Porsche að smíða rafmagnsbíl? Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2015 10:15 Hver vill fá Porsche sem keppinaut? Næsti alvöru keppinautur Tesla Model S gæti orðið Porsche. Heyrst hefur að Porsche sé að þróa bíl undir heitinu Porsche 717 sem aðeins gengur fyrir rafmagni. Sá bíll verður eitthvað minni en Panamera bíll Porsche og því líklega ómóta að stærð og Tesla Model S. Hann á að fást í 400, 500 og 600 hestafla útgáfum og allir þeirra verða með meiri drægni en 500 kílómetrar. Bíllinn verður byggður á sama undirvagni og Porsche Panamera og Bentley Continental. Porsche framleiður nú þegar nokkrar gerðir Plug-In-Hybrid bíla, svo sem Cayenne, Panamera og 918 ofurbílinn. En þessi bíll yrði sá fyrsti sem eingöngu verður drifinn áfram af rafmagni.Fjórhjóladrifinn og fjórhjólastýrður 717 bíllinn verður fjórhjóladrifinn og með stýringu á öllum hjólum. Rafmótorar eru á hverju hjóli og fjöðrun bílsins verður með rafeindastýrða loftpúðadempara. Þrátt fyrir að smíði þessa bíls hafi ekki verið staðfest af Porsche hafi bæði Car Magazine og Auto Motor und Sport í Þýskalandi greint frá þessum komandi bíl frá Porsche. Tesla má sannarlega fara að passa sig því enginn vill fá Porsche sem keppinaut. Oft hefur verið ýjað af minni gerð Panamera bílsins og þá í sömu mund kallaður Pajun, eða „litli“ Panamera. Það skildi þá aldrei vera að fyrirhugaður Pajun verði aðeins rafmagnsdrifinn? Þeir sem fjallað hafa um þessa smíði telja að hann verði tilbúinn til sölu fyrr en árið 2019, svo Tesla hefur góðan tíma til að mæta þessari samkeppni frá Porsche. Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Næsti alvöru keppinautur Tesla Model S gæti orðið Porsche. Heyrst hefur að Porsche sé að þróa bíl undir heitinu Porsche 717 sem aðeins gengur fyrir rafmagni. Sá bíll verður eitthvað minni en Panamera bíll Porsche og því líklega ómóta að stærð og Tesla Model S. Hann á að fást í 400, 500 og 600 hestafla útgáfum og allir þeirra verða með meiri drægni en 500 kílómetrar. Bíllinn verður byggður á sama undirvagni og Porsche Panamera og Bentley Continental. Porsche framleiður nú þegar nokkrar gerðir Plug-In-Hybrid bíla, svo sem Cayenne, Panamera og 918 ofurbílinn. En þessi bíll yrði sá fyrsti sem eingöngu verður drifinn áfram af rafmagni.Fjórhjóladrifinn og fjórhjólastýrður 717 bíllinn verður fjórhjóladrifinn og með stýringu á öllum hjólum. Rafmótorar eru á hverju hjóli og fjöðrun bílsins verður með rafeindastýrða loftpúðadempara. Þrátt fyrir að smíði þessa bíls hafi ekki verið staðfest af Porsche hafi bæði Car Magazine og Auto Motor und Sport í Þýskalandi greint frá þessum komandi bíl frá Porsche. Tesla má sannarlega fara að passa sig því enginn vill fá Porsche sem keppinaut. Oft hefur verið ýjað af minni gerð Panamera bílsins og þá í sömu mund kallaður Pajun, eða „litli“ Panamera. Það skildi þá aldrei vera að fyrirhugaður Pajun verði aðeins rafmagnsdrifinn? Þeir sem fjallað hafa um þessa smíði telja að hann verði tilbúinn til sölu fyrr en árið 2019, svo Tesla hefur góðan tíma til að mæta þessari samkeppni frá Porsche.
Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent