„Við erum í rauninni ekki til“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2015 14:14 Jón Gnarr. Vísir/Stefán Jón Gnarr veltir tilveru sinni fyrir sér í nýjasta pistli sínum í Fréttablaðinu í dag. Þar setur hann fram spurningar eins og: Hver er ég? hvaðan kem ég? og hvert fer ég?. Þar að auki veltir Jón fyrir sér af hverju hann geri hlutina svona en ekki hinsegin og af hverju hann endurtaki sömu mistökin. „Mér hefur oft liðið eins og farþega í því farartæki sem er Ég.“ „Af hverju get ég ekki vanið mig af ósiðum? Listinn er endalaus. Mér hefur oft fundist eins og ég sé leiddur áfram inn í og í gegnum aðstæður. Eins og einhver utanaðkomandi öfl séu að stýra mér.“ Jón segist hallast að því að um innsæi sé að ræða. „Maður fylgir innsæinu sínu, það er ekki alltaf meðvitað. Og það er ekki guð, eða skrattinn, draugurinn hennar ömmu eða Mikael erkiengill sem er að leiða okkur áfram heldur heilinn í okkur.“ Eftir langa leit segist Jón hafa komist að því að ástæða þess að hann hafi ekki fundið sig, sé að hann sé í rauninni ekki til. „Ég er einungis líffræðilegt vélmenni, stjórnað af ofurtölvu sem er heilinn í mér. Þessi tölva stjórnar mínu lífi, skynjunum og upplifun af raunveruleikanum. Og hún takmarkar mig. Ég sé bara ákveðna liti og get einungis skynjað nokkrar víddir.“ Því segir Jón að það sem að hann upplifir að hann hafi sagt í pistli sínum sé þar af leiðandi misskilningur. Að heilinn í Jóni sé að nota hans „fabrikeruðu“ persónu til að koma gögnum í heilann á okkur. „Það er verið að spila með okkur af okkur sjálfum. En við getum slakað á og reynt að hafa gaman af því. Við erum í rauninni ekki til og því engin ástæða til að vera hræddur eða reiður. It's just a ride! Góða helgi.“ Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Jón Gnarr veltir tilveru sinni fyrir sér í nýjasta pistli sínum í Fréttablaðinu í dag. Þar setur hann fram spurningar eins og: Hver er ég? hvaðan kem ég? og hvert fer ég?. Þar að auki veltir Jón fyrir sér af hverju hann geri hlutina svona en ekki hinsegin og af hverju hann endurtaki sömu mistökin. „Mér hefur oft liðið eins og farþega í því farartæki sem er Ég.“ „Af hverju get ég ekki vanið mig af ósiðum? Listinn er endalaus. Mér hefur oft fundist eins og ég sé leiddur áfram inn í og í gegnum aðstæður. Eins og einhver utanaðkomandi öfl séu að stýra mér.“ Jón segist hallast að því að um innsæi sé að ræða. „Maður fylgir innsæinu sínu, það er ekki alltaf meðvitað. Og það er ekki guð, eða skrattinn, draugurinn hennar ömmu eða Mikael erkiengill sem er að leiða okkur áfram heldur heilinn í okkur.“ Eftir langa leit segist Jón hafa komist að því að ástæða þess að hann hafi ekki fundið sig, sé að hann sé í rauninni ekki til. „Ég er einungis líffræðilegt vélmenni, stjórnað af ofurtölvu sem er heilinn í mér. Þessi tölva stjórnar mínu lífi, skynjunum og upplifun af raunveruleikanum. Og hún takmarkar mig. Ég sé bara ákveðna liti og get einungis skynjað nokkrar víddir.“ Því segir Jón að það sem að hann upplifir að hann hafi sagt í pistli sínum sé þar af leiðandi misskilningur. Að heilinn í Jóni sé að nota hans „fabrikeruðu“ persónu til að koma gögnum í heilann á okkur. „Það er verið að spila með okkur af okkur sjálfum. En við getum slakað á og reynt að hafa gaman af því. Við erum í rauninni ekki til og því engin ástæða til að vera hræddur eða reiður. It's just a ride! Góða helgi.“
Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira