„Það er ógrynni af óuppgvötuðum stelpum þarna úti sem eiga tækifærið skilið. Við skynum það nú þegar vegna fjölda skráninga. Eldborg er einn flottasti tónleikasalur í Skandinavíu og þetta er frábært tækifæri fyrir flotta dansara. Við erum að leita að konum sem eru með sjálfsöryggið í lagi líkt og Tina Turner.“
Rigg viðburðir leita að fjórum kvenkyns dönsurum frá 18 ára aldri fyrir danshlutverk í tónleikasýningu með lögum Tinu Turner sem verður sett upp í Eldborg og Hofi, Akureyri í maí 2015. „Við hvetjum alla sem telja sig verðuga í verkefnið og eða vita af frambærilegum dönsurum að skrá sig til þátttöku með því að senda póst með upplýsingar um nafn, síma, fyrri verkefni (ef einhver eru) á netfangið rigg@rigg.is merkt í subject „Dansprufur Tina,“ segir Friðrik Ómar í tilkynningu um sýninguna.

Dansprufurnar fara fram sunnudaginn 8. mars á milli klukkan 14.00 og 18.00 í World Class Laugum.
Dansararnir sem verða fyrir valinu verða afhúpaðir í beinni útsendingu á undanúrslitakvöldi Ísland got talent þann 22. mars næstkomandi þar sem atriði úr sýningunni verður flutt ásamt söngvurum og hljómsveit.
Danshöfundur sýningarinnar er Yesmine Olsson en um búninga sér Filippía Elisdóttir. Stjórnandi er Friðrik Ómar Hjörleifsson.
Tónleikasýningin, TINA - drottning rokksins verður frumsýnd í Eldborg 2. maí 2015 og einnig sýnd í Hofi þann 9. sama mánaðar.