Segir mikið af fíkniefnum í umferð á Vogi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2015 11:19 Aðalsteinn braut reglurnar á Vogi þegar hann neytti rítalíns þar á meðan hann var í meðferð. Vísir/Stefán/Einar Aðalsteinn Árdal Björnsson, fangi á Litla- Hrauni, segir að auðvelt sé að komast í lyf á sjúkrahúsinu Vogi. Það hafi hann upplifað þegar hann fór á sjúkrahúsið til að taka út hluta fangelsisdóms sem hann afplánar nú. Þetta kemur fram í pistli sem Aðalsteinn ritar og birtist á vef Pressunnar. Aðalsteinn var dæmdur í 23 mánaða fangelsi vegna ýmissa afbrota en hann hefur verið í fíkniefnaneyslu í 22 ár, eða frá því hann var 13 ára gamall. Í apríl í fyrra fékk Aðalsteinn að taka dóminn út í meðferð og fór hann á Vog. Þaðan fór hann á Staðarfell í eftirmeðferð og svo á áfangaheimilið Vin. Aðalsteinn féll hins vegar eftir fimm mánuði og tók lyf. Hann var því fluttur í fangelsi en óskaði eftir að fara aftur á Vog. Eftir tvo mánuði var orðið við þeirri ósk hans og hann fór aftur á áfangaheimilið. Hann féll hins vegar aftur: „Niðurstaðan var að ég fór aftur á sjúkrahúsið Vog, mjög veikur af mínum sjúkdómi. Þegar ég kom þangað var mikið rugl í gangi. Margir í neyslu og hafði tekist að smygla lyfjum inn á sjúkrahúsið. Mér gekk vel til að byrja með. Á áttunda degi lét ég undan lönguninni og tók rítalín. Mig langaði ekki að vera í vímu. Að falla. Ég var bara ekki sterkari á svellinu en þetta.“ „Ég var færður lasinn af sjúkrahúsinu Vogi í fangelsi“ Í kjölfarið komu tveir fangaflutningamenn og fluttu Aðalstein aftur á Litla-Hraun. Fékk hann þær upplýsingar að hann hefði brotið reglur sjúkrahússins með því að neyta lyfja. Aðalsteinn vill hins vegar að reglurnar verði endurskoðaðar: „Alkóhólismi er sjúkdómur. Vogur er sjúkrahús. Og ég er sjúklingur. Ég er lasinn. Það ætti enginn að verða hissa að veikur alkóhólisti drekki áfengi eða taki eiturlyf þegar það er rétt að byrja renna af honum. Viðkomandi sér varla enn í gegnum lyfjamókið. Við þetta má svo bæta að það er alvarlegt hversu mikið af fíkniefnum er í umferð á Vogi. Landslagið þar er gjörbreytt. Ég var færður lasinn af sjúkrahúsinu Vogi í fangelsi. Handtekinn fyrir aðaleinkenni fíkniefnasjúkdómsins. Og skutlað á Litla Hraun.“ Pistil Aðalsteins má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Sjá meira
Aðalsteinn Árdal Björnsson, fangi á Litla- Hrauni, segir að auðvelt sé að komast í lyf á sjúkrahúsinu Vogi. Það hafi hann upplifað þegar hann fór á sjúkrahúsið til að taka út hluta fangelsisdóms sem hann afplánar nú. Þetta kemur fram í pistli sem Aðalsteinn ritar og birtist á vef Pressunnar. Aðalsteinn var dæmdur í 23 mánaða fangelsi vegna ýmissa afbrota en hann hefur verið í fíkniefnaneyslu í 22 ár, eða frá því hann var 13 ára gamall. Í apríl í fyrra fékk Aðalsteinn að taka dóminn út í meðferð og fór hann á Vog. Þaðan fór hann á Staðarfell í eftirmeðferð og svo á áfangaheimilið Vin. Aðalsteinn féll hins vegar eftir fimm mánuði og tók lyf. Hann var því fluttur í fangelsi en óskaði eftir að fara aftur á Vog. Eftir tvo mánuði var orðið við þeirri ósk hans og hann fór aftur á áfangaheimilið. Hann féll hins vegar aftur: „Niðurstaðan var að ég fór aftur á sjúkrahúsið Vog, mjög veikur af mínum sjúkdómi. Þegar ég kom þangað var mikið rugl í gangi. Margir í neyslu og hafði tekist að smygla lyfjum inn á sjúkrahúsið. Mér gekk vel til að byrja með. Á áttunda degi lét ég undan lönguninni og tók rítalín. Mig langaði ekki að vera í vímu. Að falla. Ég var bara ekki sterkari á svellinu en þetta.“ „Ég var færður lasinn af sjúkrahúsinu Vogi í fangelsi“ Í kjölfarið komu tveir fangaflutningamenn og fluttu Aðalstein aftur á Litla-Hraun. Fékk hann þær upplýsingar að hann hefði brotið reglur sjúkrahússins með því að neyta lyfja. Aðalsteinn vill hins vegar að reglurnar verði endurskoðaðar: „Alkóhólismi er sjúkdómur. Vogur er sjúkrahús. Og ég er sjúklingur. Ég er lasinn. Það ætti enginn að verða hissa að veikur alkóhólisti drekki áfengi eða taki eiturlyf þegar það er rétt að byrja renna af honum. Viðkomandi sér varla enn í gegnum lyfjamókið. Við þetta má svo bæta að það er alvarlegt hversu mikið af fíkniefnum er í umferð á Vogi. Landslagið þar er gjörbreytt. Ég var færður lasinn af sjúkrahúsinu Vogi í fangelsi. Handtekinn fyrir aðaleinkenni fíkniefnasjúkdómsins. Og skutlað á Litla Hraun.“ Pistil Aðalsteins má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Sjá meira