Segir mikið af fíkniefnum í umferð á Vogi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2015 11:19 Aðalsteinn braut reglurnar á Vogi þegar hann neytti rítalíns þar á meðan hann var í meðferð. Vísir/Stefán/Einar Aðalsteinn Árdal Björnsson, fangi á Litla- Hrauni, segir að auðvelt sé að komast í lyf á sjúkrahúsinu Vogi. Það hafi hann upplifað þegar hann fór á sjúkrahúsið til að taka út hluta fangelsisdóms sem hann afplánar nú. Þetta kemur fram í pistli sem Aðalsteinn ritar og birtist á vef Pressunnar. Aðalsteinn var dæmdur í 23 mánaða fangelsi vegna ýmissa afbrota en hann hefur verið í fíkniefnaneyslu í 22 ár, eða frá því hann var 13 ára gamall. Í apríl í fyrra fékk Aðalsteinn að taka dóminn út í meðferð og fór hann á Vog. Þaðan fór hann á Staðarfell í eftirmeðferð og svo á áfangaheimilið Vin. Aðalsteinn féll hins vegar eftir fimm mánuði og tók lyf. Hann var því fluttur í fangelsi en óskaði eftir að fara aftur á Vog. Eftir tvo mánuði var orðið við þeirri ósk hans og hann fór aftur á áfangaheimilið. Hann féll hins vegar aftur: „Niðurstaðan var að ég fór aftur á sjúkrahúsið Vog, mjög veikur af mínum sjúkdómi. Þegar ég kom þangað var mikið rugl í gangi. Margir í neyslu og hafði tekist að smygla lyfjum inn á sjúkrahúsið. Mér gekk vel til að byrja með. Á áttunda degi lét ég undan lönguninni og tók rítalín. Mig langaði ekki að vera í vímu. Að falla. Ég var bara ekki sterkari á svellinu en þetta.“ „Ég var færður lasinn af sjúkrahúsinu Vogi í fangelsi“ Í kjölfarið komu tveir fangaflutningamenn og fluttu Aðalstein aftur á Litla-Hraun. Fékk hann þær upplýsingar að hann hefði brotið reglur sjúkrahússins með því að neyta lyfja. Aðalsteinn vill hins vegar að reglurnar verði endurskoðaðar: „Alkóhólismi er sjúkdómur. Vogur er sjúkrahús. Og ég er sjúklingur. Ég er lasinn. Það ætti enginn að verða hissa að veikur alkóhólisti drekki áfengi eða taki eiturlyf þegar það er rétt að byrja renna af honum. Viðkomandi sér varla enn í gegnum lyfjamókið. Við þetta má svo bæta að það er alvarlegt hversu mikið af fíkniefnum er í umferð á Vogi. Landslagið þar er gjörbreytt. Ég var færður lasinn af sjúkrahúsinu Vogi í fangelsi. Handtekinn fyrir aðaleinkenni fíkniefnasjúkdómsins. Og skutlað á Litla Hraun.“ Pistil Aðalsteins má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Aðalsteinn Árdal Björnsson, fangi á Litla- Hrauni, segir að auðvelt sé að komast í lyf á sjúkrahúsinu Vogi. Það hafi hann upplifað þegar hann fór á sjúkrahúsið til að taka út hluta fangelsisdóms sem hann afplánar nú. Þetta kemur fram í pistli sem Aðalsteinn ritar og birtist á vef Pressunnar. Aðalsteinn var dæmdur í 23 mánaða fangelsi vegna ýmissa afbrota en hann hefur verið í fíkniefnaneyslu í 22 ár, eða frá því hann var 13 ára gamall. Í apríl í fyrra fékk Aðalsteinn að taka dóminn út í meðferð og fór hann á Vog. Þaðan fór hann á Staðarfell í eftirmeðferð og svo á áfangaheimilið Vin. Aðalsteinn féll hins vegar eftir fimm mánuði og tók lyf. Hann var því fluttur í fangelsi en óskaði eftir að fara aftur á Vog. Eftir tvo mánuði var orðið við þeirri ósk hans og hann fór aftur á áfangaheimilið. Hann féll hins vegar aftur: „Niðurstaðan var að ég fór aftur á sjúkrahúsið Vog, mjög veikur af mínum sjúkdómi. Þegar ég kom þangað var mikið rugl í gangi. Margir í neyslu og hafði tekist að smygla lyfjum inn á sjúkrahúsið. Mér gekk vel til að byrja með. Á áttunda degi lét ég undan lönguninni og tók rítalín. Mig langaði ekki að vera í vímu. Að falla. Ég var bara ekki sterkari á svellinu en þetta.“ „Ég var færður lasinn af sjúkrahúsinu Vogi í fangelsi“ Í kjölfarið komu tveir fangaflutningamenn og fluttu Aðalstein aftur á Litla-Hraun. Fékk hann þær upplýsingar að hann hefði brotið reglur sjúkrahússins með því að neyta lyfja. Aðalsteinn vill hins vegar að reglurnar verði endurskoðaðar: „Alkóhólismi er sjúkdómur. Vogur er sjúkrahús. Og ég er sjúklingur. Ég er lasinn. Það ætti enginn að verða hissa að veikur alkóhólisti drekki áfengi eða taki eiturlyf þegar það er rétt að byrja renna af honum. Viðkomandi sér varla enn í gegnum lyfjamókið. Við þetta má svo bæta að það er alvarlegt hversu mikið af fíkniefnum er í umferð á Vogi. Landslagið þar er gjörbreytt. Ég var færður lasinn af sjúkrahúsinu Vogi í fangelsi. Handtekinn fyrir aðaleinkenni fíkniefnasjúkdómsins. Og skutlað á Litla Hraun.“ Pistil Aðalsteins má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira