Samkeppni um teikningu að mosku ýtt úr vör Jakob Bjarnar skrifar 2. mars 2015 12:16 Moskan sem rís í Sogamýri verður 800 fm að flatarmáli og kostnaðaráætlun hljóðar uppá um 300 milljónir. Að öllu óbreyttu mun Félag íslenskra múslíma og Arkítektafélagið undirrita samning um samkeppni um teikningu að mosku í dag. Gert er ráð fyrir að moskan kosti um 300 milljónir króna. Sverrir Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslíma, segir fyrirhugaða byggingu mosku í Sogamýrinni á áætlun. Í dag verður stigið stórt skref í þá átt að byggingin rísi. Fundað verður með Arkítektafélaginu í dag, og líkast til verður þá gengið frá undirritun samnings um samkeppnina; samkeppnislýsing verður gerð opinber í dag. „Við höfum lengi verið í samvinnu við Arkítektafélagið að koma á samkeppni um hvernig moskan á að líta út. Og, það verður vonandi endanlega gengið frá því í dag. Svo verða þau gögn gerð opinber og samkeppnin hefst. Fyrstu verðlaun verða einhvers staðar í kringum 2,5 milljón,“ segir Sverrir.Þeir sem eru andsnúnir því að moska rísi í Sogamýrinni hafa gengið býsna langt í að koma þeirri skoðun sinni á framfæri.Fyrirhuguð bygging hefur verið mjög umdeild, þannig vakti það athygli þegar henni var mótmælt með því að dreift var svínahausum á lóðina þar sem hún mun rísa og borgarfulltrúar Framsóknarflokksins og flugvallavina hafa mótmælt því að hún rísi á þessum stað. Sverrir lætur það ekki trufla sig hið minnsta. Byggingin verður 800 fermetrar að flatarmáli. En, hvernig verður hún fjármögnuð? „Við förum bara af stað og biðjum einstaklinga um víða veröld að styrkja okkur. Við höfum ekki verið samræðum við neinn, aðeins reifað þetta við stærri sjóði en það hefur ekki komið neitt jákvætt út úr því enn.“Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina hafa lýst sig andsnúna því að byggingin rísi í Sogamýri.Kostnaðaráætlun hljóðar uppá um 300 milljónir. Moskubyggingar eru sérhæfðar, engar sérstakar útlitskröfur verða settar í samkeppnislýsinguna en Sverrir segir moskur víða mjög fallegar. Og hún mun væntanlega setja mark sitt á umhverfið? „Jahh, þetta er nú ekki mikið hærra en ljósastaurarnir á svæðinu. Þetta er ekki ein bygging. Margir sjá þetta fyrir sér sem einhverja risabyggingu. Þetta er ein af þremur byggingum sem hafa verið skipulagðar inná þennan reit. Ekki eins og þetta sé að fara að yfirtaka allt umhverfið,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslíma. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Að öllu óbreyttu mun Félag íslenskra múslíma og Arkítektafélagið undirrita samning um samkeppni um teikningu að mosku í dag. Gert er ráð fyrir að moskan kosti um 300 milljónir króna. Sverrir Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslíma, segir fyrirhugaða byggingu mosku í Sogamýrinni á áætlun. Í dag verður stigið stórt skref í þá átt að byggingin rísi. Fundað verður með Arkítektafélaginu í dag, og líkast til verður þá gengið frá undirritun samnings um samkeppnina; samkeppnislýsing verður gerð opinber í dag. „Við höfum lengi verið í samvinnu við Arkítektafélagið að koma á samkeppni um hvernig moskan á að líta út. Og, það verður vonandi endanlega gengið frá því í dag. Svo verða þau gögn gerð opinber og samkeppnin hefst. Fyrstu verðlaun verða einhvers staðar í kringum 2,5 milljón,“ segir Sverrir.Þeir sem eru andsnúnir því að moska rísi í Sogamýrinni hafa gengið býsna langt í að koma þeirri skoðun sinni á framfæri.Fyrirhuguð bygging hefur verið mjög umdeild, þannig vakti það athygli þegar henni var mótmælt með því að dreift var svínahausum á lóðina þar sem hún mun rísa og borgarfulltrúar Framsóknarflokksins og flugvallavina hafa mótmælt því að hún rísi á þessum stað. Sverrir lætur það ekki trufla sig hið minnsta. Byggingin verður 800 fermetrar að flatarmáli. En, hvernig verður hún fjármögnuð? „Við förum bara af stað og biðjum einstaklinga um víða veröld að styrkja okkur. Við höfum ekki verið samræðum við neinn, aðeins reifað þetta við stærri sjóði en það hefur ekki komið neitt jákvætt út úr því enn.“Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina hafa lýst sig andsnúna því að byggingin rísi í Sogamýri.Kostnaðaráætlun hljóðar uppá um 300 milljónir. Moskubyggingar eru sérhæfðar, engar sérstakar útlitskröfur verða settar í samkeppnislýsinguna en Sverrir segir moskur víða mjög fallegar. Og hún mun væntanlega setja mark sitt á umhverfið? „Jahh, þetta er nú ekki mikið hærra en ljósastaurarnir á svæðinu. Þetta er ekki ein bygging. Margir sjá þetta fyrir sér sem einhverja risabyggingu. Þetta er ein af þremur byggingum sem hafa verið skipulagðar inná þennan reit. Ekki eins og þetta sé að fara að yfirtaka allt umhverfið,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslíma.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira