Netanyahu gagnrýnir viðræður Bandaríkjanna við Íran Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2015 16:44 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Vísir/EPA „Leiðtogar Bandaríkjanna hafa áhyggjur af öryggi ríkisins. Leiðtogar Ísrael hafa áhyggjur af því að ríkið lifi af.“ Þetta sagði Benjamn Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þar sem hann hélt ræðu í Bandaríkjunum í dag. Forsætisráðherrann mun einnig halda ræðu í fulltrúadeild þingsins þar í landi á morgun. Repúblikanar fengu Netanyahu til Bandaríkjanna, án þess að Barack Obama, forseti, kæmi að þeirra ákvörðun. Þeir hafa deilt undanfarin misseri um samningaviðræður Bandaríkjanna og Íran um kjarnorkuþróun Íran. Netanyahu sagði heimsókn sína ekki vera til að koma höggi á Obama, en hann sagði forsetann ekki skilja þær áhyggjur sem Ísraelar hafa af þróun mála í Íran. „Ég hef siðferðilega skyldu til að ræða þessa hættu á meðan enn er tími til að koma í veg fyrir hana,“ sagði Netanyahu samkvæmt AP fréttaveitunni. Forsætisráðherrann sagði að þrátt fyrir allt væri samband Bandaríkjanna og Ísrael sterkt. „Fregnir af vandræðum í sambandi Ísrael og Bandaríkjanna eru ekki einungis ótímabærar. Þær eru einfaldlega rangar. Bandalag okkar er sterkara en áður.“ Erindreki Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Samantha Power, hélt eining ræðu en hún sagði að þrátt fyrir viðræður Bandaríkjanna og Íran, væri Obama staðráðinn í að koma í veg fyrir að Íran kæmi upp kjarnorkuvopnum. „Ef viðræður mistakast, þekkjum við hætturnar af því að Íran búi yfir kjarnorkuvopnum. Við munum ekki leyfa því að gerast.“ Viðræður á milli Bandaríkjanna og Íran hafa staðið yfir síðustu mánuði og nýverið var kynnt að árangur hefði náðst. Sá árangur sneri að því að Íran myndi setja áætlanir sínar á ís í tíu ár, en að á seinni árum samningsins gæti Íran hraðað vinnu sinni. Netanyahu segir það ekki ásættanlegt og hefur gefið í skyn að Bandaríkin hafi gefist upp á að koma í veg fyrir að Íran öðlist kjarnorkuvopn. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
„Leiðtogar Bandaríkjanna hafa áhyggjur af öryggi ríkisins. Leiðtogar Ísrael hafa áhyggjur af því að ríkið lifi af.“ Þetta sagði Benjamn Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þar sem hann hélt ræðu í Bandaríkjunum í dag. Forsætisráðherrann mun einnig halda ræðu í fulltrúadeild þingsins þar í landi á morgun. Repúblikanar fengu Netanyahu til Bandaríkjanna, án þess að Barack Obama, forseti, kæmi að þeirra ákvörðun. Þeir hafa deilt undanfarin misseri um samningaviðræður Bandaríkjanna og Íran um kjarnorkuþróun Íran. Netanyahu sagði heimsókn sína ekki vera til að koma höggi á Obama, en hann sagði forsetann ekki skilja þær áhyggjur sem Ísraelar hafa af þróun mála í Íran. „Ég hef siðferðilega skyldu til að ræða þessa hættu á meðan enn er tími til að koma í veg fyrir hana,“ sagði Netanyahu samkvæmt AP fréttaveitunni. Forsætisráðherrann sagði að þrátt fyrir allt væri samband Bandaríkjanna og Ísrael sterkt. „Fregnir af vandræðum í sambandi Ísrael og Bandaríkjanna eru ekki einungis ótímabærar. Þær eru einfaldlega rangar. Bandalag okkar er sterkara en áður.“ Erindreki Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Samantha Power, hélt eining ræðu en hún sagði að þrátt fyrir viðræður Bandaríkjanna og Íran, væri Obama staðráðinn í að koma í veg fyrir að Íran kæmi upp kjarnorkuvopnum. „Ef viðræður mistakast, þekkjum við hætturnar af því að Íran búi yfir kjarnorkuvopnum. Við munum ekki leyfa því að gerast.“ Viðræður á milli Bandaríkjanna og Íran hafa staðið yfir síðustu mánuði og nýverið var kynnt að árangur hefði náðst. Sá árangur sneri að því að Íran myndi setja áætlanir sínar á ís í tíu ár, en að á seinni árum samningsins gæti Íran hraðað vinnu sinni. Netanyahu segir það ekki ásættanlegt og hefur gefið í skyn að Bandaríkin hafi gefist upp á að koma í veg fyrir að Íran öðlist kjarnorkuvopn.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira