Milljarðamæringar heimsins: Bill Gates ríkastur og Björgólfur snýr aftur

Bill Gates er enn eina ferðina í toppsætinu en hann hefur verið ríkasti maður heims sextán af síðustu 21 ári. Auðævi hans jukust um 3,2 milljarða dollara á liðnu ári og nema nú 79,2 milljörðum dollara.
Mexíkóinn Carlos Slim Helu situr í öðru sæti listans og bandaríski fjárfestirinn Warren Buffett hrifsaði þriðja sætið af Spánverjanum Amancio Ortega. Buffett var jafnframt hástökkvari listans í ár, hækkaði um 14,5 milljarða dollara í 72,7 milljarða dollara þökk sé hækkun á hlutabréfum í Berkshire Hathaway.
Mark Zuckerberg er kominn í sextánda sæti listans og er í fyrsta sinn á meðal tuttugu efstu.
Listinn í heild sinni er aðgengilegur á vef Forbes.
Tengdar fréttir

Actavis keypti Allergan fyrir 66 milljarða dala
Tilboð Actavis í fyrirtækið Allergan upp á 66 milljarða bandarískra dala eða jafnvirði rúmlega átta þúsund milljarða íslenskra króna.

Ölvaður Murdoch stytti kynni Björgólfs og Claudiu Schiffer
Björgólfur Thor Björgólfsson segir frá broslegum kynnum sínum og þýsku ofurfyrirsætunnar Claudiu Schiffer á fundi um loftslagsmál í Davos í Sviss í nýrri bók sinni, "Billions to Bust – and Back“.

Er enginn útrásarvíkingur, segir Björgólfur Thor
Hluta af óvæginni umræðu og ákveðinni hörku sem mætti Björgólfi Thor hér á landi eftir hrun segir hann skýrast af því að hann hafi verið flokkaður með "útrásarvíkingum“ sem fjárfest hafi í erlendum eignum með ódýru fjármagni frá íslensku bönkunum.

Björgólfur Thor gat ekki hjálpað föður sínum
Í nýrri bók sinni gerir Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir upp við fortíðina og viðskiptalegan viðskilnað sem varð á milli hans og Björgólfs Guðmundssonar föður hans. Björgólfur segir föður sinn hafa dreift kröftum sínum um of fyrir hrun.