Opið bréf verjanda í "LÖKE-máli“ Garðar Steinn Ólafsson skrifar 8. mars 2015 14:00 Þegar skjólstæðingur minn sem starfar sem lögreglumaður hjá embætti Lögreglustjóra á höfuð-borgarsvæði var í apríl á síðasta ári borinn röngum sökum af Öldu Hrönn Jóhannsdóttur að-stoðarlögreglustjóra tóku DV og Pressan fullan þátt í því með öðrum fjölmiðlum að mála hann upp sem skrímsli. Rógburður nafnlausra heimildamanna innan lögreglu þótti nægilega fréttnæmur til þess að birta bæði nafn og mynd þess manns sem sat saklaus undir fordæmalausum árásum vegna aðgerða fólks í sama einkennisbúning og hann. Fólks sem hann átti að geta treyst til að beita völdum sínum af ábyrgð, hlutlægni og heiðarleika. DV gekk svo langt að leita til fleiri nafnlausra heimildamanna til að bera nýjar sakir á skjól-stæðing minn og ýjuðu að því að hann hefði áður gerst sekur um alls kyns afbrot. Þeir heimilda-menn virðast hafa verið annaðhvort illa upplýstir eða illa innrættir, þar sem ekki var meira hæft í þeim ásökunum en öðrum í þessu máli.Ákæra byggð á röngum upplýsingum frá lögreglu Mikið hefur gengið á í vikunni sem er að ljúka. Nær allir fjölmiðlar á Íslandi hafa fjallað ítarlega um það að ríkissaksóknari hafi fallið frá ákærulið um meinta misnotkun á LÖKE og krefjist ekki refsingar í málinu. Embættið hefur viðurkennt skelfileg mistök og komið hefur í ljós að ákæra byggðist á röngum upplýsingum frá rannsakendum. Ekki orð af því sem fjölmiðlar ásökuðu skjólstæðing minn um var þannig sannleikanum samkvæmt. Allt bendir til þess að með því að „leka“ ósönnum sögum um skjólstæðing minn hafi tilteknir aðilar sem aðgang höfðu að rannsóknargögnum getað fengið fjölmiðla til að birta viðurstyggilegar ásakanir í garð þriggja saklausra manna. „Heimildamenn“ sem eru tilbúnir að brjóta þagnarskyldu sína með taktískri notkun leka til valinna fjölmiðlamanna virðast geta sagt ósatt um þau trúnaðarmál sem þeir segjast vera að upplýsa fjölmiðla um. Það er eitthvað sem fjölmiðlar þurfa að hafa betur í huga.Ekki fréttnæmt að þær sakargiftir séu rangar? Það vakti óneitanlega furðu verjanda að þegar vinnudeginum lauk á föstudaginn höfðu hvorki Pressan né DV minnst einu orði á þær stórfréttir að maðurinn sem fjölmiðlar máluðu upp sem skrímsli hafi verið hafður fyrir rangri sök. Eftirgrennslan leiddi í ljós að allir aðrir fjölmiðlar höfðu talið mjög fréttnæmt að saklaus maður hafi verið ákærður fyrir mistök ríkissaksóknara. Ekki síður hafa aðrir fjölmiðlar talið það eiga erindi við almenning að embættið hafi fengið rangar upplýsingar frá lögreglu sem leiddu til ákæru. Gat það verið að DV og Pressan teldu það fréttnæmt þegar menn væru bornir tilhæfulausum sökum af valdhöfum í þjóðfélaginu, en ekki fréttnæmt að þær sakargiftir hafi reynst rangar? Með öðrum orðum, var það mögulega mat ritstjórnar og útgefanda að það væri fullt tilefni til nafn og myndbirtingar af almennum lögreglumanni ef nafnlausir heimildamenn innan lögreglu bæru á hann ærumeiðandi ávirðingar, en það ætti ekkert erindi við almenning þegar þær sakar-giftir væru afsannaðar?Hví þegir DV þegar aðrir þora? Verjandi hafði samband við ritstjórn DV og ræddi þetta. Hann ræddi ennfremur við blaðamenn sem skrifað hafa fyrir DV og Pressuna. Þá leitaði hann til sinna eigin nafnlausu heimildamanna í leit á skýringu á því að af hverju DV þegði nú meðan aðrir þorðu. Athugun verjanda benti til að á æpandi þögn DV og Pressunar um málið væru mjög sérstakar skýringar sem verjandi hikar við að trúa án þess að hafa fyrir þeim beinar sannannir. Þær upplýsingar sem verjandi fékk síðari hluta föstudags voru að nokkrar tilraunir hefðu verið gerðar til að skrifa um málið í DV og Pressunni. Björn Ingi Hrafnsson útgefandi hafi hins vegar gefið þau fyrirmæli að enga grein mætti birta um málið vegna fjölskyldutengsla Arnars Ægis-sonar framkvæmdastjóra Pressunar við Öldu Hrönn Jóhannsdóttur aðstoðarlögreglustjóra. Verjandi ætlar engum manni slík vinnubrögð. Enda þó að fyrir hendi séu mægðir framkvæmda-stjóra fjölmiðils við opinberan starfsmann sem sætir gagnrýni fyrir embættisfærslur vill verjandi trúa því að frjáls fjölmiðill geti fjallað um málið af hlutleysi. Vangaveltur og slúðursögur um ritskoðun útgefanda á efnistökum vegna tengsla eru ekki sönnur þess að það hafi átt sér stað. Eins og allir aðrir njóta útgefandi, framkvæmdastjóri og ritstjórn hjá DV og Pressunni skilyrðislaust réttar til að teljast saklausir af öllu misferli þar til annað sannast.Hugrekki og heiðarleiki Verjandi tók þær upplýsingar sem hann hafði fengið í hendur engu að síður nægilega alvarlega til að hafa samband við Björn Inga Hrafnsson um ritstjórnarstefnu DV og Pressunar í „LÖKE-málinu“ svokallaða, sem nú væri kannski betur nefnt „Lögreglustjóra-málið“. Verjandi benti á að sú atburðarás sem átt hafi sér stað á síðustu dögum væri í eðli sínu fréttnæm. Þá væri það eðlilegt að fjölmiðlar sem birta mynd og nafn manns þegar hann situr undir ásök-unum fjölluðu einnig um það þegar í ljós kemur að þær ásakanir eru ósannar. Björn Ingi svaraði því að hann skyldi athuga málið. Verjandi talaði einnig við Auði Ösp, blaðamann Pressunar, sem vildi skrifa um áhrif rangra sakargifta í LÖKE-máli á skjólstæðing minn. Verjandi hvatti hana til að gera það endilega, en benti henni einnig á þær sögusagnir sem honum höfðu borist til eyrna um að aðrar greinar um málið hefði ekki mátt birta vegna tengsla Öldu Hrannar við framkvæmdastjóra. Það hefur útheimt mikið hugrekki fyrir Auði Ösp að óska eftir því að skrifa greinina vitandi að yfirmaður hennar væri mægður Öldu Hrönn Jóhannsdóttur aðstoðarlögreglustjóra. Miðað við hversu margir blaðamenn hafa misst vinnuna undanfarið hlýtur að vera erfitt og ógnvekjandi að skrifa um málefni sem snertir yfirmenn á óþægilegan hátt. Sem betur fer virðast yfirmenn Auðar hafa áttað sig á því hversu mikil gersemi blaðamaður er sem þorir að fjalla um mikilvæg mál af hugrekki og heiðarleika. Björn Ingi Hrafnsson hafði samband við verjanda eftir að hafa tekið ábendingar mínar til athugunar og sýndi mér greinina eftir Auði Ösp. Birtist hún í sömu mund á vefsíðu Pressunar.Verjandi þakkar Birni Inga viðbrögð hans Verjandi virðir það við Björn Inga að hafa brugðist við með þessum hætti. Ég svaraði honum stuttlega úr iPad í gær, en hafði ekki tíma til að skrifa langt svar. Mér láðist þannig alveg að þakka honum fyrir skjót viðbrögð og heiðarlega framkomu. Virðingarvert að bregðast við gagnrýni með þessum hætti og mjög sterkt sem útgefandi og ábyrgðarmaður fjölmiðils að hafa leyft Auði Ösp að birta frétt sína þrátt fyrir að umfjöllunin kunni að koma illa við framkvæmdastjóra fjölmiðilsins vegna fjölskyldutengsla. Björn Ingi stóð frammi fyrir mjög erfiðu vali, milli þess að halda hlífiskildi yfir fjölskyldu samstarfsfélaga og vinar eða velja að fjalla opinskátt um mikilvæg málefni sem snerta alla Íslendinga. Þegar æðstu yfirmenn stjórnsýslunnar gera mistök sem kosta menn æruna eða hreinlega misnota vald sitt með skelfilegum afleiðingum, þá getur enginn fjölmiðill þagað um það mál. Vald án ábyrgðar má enginn hafa í réttarríki. Eins og ég ræddi við Björn Inga í gær vænti ég þess að DV, bæði vefur og prentútgáfa, muni nú verja jafn miklu plássi í að fjalla um það að skjólstæðingur minn hafi verið hafður fyrir rangri sök og áður var notað til að bera upp á hann þær sakir. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að Björn Ingi muni beita sér fyrir því af fullum krafti að DV og Pressan fjalli um „Lögreglustjóra-málið“ af heilindum og hugrekki í framtíðinni. Við megum þannig eiga von á því á mánudaginn að DV fjalli ítarlega um rangar sakargiftir á hendur skjólstæðingi mínum, mistök ríkissaksóknara og rangar upplýsingar sem komu frá lögreglu á Suðurnesjum.Viðtal við Sigríði Björk lögreglustjóra Björn Ingi er í einstakri stöðu til upplýsa alþjóð um mistök, afglöp og lögbrot lögreglu á Suður-nesjum og höfuðborgarsvæðinu. Einn íslenskra fjölmiðlamanna fær hann tækifæri til að taka ítarlegt viðtal við Sigríði Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóra í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 klukkan 17:30 nú í dag, sunnudaginn 8. mars 2015. Þar mun hann eflaust freista þess að fá frá henni svör um það hvort hún taki mark á úrskurði Persónuverndar eða hvort hún heldur sig við þá túlkun að lögreglustjóri hafi sjálfdæmi um hvenær hún hafi brotið lög. Fyrir liggur að Sigríður Björk hefur deilt viðkvæmum persónuupplýsingum og trúnaðarupplýsingum um atvik sem henni urðu kunn vegna starfs síns og leynt eiga að fara vegna lögmætra almanna- eða einkahagsmuna án þess að fyrir hendi væri nein viðhlítandi heimild fyrir þeirri dreifingu. Hún kom þeim upplýsingum til manns sem hefur verið sakfelldur fyrir að leka upp-lýsingum sem lögregla á Suðurnesjum aflaði til fjölmiðla. Skjólstæðingur minn er enn sakaður um að hafa deilt upplýsingum án heimildar, þegar hann segir vini sínum frá því að tiltekinn aðili hafi skallað sig og hrækt á sig. Viðurkennt er reyndar af hálfu ákæruvaldsins að meint brot, ef eitthvað var, hafi verið smávægilegt og varði ekki refsingu. Embætti LRH hefur hins vegar tekið þá afstöðu gagnvart skjólstæðingi mínum að þar sem hann var ásakaður um slíkt brot hafi borið að víkja honum úr embætti tímabundið. Mikilvægt sé að lögreglumenn njóti trausts í störfum og ásökun um slíkt brot geri það að verkum að lögreglu-maður geti ekki notið trausts almennings fyrr en leyst hefur verið úr málum fyrir dómstólum. Ég hvet Björn Inga til að fá Sigríði Björk lögreglustjóra til að gefa skýringar og svör við eftir-farandi atriðum í viðtalinu á Eyjunni:Hvers vegna eru gerðar strangari kröfur til lögreglumanna en lögreglustjóra við túlkun á þagnarskylduákvæðum?Þarf lögreglustjóri ekki að njóta traust almennings á sama hátt og lögreglumenn?Hafði Sigríður Björk eitthvað eftirlit með þeim rannsóknaraðgerðum sem Alda Hrönn framkvæmdi gagnvart skjólstæðingi mínum?Hvers vegna hóf Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustóri og nánasti samstarfs-maður Sigríðar einkarannsókn gagnvart lögreglumanni í Reykjavík í október 2013 en fékk ekkert umboð til þess frá ríkissaksóknara fyrr en 11. apríl 2014?Hvenær komst það til vitundar Sigríðar Bjarkar lögreglustjóra að Alda Hrönn Jóhanns-dóttir, nánasti samstarfsmaður hennar, væri að rannsaka lögreglumann í Reykjavík án þess að ríkisaksóknari hefði veitt umboð til þess eins og lögreglulög gera ráð fyrir?Hefur Alda Hrönn Jóhannsdóttir upplýst Sigríði Björk lögreglustjóra hvernig hún komst yfir afrit af einkasamræðum manna sem ekki sættu opinberri rannsókn eða höfðu stöðu sakbornings?Eru það viðtekin vinnubrögð hjá undirmönnum Sigríðar að yfirmenn lögreglu megi lesa einkasamræður af Facebook hvers sem þeim sýnist án þess að fá dómsúrskurð, menn hafi stöðu sakbornings eða skráð sé að það tengist lögreglumáli?Hvers vegna liggja ekki fyrir nein skráð skjöl um einkarannsókn Öldu Hrannar hjá lög-reglu; nema svokölluð „greinargerð“ hennar sem hún skrifaði sex mánuðum eftir að hún hófst?Hvers vegna skrifaði Alda Hrönn engar lögregluskýrslur um meintar rannsóknarað-gerðir sínar?Hvers vegna var málinu ekki gefið númer eða skráð í málaskrá þegar Alda Hrönn hóf það?Hvers vegna veitti lögregla á Suðurnesjum ríkissaksóknara rangar upplýsingar sem leiddu til þess að saklaus maður var ákærður?Telur Sigríður Björk það alvarlegt að þetta hafi komið fyrir eða vísar hún allri ábyrgð á bug eins og Alda Hrönn hefur gert? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar skjólstæðingur minn sem starfar sem lögreglumaður hjá embætti Lögreglustjóra á höfuð-borgarsvæði var í apríl á síðasta ári borinn röngum sökum af Öldu Hrönn Jóhannsdóttur að-stoðarlögreglustjóra tóku DV og Pressan fullan þátt í því með öðrum fjölmiðlum að mála hann upp sem skrímsli. Rógburður nafnlausra heimildamanna innan lögreglu þótti nægilega fréttnæmur til þess að birta bæði nafn og mynd þess manns sem sat saklaus undir fordæmalausum árásum vegna aðgerða fólks í sama einkennisbúning og hann. Fólks sem hann átti að geta treyst til að beita völdum sínum af ábyrgð, hlutlægni og heiðarleika. DV gekk svo langt að leita til fleiri nafnlausra heimildamanna til að bera nýjar sakir á skjól-stæðing minn og ýjuðu að því að hann hefði áður gerst sekur um alls kyns afbrot. Þeir heimilda-menn virðast hafa verið annaðhvort illa upplýstir eða illa innrættir, þar sem ekki var meira hæft í þeim ásökunum en öðrum í þessu máli.Ákæra byggð á röngum upplýsingum frá lögreglu Mikið hefur gengið á í vikunni sem er að ljúka. Nær allir fjölmiðlar á Íslandi hafa fjallað ítarlega um það að ríkissaksóknari hafi fallið frá ákærulið um meinta misnotkun á LÖKE og krefjist ekki refsingar í málinu. Embættið hefur viðurkennt skelfileg mistök og komið hefur í ljós að ákæra byggðist á röngum upplýsingum frá rannsakendum. Ekki orð af því sem fjölmiðlar ásökuðu skjólstæðing minn um var þannig sannleikanum samkvæmt. Allt bendir til þess að með því að „leka“ ósönnum sögum um skjólstæðing minn hafi tilteknir aðilar sem aðgang höfðu að rannsóknargögnum getað fengið fjölmiðla til að birta viðurstyggilegar ásakanir í garð þriggja saklausra manna. „Heimildamenn“ sem eru tilbúnir að brjóta þagnarskyldu sína með taktískri notkun leka til valinna fjölmiðlamanna virðast geta sagt ósatt um þau trúnaðarmál sem þeir segjast vera að upplýsa fjölmiðla um. Það er eitthvað sem fjölmiðlar þurfa að hafa betur í huga.Ekki fréttnæmt að þær sakargiftir séu rangar? Það vakti óneitanlega furðu verjanda að þegar vinnudeginum lauk á föstudaginn höfðu hvorki Pressan né DV minnst einu orði á þær stórfréttir að maðurinn sem fjölmiðlar máluðu upp sem skrímsli hafi verið hafður fyrir rangri sök. Eftirgrennslan leiddi í ljós að allir aðrir fjölmiðlar höfðu talið mjög fréttnæmt að saklaus maður hafi verið ákærður fyrir mistök ríkissaksóknara. Ekki síður hafa aðrir fjölmiðlar talið það eiga erindi við almenning að embættið hafi fengið rangar upplýsingar frá lögreglu sem leiddu til ákæru. Gat það verið að DV og Pressan teldu það fréttnæmt þegar menn væru bornir tilhæfulausum sökum af valdhöfum í þjóðfélaginu, en ekki fréttnæmt að þær sakargiftir hafi reynst rangar? Með öðrum orðum, var það mögulega mat ritstjórnar og útgefanda að það væri fullt tilefni til nafn og myndbirtingar af almennum lögreglumanni ef nafnlausir heimildamenn innan lögreglu bæru á hann ærumeiðandi ávirðingar, en það ætti ekkert erindi við almenning þegar þær sakar-giftir væru afsannaðar?Hví þegir DV þegar aðrir þora? Verjandi hafði samband við ritstjórn DV og ræddi þetta. Hann ræddi ennfremur við blaðamenn sem skrifað hafa fyrir DV og Pressuna. Þá leitaði hann til sinna eigin nafnlausu heimildamanna í leit á skýringu á því að af hverju DV þegði nú meðan aðrir þorðu. Athugun verjanda benti til að á æpandi þögn DV og Pressunar um málið væru mjög sérstakar skýringar sem verjandi hikar við að trúa án þess að hafa fyrir þeim beinar sannannir. Þær upplýsingar sem verjandi fékk síðari hluta föstudags voru að nokkrar tilraunir hefðu verið gerðar til að skrifa um málið í DV og Pressunni. Björn Ingi Hrafnsson útgefandi hafi hins vegar gefið þau fyrirmæli að enga grein mætti birta um málið vegna fjölskyldutengsla Arnars Ægis-sonar framkvæmdastjóra Pressunar við Öldu Hrönn Jóhannsdóttur aðstoðarlögreglustjóra. Verjandi ætlar engum manni slík vinnubrögð. Enda þó að fyrir hendi séu mægðir framkvæmda-stjóra fjölmiðils við opinberan starfsmann sem sætir gagnrýni fyrir embættisfærslur vill verjandi trúa því að frjáls fjölmiðill geti fjallað um málið af hlutleysi. Vangaveltur og slúðursögur um ritskoðun útgefanda á efnistökum vegna tengsla eru ekki sönnur þess að það hafi átt sér stað. Eins og allir aðrir njóta útgefandi, framkvæmdastjóri og ritstjórn hjá DV og Pressunni skilyrðislaust réttar til að teljast saklausir af öllu misferli þar til annað sannast.Hugrekki og heiðarleiki Verjandi tók þær upplýsingar sem hann hafði fengið í hendur engu að síður nægilega alvarlega til að hafa samband við Björn Inga Hrafnsson um ritstjórnarstefnu DV og Pressunar í „LÖKE-málinu“ svokallaða, sem nú væri kannski betur nefnt „Lögreglustjóra-málið“. Verjandi benti á að sú atburðarás sem átt hafi sér stað á síðustu dögum væri í eðli sínu fréttnæm. Þá væri það eðlilegt að fjölmiðlar sem birta mynd og nafn manns þegar hann situr undir ásök-unum fjölluðu einnig um það þegar í ljós kemur að þær ásakanir eru ósannar. Björn Ingi svaraði því að hann skyldi athuga málið. Verjandi talaði einnig við Auði Ösp, blaðamann Pressunar, sem vildi skrifa um áhrif rangra sakargifta í LÖKE-máli á skjólstæðing minn. Verjandi hvatti hana til að gera það endilega, en benti henni einnig á þær sögusagnir sem honum höfðu borist til eyrna um að aðrar greinar um málið hefði ekki mátt birta vegna tengsla Öldu Hrannar við framkvæmdastjóra. Það hefur útheimt mikið hugrekki fyrir Auði Ösp að óska eftir því að skrifa greinina vitandi að yfirmaður hennar væri mægður Öldu Hrönn Jóhannsdóttur aðstoðarlögreglustjóra. Miðað við hversu margir blaðamenn hafa misst vinnuna undanfarið hlýtur að vera erfitt og ógnvekjandi að skrifa um málefni sem snertir yfirmenn á óþægilegan hátt. Sem betur fer virðast yfirmenn Auðar hafa áttað sig á því hversu mikil gersemi blaðamaður er sem þorir að fjalla um mikilvæg mál af hugrekki og heiðarleika. Björn Ingi Hrafnsson hafði samband við verjanda eftir að hafa tekið ábendingar mínar til athugunar og sýndi mér greinina eftir Auði Ösp. Birtist hún í sömu mund á vefsíðu Pressunar.Verjandi þakkar Birni Inga viðbrögð hans Verjandi virðir það við Björn Inga að hafa brugðist við með þessum hætti. Ég svaraði honum stuttlega úr iPad í gær, en hafði ekki tíma til að skrifa langt svar. Mér láðist þannig alveg að þakka honum fyrir skjót viðbrögð og heiðarlega framkomu. Virðingarvert að bregðast við gagnrýni með þessum hætti og mjög sterkt sem útgefandi og ábyrgðarmaður fjölmiðils að hafa leyft Auði Ösp að birta frétt sína þrátt fyrir að umfjöllunin kunni að koma illa við framkvæmdastjóra fjölmiðilsins vegna fjölskyldutengsla. Björn Ingi stóð frammi fyrir mjög erfiðu vali, milli þess að halda hlífiskildi yfir fjölskyldu samstarfsfélaga og vinar eða velja að fjalla opinskátt um mikilvæg málefni sem snerta alla Íslendinga. Þegar æðstu yfirmenn stjórnsýslunnar gera mistök sem kosta menn æruna eða hreinlega misnota vald sitt með skelfilegum afleiðingum, þá getur enginn fjölmiðill þagað um það mál. Vald án ábyrgðar má enginn hafa í réttarríki. Eins og ég ræddi við Björn Inga í gær vænti ég þess að DV, bæði vefur og prentútgáfa, muni nú verja jafn miklu plássi í að fjalla um það að skjólstæðingur minn hafi verið hafður fyrir rangri sök og áður var notað til að bera upp á hann þær sakir. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að Björn Ingi muni beita sér fyrir því af fullum krafti að DV og Pressan fjalli um „Lögreglustjóra-málið“ af heilindum og hugrekki í framtíðinni. Við megum þannig eiga von á því á mánudaginn að DV fjalli ítarlega um rangar sakargiftir á hendur skjólstæðingi mínum, mistök ríkissaksóknara og rangar upplýsingar sem komu frá lögreglu á Suðurnesjum.Viðtal við Sigríði Björk lögreglustjóra Björn Ingi er í einstakri stöðu til upplýsa alþjóð um mistök, afglöp og lögbrot lögreglu á Suður-nesjum og höfuðborgarsvæðinu. Einn íslenskra fjölmiðlamanna fær hann tækifæri til að taka ítarlegt viðtal við Sigríði Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóra í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 klukkan 17:30 nú í dag, sunnudaginn 8. mars 2015. Þar mun hann eflaust freista þess að fá frá henni svör um það hvort hún taki mark á úrskurði Persónuverndar eða hvort hún heldur sig við þá túlkun að lögreglustjóri hafi sjálfdæmi um hvenær hún hafi brotið lög. Fyrir liggur að Sigríður Björk hefur deilt viðkvæmum persónuupplýsingum og trúnaðarupplýsingum um atvik sem henni urðu kunn vegna starfs síns og leynt eiga að fara vegna lögmætra almanna- eða einkahagsmuna án þess að fyrir hendi væri nein viðhlítandi heimild fyrir þeirri dreifingu. Hún kom þeim upplýsingum til manns sem hefur verið sakfelldur fyrir að leka upp-lýsingum sem lögregla á Suðurnesjum aflaði til fjölmiðla. Skjólstæðingur minn er enn sakaður um að hafa deilt upplýsingum án heimildar, þegar hann segir vini sínum frá því að tiltekinn aðili hafi skallað sig og hrækt á sig. Viðurkennt er reyndar af hálfu ákæruvaldsins að meint brot, ef eitthvað var, hafi verið smávægilegt og varði ekki refsingu. Embætti LRH hefur hins vegar tekið þá afstöðu gagnvart skjólstæðingi mínum að þar sem hann var ásakaður um slíkt brot hafi borið að víkja honum úr embætti tímabundið. Mikilvægt sé að lögreglumenn njóti trausts í störfum og ásökun um slíkt brot geri það að verkum að lögreglu-maður geti ekki notið trausts almennings fyrr en leyst hefur verið úr málum fyrir dómstólum. Ég hvet Björn Inga til að fá Sigríði Björk lögreglustjóra til að gefa skýringar og svör við eftir-farandi atriðum í viðtalinu á Eyjunni:Hvers vegna eru gerðar strangari kröfur til lögreglumanna en lögreglustjóra við túlkun á þagnarskylduákvæðum?Þarf lögreglustjóri ekki að njóta traust almennings á sama hátt og lögreglumenn?Hafði Sigríður Björk eitthvað eftirlit með þeim rannsóknaraðgerðum sem Alda Hrönn framkvæmdi gagnvart skjólstæðingi mínum?Hvers vegna hóf Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustóri og nánasti samstarfs-maður Sigríðar einkarannsókn gagnvart lögreglumanni í Reykjavík í október 2013 en fékk ekkert umboð til þess frá ríkissaksóknara fyrr en 11. apríl 2014?Hvenær komst það til vitundar Sigríðar Bjarkar lögreglustjóra að Alda Hrönn Jóhanns-dóttir, nánasti samstarfsmaður hennar, væri að rannsaka lögreglumann í Reykjavík án þess að ríkisaksóknari hefði veitt umboð til þess eins og lögreglulög gera ráð fyrir?Hefur Alda Hrönn Jóhannsdóttir upplýst Sigríði Björk lögreglustjóra hvernig hún komst yfir afrit af einkasamræðum manna sem ekki sættu opinberri rannsókn eða höfðu stöðu sakbornings?Eru það viðtekin vinnubrögð hjá undirmönnum Sigríðar að yfirmenn lögreglu megi lesa einkasamræður af Facebook hvers sem þeim sýnist án þess að fá dómsúrskurð, menn hafi stöðu sakbornings eða skráð sé að það tengist lögreglumáli?Hvers vegna liggja ekki fyrir nein skráð skjöl um einkarannsókn Öldu Hrannar hjá lög-reglu; nema svokölluð „greinargerð“ hennar sem hún skrifaði sex mánuðum eftir að hún hófst?Hvers vegna skrifaði Alda Hrönn engar lögregluskýrslur um meintar rannsóknarað-gerðir sínar?Hvers vegna var málinu ekki gefið númer eða skráð í málaskrá þegar Alda Hrönn hóf það?Hvers vegna veitti lögregla á Suðurnesjum ríkissaksóknara rangar upplýsingar sem leiddu til þess að saklaus maður var ákærður?Telur Sigríður Björk það alvarlegt að þetta hafi komið fyrir eða vísar hún allri ábyrgð á bug eins og Alda Hrönn hefur gert?
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun