Væntanlegt lag frá Muse alltof gróft fyrir útvarp Orri Freyr Rúnarsson skrifar 4. mars 2015 15:08 Matt Bellamy, söngvari Muse, á tónleikum í Róm sumarið 2013. Mynd/Hans Peter Van Velthoven Matthew Bellamy, söngvari og gítarleikari Muse, fór mikinn á samfélagsmiðlum í gær og svaraði þar spurningum aðdáenda um væntanlega plötu hljómsveitarinnar. Þar var hann m.a. spurður hvort að Muse myndi frumflytja fyrstu smáskífu plötunnar í útvarpi en Matt Bellamy svaraði einfaldlega að lagið væri alltof gróft og mógðandi til að fá útvarpsspilun. Þá birti hann einnig tengla í nokkrar greinur og virðist hann aftur vera orðinn heillaður af hinum ýmsu samsæriskenningar þegar að innhald þeirra er skoðað. Muse leggur af stað í tónleikaferð í maí og má því búast við að þeir reyni að gefa eitthvað út fyrir þann tíma. Líkt og kom fram í Púlsinum fyrr í vikunni tjáði Noel Gallagher sig um hljómsveitina Alt-J og sagðist aldrei gerast aðdáandi þeirra þrátt fyrir að kunna vel að meta eitt og eitt lag. Ástæðuna sagði hann vera að einn meðlimur Alt-J skarti yfirvaraskeggi og slíkt sé óásættanlegt. Meðlimir Alt-J hafa nú tjáð sig um þessa yfirlýsingu Noel Gallagher og virðast vera hæstánægðir með þetta. En þeir sögðu að það væri mikið hrós að komast inn á radarinn hjá Gallagher sérstaklega í ljósi þess að þeir sögðu í upphafi ferils síns að takmarkið væri að verða nógu stórt nafn til að fá Noel Gallagher til að móðga sig og nú hefur það tekist. En hljómsveitin Alt-J mun að sjálfsögðu koma fram í Vodafonehöllinni í sumar og er miðasala í fullum gangi á midi.isBreska hljómsveitin Iron Maiden hefur nú lokið upptökum á sinni sextándu hljóðversplötu og munu þeir gefa út plötuna á næstu mánuðum. Ástæðan fyrir því að þeir gefa plötuna ekki út strax er að söngvari þeirra, Bruce Dickinson, greindist með lítið æxli á tungunni og vilja þeir bíða með að gefa út plötuna þar til hann nær fullri heilsu. En í tilkynningu frá hljómsveitinni segir að meðferð Bruce Dickinson gangi mjög vel og er búist við að hann nái fullri heilsu innan tíðar og þá gefa þeir plötuna út. Eins og kom fram í Púlsinum í gær var nokkuð óþekkt þungarokkhljómsveit sem tók sig til og framdi skemmdarverk á gröf gítarleikarans Dimebag Darrell sem gerði einmitt garðinn frægan með Pantera. Nú hefur manneskjan sem bar ábyrgð á skemmdarverkunum stigið fram og beðist afsökunar á gjörðum sínum. En það var Reece Eber, söngari Nuclear Hellfrost, sem skrifaði afsökunarbeiðni á Facebook síðu sína þar sem hann sagði að verknaðurinn væri það heimskulegasta sem hann hafi gert um ævina og þá tók hann einnig fram að hann hafi verið einn að verki og hljómsveitarfélagar hans ættu engan þátt í þessu. Hann sagðist jafnframt sjá gríðarlega eftir þessu og mun eflaust gera það út ævina. Hljómsveitin Nucelar Hellfrost hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að þeir tengjast verknaðinum ekki og Reece Eber sé ekki lengur söngvari þeirra. Harmageddon Mest lesið Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Lögmenn á daginn og trúbadorar í kvöldin Harmageddon Sannleikurinn: Menn með milljón á mánuði hækkuðu lægstu laun um þúsundkalla Harmageddon Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt myndband á Vísi Harmageddon „Af fenginni reynslu er mér ljóst að þetta eru ekki kjarkmiklir menn“ Harmageddon Sex sveitarfélög alveg nóg Harmageddon Fimm bestu jólalögin Harmageddon Hæfustu tónlistarmenn Íslands stofna nýja hljómsveit Harmageddon Sannleikurinn: Útskriftarbekkur í MR byrjar með heitasta piparsveini landsins Harmageddon Varar við hugmyndum um sérstaka skóla fyrir múslima Harmageddon
Matthew Bellamy, söngvari og gítarleikari Muse, fór mikinn á samfélagsmiðlum í gær og svaraði þar spurningum aðdáenda um væntanlega plötu hljómsveitarinnar. Þar var hann m.a. spurður hvort að Muse myndi frumflytja fyrstu smáskífu plötunnar í útvarpi en Matt Bellamy svaraði einfaldlega að lagið væri alltof gróft og mógðandi til að fá útvarpsspilun. Þá birti hann einnig tengla í nokkrar greinur og virðist hann aftur vera orðinn heillaður af hinum ýmsu samsæriskenningar þegar að innhald þeirra er skoðað. Muse leggur af stað í tónleikaferð í maí og má því búast við að þeir reyni að gefa eitthvað út fyrir þann tíma. Líkt og kom fram í Púlsinum fyrr í vikunni tjáði Noel Gallagher sig um hljómsveitina Alt-J og sagðist aldrei gerast aðdáandi þeirra þrátt fyrir að kunna vel að meta eitt og eitt lag. Ástæðuna sagði hann vera að einn meðlimur Alt-J skarti yfirvaraskeggi og slíkt sé óásættanlegt. Meðlimir Alt-J hafa nú tjáð sig um þessa yfirlýsingu Noel Gallagher og virðast vera hæstánægðir með þetta. En þeir sögðu að það væri mikið hrós að komast inn á radarinn hjá Gallagher sérstaklega í ljósi þess að þeir sögðu í upphafi ferils síns að takmarkið væri að verða nógu stórt nafn til að fá Noel Gallagher til að móðga sig og nú hefur það tekist. En hljómsveitin Alt-J mun að sjálfsögðu koma fram í Vodafonehöllinni í sumar og er miðasala í fullum gangi á midi.isBreska hljómsveitin Iron Maiden hefur nú lokið upptökum á sinni sextándu hljóðversplötu og munu þeir gefa út plötuna á næstu mánuðum. Ástæðan fyrir því að þeir gefa plötuna ekki út strax er að söngvari þeirra, Bruce Dickinson, greindist með lítið æxli á tungunni og vilja þeir bíða með að gefa út plötuna þar til hann nær fullri heilsu. En í tilkynningu frá hljómsveitinni segir að meðferð Bruce Dickinson gangi mjög vel og er búist við að hann nái fullri heilsu innan tíðar og þá gefa þeir plötuna út. Eins og kom fram í Púlsinum í gær var nokkuð óþekkt þungarokkhljómsveit sem tók sig til og framdi skemmdarverk á gröf gítarleikarans Dimebag Darrell sem gerði einmitt garðinn frægan með Pantera. Nú hefur manneskjan sem bar ábyrgð á skemmdarverkunum stigið fram og beðist afsökunar á gjörðum sínum. En það var Reece Eber, söngari Nuclear Hellfrost, sem skrifaði afsökunarbeiðni á Facebook síðu sína þar sem hann sagði að verknaðurinn væri það heimskulegasta sem hann hafi gert um ævina og þá tók hann einnig fram að hann hafi verið einn að verki og hljómsveitarfélagar hans ættu engan þátt í þessu. Hann sagðist jafnframt sjá gríðarlega eftir þessu og mun eflaust gera það út ævina. Hljómsveitin Nucelar Hellfrost hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að þeir tengjast verknaðinum ekki og Reece Eber sé ekki lengur söngvari þeirra.
Harmageddon Mest lesið Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Lögmenn á daginn og trúbadorar í kvöldin Harmageddon Sannleikurinn: Menn með milljón á mánuði hækkuðu lægstu laun um þúsundkalla Harmageddon Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt myndband á Vísi Harmageddon „Af fenginni reynslu er mér ljóst að þetta eru ekki kjarkmiklir menn“ Harmageddon Sex sveitarfélög alveg nóg Harmageddon Fimm bestu jólalögin Harmageddon Hæfustu tónlistarmenn Íslands stofna nýja hljómsveit Harmageddon Sannleikurinn: Útskriftarbekkur í MR byrjar með heitasta piparsveini landsins Harmageddon Varar við hugmyndum um sérstaka skóla fyrir múslima Harmageddon