Tiny knight besti leikurinn á Game Creator 2015 Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2015 15:46 Á myndinni er vinningsliðið Demon Lab og Sigríður Olgeirsdóttir frá Íslandsbanka. Liðið Demon Lab hlaut fyrstu verðlaun Game Creator 2015 fyrir leikin Tiny Knight. Þetta var í fjórða sinn sem keppnin um besta tölvuleikinn fór fram á Háskóladeginum í Háskólanum í Reykjavík. Að þessu sinni kepptu tíu lið um besta tölvuleikinn, en keppnin er haldin á vegum Samtaka leikjaframleiðanda, IGI, sem eru starfsgreinahópur innan Samtaka Iðnaðarins, Háskólans í Reykjavík og Margmiðlunarskólans. Árið 2011 sigraði lið Lumenox, sem gaf út leikinn Aaru‘s Awakening á dögunum. Í dag starfa átta manns í höfuðstöðvum Lumenox hér á landi. Í liðinu Demon Lab eru þeir Hrafn Orri Hrafnkelsson, Valdimar Jónsson og Egill Ernir Sigurjónsson. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum Iðnaðarins. Tiny Knight er fyrstu persónu leikur þar sem spilarinn þarf að komast í gegnum hinar ýmsu hindranir á sem stystum tíma. 3D leikur með skemmtilegu erfiðleikastigi. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars: „Vel gerður og unninn leikur. Liðið var með skýra sýn sem er nauðsynleg til að fara með leikinn á næsta stig. Leikurinn hefur möguleika til að skera sig úr og slá í gegn.“ „Áhugi á leikjagerð hefur farið vaxandi að undarförnu og ný fyrirtæki eru að spretta upp. Við erum klárlega á réttri leið með að byggja hér upp líflegan nýjan iðnað,“ sagði Ólafur Andri Ragnarsson, formaður Samtaka leikjaframleiðanda, sem stýrði verðlaunaafhendingunni. Hann sagði þátttöku í keppninni framar vonum, sem og gæðin á bestu leikjunum. Í verðlaun voru meðal annars 140 þúsund króna styrkur frá Íslandsbanka. Sigurliðið fékk einnig frítt aðgengi að IGI, Samtökum leikjaframleiðenda í 2 ár. Skrifstofurými og leiðsögn í þrjá mánuði hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Námskeið fyrir tvo að eigin vali hjá Margmiðlunarskólanum, 12 mánaða áskrift 3 Unity Pro og gagnavistun hjá Basis í 12 mánuði. Einnig fékk sigurliðið frían aðgang að Eve Online Fanfesti frá CCP. „Að fá þennan stuðning mun gera okkur kleift að klára leikinn sem er markmiðið okkar á næstu misserum,“ segja þeir Hrafn Orri, Valdimar og Egill í Demon Lab í tilkynningunni. Making Play fengu einnig viðurkenningu fyrir listræna tilburði í leik sínum Video Games Are Hard. Þá fengu Cosmosis viðurkenningu fyrir fumleika í leik sínum Nega Blast og Daz Team fékk viðurkenningu fyrir áhugaverðasta leikinn, Polymorph. Dómnefnd skipuðu þau Marina Dögg Pledel Jónsdóttir, Berglind Fanndal Káradóttir, Marco Bacnale, Stephan Schiffel og Pétur Örn Þórarinsson. Tilgangur Game Creator er að efla nýsköpun í íslenskri leikjaframleiðslu og gefa nýju fólki og liðum tækifæri á að koma fram og kynna hugmyndir sínar og leikjahönnun. Leikjavísir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Liðið Demon Lab hlaut fyrstu verðlaun Game Creator 2015 fyrir leikin Tiny Knight. Þetta var í fjórða sinn sem keppnin um besta tölvuleikinn fór fram á Háskóladeginum í Háskólanum í Reykjavík. Að þessu sinni kepptu tíu lið um besta tölvuleikinn, en keppnin er haldin á vegum Samtaka leikjaframleiðanda, IGI, sem eru starfsgreinahópur innan Samtaka Iðnaðarins, Háskólans í Reykjavík og Margmiðlunarskólans. Árið 2011 sigraði lið Lumenox, sem gaf út leikinn Aaru‘s Awakening á dögunum. Í dag starfa átta manns í höfuðstöðvum Lumenox hér á landi. Í liðinu Demon Lab eru þeir Hrafn Orri Hrafnkelsson, Valdimar Jónsson og Egill Ernir Sigurjónsson. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum Iðnaðarins. Tiny Knight er fyrstu persónu leikur þar sem spilarinn þarf að komast í gegnum hinar ýmsu hindranir á sem stystum tíma. 3D leikur með skemmtilegu erfiðleikastigi. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars: „Vel gerður og unninn leikur. Liðið var með skýra sýn sem er nauðsynleg til að fara með leikinn á næsta stig. Leikurinn hefur möguleika til að skera sig úr og slá í gegn.“ „Áhugi á leikjagerð hefur farið vaxandi að undarförnu og ný fyrirtæki eru að spretta upp. Við erum klárlega á réttri leið með að byggja hér upp líflegan nýjan iðnað,“ sagði Ólafur Andri Ragnarsson, formaður Samtaka leikjaframleiðanda, sem stýrði verðlaunaafhendingunni. Hann sagði þátttöku í keppninni framar vonum, sem og gæðin á bestu leikjunum. Í verðlaun voru meðal annars 140 þúsund króna styrkur frá Íslandsbanka. Sigurliðið fékk einnig frítt aðgengi að IGI, Samtökum leikjaframleiðenda í 2 ár. Skrifstofurými og leiðsögn í þrjá mánuði hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Námskeið fyrir tvo að eigin vali hjá Margmiðlunarskólanum, 12 mánaða áskrift 3 Unity Pro og gagnavistun hjá Basis í 12 mánuði. Einnig fékk sigurliðið frían aðgang að Eve Online Fanfesti frá CCP. „Að fá þennan stuðning mun gera okkur kleift að klára leikinn sem er markmiðið okkar á næstu misserum,“ segja þeir Hrafn Orri, Valdimar og Egill í Demon Lab í tilkynningunni. Making Play fengu einnig viðurkenningu fyrir listræna tilburði í leik sínum Video Games Are Hard. Þá fengu Cosmosis viðurkenningu fyrir fumleika í leik sínum Nega Blast og Daz Team fékk viðurkenningu fyrir áhugaverðasta leikinn, Polymorph. Dómnefnd skipuðu þau Marina Dögg Pledel Jónsdóttir, Berglind Fanndal Káradóttir, Marco Bacnale, Stephan Schiffel og Pétur Örn Þórarinsson. Tilgangur Game Creator er að efla nýsköpun í íslenskri leikjaframleiðslu og gefa nýju fólki og liðum tækifæri á að koma fram og kynna hugmyndir sínar og leikjahönnun.
Leikjavísir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira