Handbolti

ÍBV setur pressu á Hauka

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vera Lopez skoraði sjö mörk.
Vera Lopez skoraði sjö mörk. Vísir/Þórdís
ÍBV vann KA/Þór í Olís-deild kvenna í dag en lokatölur urðu, 23-15. Góður kafli undir lok fyrri hálfleiks lagði grunninn að sigrinum.

Gestirnir frá Akureyri byrjuðu betur. Þeir komust meðal annars í 2-6, en þá kom frábær kafli hjá heimastúlkum.

Þær skoruðu átta mörk í röð og staðan orðin 11-6 ÍBV í vil, en staðan í hálfleik var 10-6.

Í síðari hálfleik höfðu heimastúlkur alltaf forystuna, en gestirnir náðu þó meðal annars að minnka muninn í eitt mark 15-14.

Nær komust þær ekki og Eyjastúlkur skoruðu sjö síðustu mörkin. Lokatölur urðu 23-15.

Vera Lopez skoraði sjö mörk fyrir ÍBV, en Kristrún Ósk Hlynsdóttir skoraði fimm mörk. Paula Chirila skoraði fjögur mörk fyrir gestina.

ÍBV er í fimmta sætinu með 24 stig, tveimur á eftir Haukum sem er í fjórða sætinu. Fjórða sætið gefur heimavallarrétt í úrslitakeppninni. KA/Þór er í næst neðsta sæti með fimm stig.

Mörk ÍBV: Vera Lopez 7, Kristrún Ósk Hlynsdóttir 5, Elín Anna Baldursdóttir 4, Ester Óskarsdóttir 3, Telma Amado 2, Díana Dögg Magnúsdóttir 2.

Mörk KA/Þór: Paula Chirila 4, Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 3, Arna Kristín Einarsdóttir 2, Birta Fönn Sveinsdóttir 2, Arna Valgerður Erlingsdóttir 2, Laufey Lára Höskuldsdóttir 1, Ásdís GUðmundsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×