til þess að safnað var um 35 þúsund undirskriftum við áskorun til forseta Íslands árið 2013 um að samþiggja ekki lög þar að lútandi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að nú sé greinilegt að Sjálfstæðisflokkurinn ætli ekki að standa við þann þátt sáttanefndar um stjórn fiskveiða um að þjóðareign á auðlindum sjávar yrði tryggð í stjórnarskrá. Þá boðaði hann harða andstöðu minnihlutans á Alþingi ef fram kæmi frumvarp með varanlegu ákvæði í lögum um lækkað veiðigjald, en ríkisstjórnin hefur lækkað gjöldin í tvígang sem nemur milljörðum á ári. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sagðist í fréttum okkar í gær vonast til að fram kæmi frumvarp um varanlega útfærslu veiðigjaldanna. En Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segist ekki búinn að ákveða hvort það verði gert eða hvort hann muni aftur leggja fram frumvarp um veiðigjöld til eins árs. „Og ég minni á það að forseti Íslands sagði þegar hann staðfesti lögin um tímabundna lækkun veiðigjaldsins sumarið 2013, að það mál ætti vel heima í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og varanleg lækkun veiðigjalda hlyti að vera atriði sem þyrfti að koma til álita þjóðarinnar,“ segir Árni Páll. Ólafur Ragnar Grímsson varð ekki við áskorun 35 þúsund manna við að staðfesta ekki lögin sem lækkuðu veiðigjöldin í fyrra skiptið árið 2013. Hann boðaði til fréttamannafundar hinn 9. júní það ár og sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í henni sagði m.a. að þegar forseti hefði á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar vísað lögum til þjóðarinnar hafi þau varðað grundvallaratriði í lýðræðisskipan eða efnahagslegt sjálfstæði Íslendinga. „Nýting höfuðauðlinda þjóðarinnar er á vissan hátt hliðstætt grundvallarmál, bæði skipan fiskveiða og greiðslur vegna afnota.“ sagði forsetinn. Lögin fælu hins vegar ekki í sér breytingu á skipan fiskveiða og áfram yrði greitt veiðigjald. Lögin fælu í sér tímabundnar breytingar á veiðigjöldum og að vísa lögum af því tagi í þjóðaratkvæðagreiðslu væri svo afdrifaríkt fordæmi að víðtækar umræður og afar breiður þjóðarvilji þyrfti að vera á bak við slíka nýskipan í meðferð skattlagningar. Forsetinn hvatti aftur á móti stjórnvöld, Alþingi og ríkisstjórn, til að kappkosta við boðaða endurskoðun laganna að ná varanlegri og víðtækri sátt um skipan fiskveiða og arðgreiðslur til þjóðarinnar enda sýndi fjöldi undirskrifta vegna laganna um veiðigjald að almenningur hefði ríkan vilja og réttlætiskennd í þessum málum.Yfirlýsing forseta í heild sinni:9. júní 2013Þegar ég hef á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar vísað lögum til þjóðarinnar hafa þau varðað grundvallaratriði í lýðræðisskipan eða efnahagslegt sjálfstæði Íslendinga. Nýting höfuðauðlinda þjóðarinnar er á vissan hátt hliðstætt grundvallarmál, bæði skipan fiskveiða og greiðslur vegna afnota. Með lögunum um veiðigjald, sem Alþingi hefur nú afgreitt, er ekki verið að breyta skipan fiskveiða og áfram verður greitt veiðigjald til þjóðarinnar bæði almennt veiðigjald og sérstakt veiðigjald; heildargreiðslur vegna nýtingar auðlindarinnar á næsta ári verða um 10 milljarðar króna.Meginefni laganna er að áformuð hækkun veiðigjalda kemur ekki til framkvæmda og breytt er hlutföllum milli uppsjávarveiða og botnfiskveiða; greiðslur einstakra fyrirtækja ýmist lækka eða hækka. Forsenda laganna er einnig að þessi gjöld verða endurskoðuð á næsta þingi.Lögin fela því ekki í sér grundvallarbreytingu á nýtingu auðlindarinnar en kveða á um tímabundnar breytingar á greiðslum til ríkisins, sköttum vegna nýtingar. Að vísa lögum af því tagi í þjóðaratkvæðagreiðslu væri svo afdrifaríkt fordæmi að víðtækar umræður og afar breiður þjóðarvilji þyrfti að vera á bak við slíka nýskipan í meðferð skattlagningar, þjóðaratkvæðagreiðslur um hækkanir eða lækkanir á einstökum tekjuliðum ríkisins.Ég hef þess vegna ákveðið að staðfesta lögin en árétta um leið hvatningu til stjórnvalda, Alþingis og ríkisstjórnar, um að kappkosta að við boðaða endurskoðun að ná varanlegri og víðtækri sátt um skipan fiskveiða og arðgreiðslur til þjóðarinnar enda sýnir fjöldi undirskrifta vegna laganna um veiðigjald að almenningur hefur ríkan vilja og réttlætiskennd í þessum málum. Sátt um nýtingu höfuðauðlindar Íslendinga er í senn forsenda farsældar í landinu og siðferðileg skylda okkar allra.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira