Viðskipti erlent

Í beinni: Apple kynnir iWatch

ingvar haraldsson skrifar
Apple kynnir nýjustu vöru sína, snjallúrið iWatch, í San Francisco klukkan fimm að íslenskum tíma.
Apple kynnir nýjustu vöru sína, snjallúrið iWatch, í San Francisco klukkan fimm að íslenskum tíma. vísir/vogue
Apple kynnir nýjustu vöru sína, snjallúrið iWatch, í San Francisco klukkan fimm að íslenskum tíma.

Hægt er að fylgjast með kynningunni í beinni á vef Apple.

Búist er við að fyrirtækið tilkynni hvernig úrið virki nákvæmlega, ásamt því að upplýsa um hvað úrið eigi að kost og hvort það verði fáanlegt í mörgum tegundum.

Einnig er talið að fyrirtækið muni kynna öpp fyrir snjallúrið sem og upplýsingar um minni þess, örgjafa og rafhlöðuendingu.

Ekki er loku fyrir það skotið að ný fartölva frá Apple verði einnig kynnt. Sú á að ganga undir nafninu Retina MacBook Air, en The Wall Street Journal, segir að von sé á henni á næstunni.

Hægt verður að fylgjast með umræðunni á Twitter um kynninguna hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×