Stjórnvöld hafa ekki brugðist við auknum fjölda ferðamanna Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. mars 2015 20:04 Greiningardeild Íslandsbanka gaf í dag út ítarlega skýrslu um íslenska ferðaþjónustu. Skýrslan er enn einn vitnisburðurinn um ótrúlega fjölgun erlendra ferðamanna undanfarin ár. Þannig telur bankinn að rekja megi þriðjung hagvaxtar frá árinu 2010 til ferðaþjónustunnar og að um 45% af fjölgun starfa frá 2010 megi rekja til hennar. Íslandsbanki áætlar að gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni árið 2015 verði 342 milljarðar króna og þá er áætlað að 1.350 þúsund ferðamenn heimsæki Ísland á árinu sem er fjölgun um 25% frá 2014. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir mikilvægt að staldra við og spyrja hvort greinin vaxi of hratt. „Þó að við fögnum að sjálfsögðu auknum fjölbreytileika í gjaldeyrisöflun og segjum að þessi vöxtur ferðaþjónustunnar hafi í rauninni aukið stöðugleika hvað það varðar, að þá viljum við heldur ekki láta hana vaxa upp í að vera yfir helmingur af gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Því það getur þá orðið uppruni óstöðugleika aftur,“ segir Ingólfur. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að ekki sé reiknað með að ferðaþjónustan muni vaxa svona ört um ókomna tíð og því sé þessi fjölgun ekki áhyggjuefni. „Fyrst og fremst er áhyggjuefni innviðauppbygging sem hefur ekki fylgt þessum mikla vexti. Öll innviðauppbygging, samgöngur og annað, er eitthvað sem stjórnvöld hafa því miður ekki brugðist nógu hratt við og við verðum að treysta því að það verði núna byggt upp hratt og örugglega,“ segir Helga. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira
Greiningardeild Íslandsbanka gaf í dag út ítarlega skýrslu um íslenska ferðaþjónustu. Skýrslan er enn einn vitnisburðurinn um ótrúlega fjölgun erlendra ferðamanna undanfarin ár. Þannig telur bankinn að rekja megi þriðjung hagvaxtar frá árinu 2010 til ferðaþjónustunnar og að um 45% af fjölgun starfa frá 2010 megi rekja til hennar. Íslandsbanki áætlar að gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni árið 2015 verði 342 milljarðar króna og þá er áætlað að 1.350 þúsund ferðamenn heimsæki Ísland á árinu sem er fjölgun um 25% frá 2014. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir mikilvægt að staldra við og spyrja hvort greinin vaxi of hratt. „Þó að við fögnum að sjálfsögðu auknum fjölbreytileika í gjaldeyrisöflun og segjum að þessi vöxtur ferðaþjónustunnar hafi í rauninni aukið stöðugleika hvað það varðar, að þá viljum við heldur ekki láta hana vaxa upp í að vera yfir helmingur af gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Því það getur þá orðið uppruni óstöðugleika aftur,“ segir Ingólfur. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að ekki sé reiknað með að ferðaþjónustan muni vaxa svona ört um ókomna tíð og því sé þessi fjölgun ekki áhyggjuefni. „Fyrst og fremst er áhyggjuefni innviðauppbygging sem hefur ekki fylgt þessum mikla vexti. Öll innviðauppbygging, samgöngur og annað, er eitthvað sem stjórnvöld hafa því miður ekki brugðist nógu hratt við og við verðum að treysta því að það verði núna byggt upp hratt og örugglega,“ segir Helga.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira