Fyrirtækið segir að með þessum símum megi taka betri myndir í slæmri birtu, en þekkist hjá öðrum símum. Með því að ýta tvisvar sinnum á „Home“ takkann má opna myndavélina á skotstundu.
Á kynningu Samsung kom fram að gler símans væri helmingi sterkara en gler sambærilegra síma. Þá var skotið á Apple með því að segja að síminn bognaði ekki. Eins og frægt varð, þóttu símar Apple iPhone 6 og 6 Plus kannski sérstaklega, bogna auðveldlega.
Strax hefur einhver tekið þá orðinu og þegar er búið að birta myndband á Youtube þar sem reynt er að beygja símann með álíka átaki og þurfti á iPhone 6 Plus. Bæði myndböndin má sjá hér að neðan.