Innlent

Um 200 ferðalangar veðurtepptir í Staðarskála

Birgir Olgeirsson skrifar
Um 200 ferðalangar veðurtepptir í Staðarskála vegna ófærðar á Holtavörðuheiði. Hins vegar er fært um Laxárdalsheiði og Heydal.
Um 200 ferðalangar veðurtepptir í Staðarskála vegna ófærðar á Holtavörðuheiði. Hins vegar er fært um Laxárdalsheiði og Heydal. Vísir/Gyða Lóa
Um 200 manns eru veðurtepptir í Staðarskála í Hrútafirði vegna ófærðar á Holtavörðuheiði og hefur engin ákvörðun verið tekin um mokstur. Snjómokstursbíllinn situr fastur á Holtavörðuheiði og er það því forgangsverkefni hjá Vegagerðinni að losa bílinn og koma þeim vegfarendum niður af heiðinni sem sitja þar fastir.

„Staðan á heiðinni er mjög slæm. Það er verið að greiða úr þessu og við erum að vinna í því að komast að snjómoksturbílnum sem fór út af á heiðinni og ég er að vona að það gerist fljótlega. En þetta er bara þreifandi hríð og kolvitlaust veður,“ segir Guðmundur Sigurðsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni á Hvammstanga, sem hefur umsjón með mokstri á Holtavörðuheiði. Spáin er ekki góð fyrir kvöldið og spáir kolvitlausu veðri á heiðinni fram eftir nóttu. Engar ákvarðanir hafa því verið teknar um mokstur.

Guðmundur bendir þó vegfarendum á að fært er um Laxárdalsheiði og Heydal og geta þeir því sem eru veðurtepptir í Staðarskála farið þá leið. „Það er næsta leið en hún er töluvert lengri en þar er fært.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×