Óttaðist að Stefán Logi myndi drepa sig Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2015 14:52 Stefán Logi Sívarsson og Daníel Rafn Guðmundsson mættu í héraðsdóm Reykjavíkur í dag vegna málsins. Vísir/GVA Daníel Rafn Guðmundsson, sem ákærður er fyrir að ráðast á Stefán Loga Sívarsson, segist hafa óttast að sá síðarnefndi myndi drepa sig. Þetta kom fram fyrir héraðsdómi í dag þar sem réttarhöld yfir honum fara fram. Fyrir dómi sagði Daníel um formála málsins að konan hans hafi brotnað saman og sagt honum að hún hafi vaknað í partýi og þá hafi verið búið að misnota hana. „Hún segir að sér hafi verið hótað því að ef hún myndi segja frá þessu þá þyrfti að stúta mér,“ sagði hann.Sjá einnig: Segist saklaus af árás á Stefán LogaEftir að hafa talað við gestgjafann hafi honum verið bent á að tala við Stefán Loga, sem hann hringdi þá í. „Það endar með því að hann segist vera á leiðinni heim til mín – ég var bara hálfsmeykur,“ sagði hann. Á þessum tímapunkti segist Daníel Rafn hafa hringt í Jón Hilmar Hallgrímsson, sem oftast var kallaður Jón Stóri, og beðið hann að koma til að reyna að „settla“ málið.„Jón Hilmar kom og ætlaði að reyna að róa þetta niður en úr þessu urðu einhver læti,“ sagði hann. „Þegar ég mæti Stefáni þarna úti fæ ég barefli í höfuðið. Mér bregður mjög mikið og fæ þungt höfuðhögg og man gloppótt hvað gerðist þá. Ég var orðinn mjög hræddur um líf mitt eftir að hafa fengið þetta högg.“Saksóknari spurði þá hvort það væri hans upplifun að erindi Stefáns hafi verið að ganga í skrokk á sér. „Já alveg klárlega hann hótaði mér í símann og sagði það líka við Jón (stóra) í símann,“ svaraði Daníel og hélt áfram: „Tónninn í röddinni var ekki þannig að hann vildi ræða við mig.“Sjá einnig: Ákærður fyrir hrottalega líkamsárás á SkeljagrandabróðurDaníel sagði nokkrum sinnum fyrir dóminum að hann myndi ekki eftir öllu sem gerðist þennan dag. „Eins og ég segi – þetta gerist allt mjög hratt og ég var í mikilli geðshræringu út af þessu sem konan mín sagði mér og ég var líka hræddur af því að þeir höfðu sagt að þeir myndu stúta mér,“ sagði hann.Árásin sem Daníel Rafn er ákærður fyrir átti sér stað í Ystaseli þann 17. maí árið 2013. Hann er ákærður fyrir að hafa slegið og sparkað ítrekað í höfuð Stefáns og líkama og fyrir að nota hafnaboltakylfu og hnúajárn. Stefán rifbeinsbrotnaði, nefbrotnaði og kinnbeinsbrotnaði í árásinni. Þá missti hann fjórar framtennur í efri gómi. Að auki skarst hann illa í andliti, meðal annars í vör og á enni.Stefán Logi fer fram á fimm milljóna króna miskabætur og tvær milljónir í skaðabætur vegna útlagðs tannlæknakostnaðar vegna árásarinnar. Tengdar fréttir Segist saklaus af árás á Stefán Loga Daníel Rafn Guðmundsson lýsti yfir sakleysi sínu í morgun við þingfestingu í máli ríkissaksóknara á hendur honum fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Breiðholti í maí í fyrra. 8. desember 2014 09:38 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Daníel Rafn Guðmundsson, sem ákærður er fyrir að ráðast á Stefán Loga Sívarsson, segist hafa óttast að sá síðarnefndi myndi drepa sig. Þetta kom fram fyrir héraðsdómi í dag þar sem réttarhöld yfir honum fara fram. Fyrir dómi sagði Daníel um formála málsins að konan hans hafi brotnað saman og sagt honum að hún hafi vaknað í partýi og þá hafi verið búið að misnota hana. „Hún segir að sér hafi verið hótað því að ef hún myndi segja frá þessu þá þyrfti að stúta mér,“ sagði hann.Sjá einnig: Segist saklaus af árás á Stefán LogaEftir að hafa talað við gestgjafann hafi honum verið bent á að tala við Stefán Loga, sem hann hringdi þá í. „Það endar með því að hann segist vera á leiðinni heim til mín – ég var bara hálfsmeykur,“ sagði hann. Á þessum tímapunkti segist Daníel Rafn hafa hringt í Jón Hilmar Hallgrímsson, sem oftast var kallaður Jón Stóri, og beðið hann að koma til að reyna að „settla“ málið.„Jón Hilmar kom og ætlaði að reyna að róa þetta niður en úr þessu urðu einhver læti,“ sagði hann. „Þegar ég mæti Stefáni þarna úti fæ ég barefli í höfuðið. Mér bregður mjög mikið og fæ þungt höfuðhögg og man gloppótt hvað gerðist þá. Ég var orðinn mjög hræddur um líf mitt eftir að hafa fengið þetta högg.“Saksóknari spurði þá hvort það væri hans upplifun að erindi Stefáns hafi verið að ganga í skrokk á sér. „Já alveg klárlega hann hótaði mér í símann og sagði það líka við Jón (stóra) í símann,“ svaraði Daníel og hélt áfram: „Tónninn í röddinni var ekki þannig að hann vildi ræða við mig.“Sjá einnig: Ákærður fyrir hrottalega líkamsárás á SkeljagrandabróðurDaníel sagði nokkrum sinnum fyrir dóminum að hann myndi ekki eftir öllu sem gerðist þennan dag. „Eins og ég segi – þetta gerist allt mjög hratt og ég var í mikilli geðshræringu út af þessu sem konan mín sagði mér og ég var líka hræddur af því að þeir höfðu sagt að þeir myndu stúta mér,“ sagði hann.Árásin sem Daníel Rafn er ákærður fyrir átti sér stað í Ystaseli þann 17. maí árið 2013. Hann er ákærður fyrir að hafa slegið og sparkað ítrekað í höfuð Stefáns og líkama og fyrir að nota hafnaboltakylfu og hnúajárn. Stefán rifbeinsbrotnaði, nefbrotnaði og kinnbeinsbrotnaði í árásinni. Þá missti hann fjórar framtennur í efri gómi. Að auki skarst hann illa í andliti, meðal annars í vör og á enni.Stefán Logi fer fram á fimm milljóna króna miskabætur og tvær milljónir í skaðabætur vegna útlagðs tannlæknakostnaðar vegna árásarinnar.
Tengdar fréttir Segist saklaus af árás á Stefán Loga Daníel Rafn Guðmundsson lýsti yfir sakleysi sínu í morgun við þingfestingu í máli ríkissaksóknara á hendur honum fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Breiðholti í maí í fyrra. 8. desember 2014 09:38 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Segist saklaus af árás á Stefán Loga Daníel Rafn Guðmundsson lýsti yfir sakleysi sínu í morgun við þingfestingu í máli ríkissaksóknara á hendur honum fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Breiðholti í maí í fyrra. 8. desember 2014 09:38