Körfubolti

43 stig frá Westbrook dugðu ekki til sigurs

Westbrook ræðir við dómarann.
Westbrook ræðir við dómarann. vísir/getty
Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Chicago skellti Oklahoma og Portland vann sannfærandi sigur á Dallas.

Það var mikil spenna í leik Chicago og Dallas. E'Twaun Moore tryggði Bulls sigur með þriggja stiga körfu þegar tvær sekúndur voru eftir.

Það sem meira er þá endaði hrina Russell Westbrook, leikmanns Oklahoma, með þrefaldar tvennur í nótt en hann var búinn að ná fjórum leikjum í röð með þrefalda tvennu.

Það er ekki þar með sagt að Russ hafi verið slakur. Hann skoraði 43 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Þokkalegt dagsverk.

Portland vann svo sinn fimmta leik í röð er Dallas kom í heimsókn. LaMarcus Aldridge skoraði 17 stig og tók 12 fráköst fyrir Portland. Nicolas Batum var með 15 stig og 12 fráköst en sigurinn var dýr fyrir Portland þar sem Wesley Matthews meiddist.

Monta Ellis og Amare Stoudemire skoruðu 12 stig fyrir Dallas.

Úrslit:

Chicago-Oklahoma  108-105

Portland-Dallas  94-75

Staðan í NBA-deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×