Segir veturinn langt frá því kaldan og á von á kaldari vetrum næstu ár Birgir Olgeirsson skrifar 6. mars 2015 10:21 Páll Bergþórsson veðurfræðingur segir þennan vetur langt frá því kaldan. Hins vegar hafa sunnan- og suðvestanáttir gert íbúum á Suður- og Vesturlandi lífið leitt. Vísir/Haraldur/Pjetur Nú þegar enn einn stormurinn gengur yfir landið eiga margir það til að segjast ekki muna eftir jafn slæmu veðri. Samkvæmt veðurstofu voru tveir fyrstu mánuðir ársins kaldir miðað við það sem algengast hefur verið á seinni árum. Þá var jafnframt úrkomusamt um nær allt land og veðurlag nokkuð stórgert og meðalvindhraði óvenjuhár í febrúar. Fáir hafa fylgst betur með veðrinu síðastliðna áratugi en Páll Bergþórsson, fyrrverandi Veðurstofustjóri, sem birtir ennþá spár á Facebook-síðu sinni. Hann segir þennan vetur langt frá því kaldan. „Hann er að vísu ívið kaldari en þeir hafa verið undanfarið en það munar ekki miklu,“ segir Páll. Hann segir hins vegar frekar kaldar og úrkomusamar sunnan- og suðvestanáttir hafa sett mark sitt á þennan vetur. „Aðallega á vestur og suðurlandi. Það hefur verið mikið betra upp á síðkastið fyrir norðan,“ segir Páll og segir þetta einfaldlega ganginn á veðrinu. Mikil hlýindi hafa verið frá aldamótum og hann á von á breytingum. „Það fari jafnvel að kólna heldur næstu árin,“ og nefnir í því samhengi næstu þrjá áratugina. „Ekki beinlínis kuldaskeið en kólnandi miðað við það sem verið hefur.“ Þá er nú lítið annað að gera en að bíða spenntur eftir sumri og þreyja það sem eftir er af Góunni, fimmta vetri mánaðar, en þegar henni lýkur en einmánuður, síðasti mánuður vetrar, gengur í garð 24. mars næstkomandi og bendir Páll á að mars mánuður hafi oft reynst erfiður. „Veturinn endist nú alltaf út mars og getur stökum sinnum verið verstur þá. Það er ekki fyrr en í apríl sem tekur að hlýna,“ segir Páll. Fylgstu með á veðurvef Vísis. Veður Tengdar fréttir Tveir gönguskíðamenn í vanda við Vatnajökul: Neituðu að koma til byggða fyrr í vikunni Tveir erlendir gönguskíðamenn höfðu nú fyrir skömmu samband við Neyðarlínu og óskuðu aðstoðar við að komast til byggða. 6. mars 2015 09:49 Stormur fyrir sunnan og vestan Búist er við stormi S- og V-lands fram að hádegi og gæti meðalvindur verið rúmlega tuttugu metrar á sekúndu. 6. mars 2015 07:59 Hellisheiðin lokuð Snjóþekja, skafrenningur og hvassviðri er á Sandskeiði og í Þrengslum en lokað er um Hellisheiði. 6. mars 2015 09:07 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Nú þegar enn einn stormurinn gengur yfir landið eiga margir það til að segjast ekki muna eftir jafn slæmu veðri. Samkvæmt veðurstofu voru tveir fyrstu mánuðir ársins kaldir miðað við það sem algengast hefur verið á seinni árum. Þá var jafnframt úrkomusamt um nær allt land og veðurlag nokkuð stórgert og meðalvindhraði óvenjuhár í febrúar. Fáir hafa fylgst betur með veðrinu síðastliðna áratugi en Páll Bergþórsson, fyrrverandi Veðurstofustjóri, sem birtir ennþá spár á Facebook-síðu sinni. Hann segir þennan vetur langt frá því kaldan. „Hann er að vísu ívið kaldari en þeir hafa verið undanfarið en það munar ekki miklu,“ segir Páll. Hann segir hins vegar frekar kaldar og úrkomusamar sunnan- og suðvestanáttir hafa sett mark sitt á þennan vetur. „Aðallega á vestur og suðurlandi. Það hefur verið mikið betra upp á síðkastið fyrir norðan,“ segir Páll og segir þetta einfaldlega ganginn á veðrinu. Mikil hlýindi hafa verið frá aldamótum og hann á von á breytingum. „Það fari jafnvel að kólna heldur næstu árin,“ og nefnir í því samhengi næstu þrjá áratugina. „Ekki beinlínis kuldaskeið en kólnandi miðað við það sem verið hefur.“ Þá er nú lítið annað að gera en að bíða spenntur eftir sumri og þreyja það sem eftir er af Góunni, fimmta vetri mánaðar, en þegar henni lýkur en einmánuður, síðasti mánuður vetrar, gengur í garð 24. mars næstkomandi og bendir Páll á að mars mánuður hafi oft reynst erfiður. „Veturinn endist nú alltaf út mars og getur stökum sinnum verið verstur þá. Það er ekki fyrr en í apríl sem tekur að hlýna,“ segir Páll. Fylgstu með á veðurvef Vísis.
Veður Tengdar fréttir Tveir gönguskíðamenn í vanda við Vatnajökul: Neituðu að koma til byggða fyrr í vikunni Tveir erlendir gönguskíðamenn höfðu nú fyrir skömmu samband við Neyðarlínu og óskuðu aðstoðar við að komast til byggða. 6. mars 2015 09:49 Stormur fyrir sunnan og vestan Búist er við stormi S- og V-lands fram að hádegi og gæti meðalvindur verið rúmlega tuttugu metrar á sekúndu. 6. mars 2015 07:59 Hellisheiðin lokuð Snjóþekja, skafrenningur og hvassviðri er á Sandskeiði og í Þrengslum en lokað er um Hellisheiði. 6. mars 2015 09:07 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Tveir gönguskíðamenn í vanda við Vatnajökul: Neituðu að koma til byggða fyrr í vikunni Tveir erlendir gönguskíðamenn höfðu nú fyrir skömmu samband við Neyðarlínu og óskuðu aðstoðar við að komast til byggða. 6. mars 2015 09:49
Stormur fyrir sunnan og vestan Búist er við stormi S- og V-lands fram að hádegi og gæti meðalvindur verið rúmlega tuttugu metrar á sekúndu. 6. mars 2015 07:59
Hellisheiðin lokuð Snjóþekja, skafrenningur og hvassviðri er á Sandskeiði og í Þrengslum en lokað er um Hellisheiði. 6. mars 2015 09:07