Næsta gerð Audi R8 e-Tron með 450 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2015 09:53 Nýr Audi R8 e-Tron. Fyrir skömmu var hér greint frá hugsanlegri smíði Porsche rafmagnsbíls sem hefði sömu drægni og Tesla Model S hefur nú, eða yfir 400 kílómetrum. En það er ekki einungis Porsche sem er að smíða sportbíl með svipaða drægni því næsta gerð Audi R8 e-Tron mun hafa 450 km drægni og styttra gæti orðið í útkoma þess bíls en bílsins frá Porsche. Þessi nýi Audi R8 e-Tron verður 456 hestöfl og kemst í hundrað kílómetra hraða á innan við 4 sekúndum. Hann hefur fengið öflugri rafhlöður en fyrri gerð R8 e-Tron og þeir hjá Audi segja að drægni hans verði um 25 kílómetrum meiri en Tesla Model S. Margir vilja meina að þessi nýi Audi R8 e-Tron muni ekki verða mikil ógn fyrir Tesla bíla þar sem hann er talsvert dýrari. Audi R8 með V10 vél kostar um 185.000 dollara, eða 25,5 milljónir króna og Audi R8 e-Tron verður enn dýrari og fyrir vikið miklu dýrari en Tesla Model S. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent
Fyrir skömmu var hér greint frá hugsanlegri smíði Porsche rafmagnsbíls sem hefði sömu drægni og Tesla Model S hefur nú, eða yfir 400 kílómetrum. En það er ekki einungis Porsche sem er að smíða sportbíl með svipaða drægni því næsta gerð Audi R8 e-Tron mun hafa 450 km drægni og styttra gæti orðið í útkoma þess bíls en bílsins frá Porsche. Þessi nýi Audi R8 e-Tron verður 456 hestöfl og kemst í hundrað kílómetra hraða á innan við 4 sekúndum. Hann hefur fengið öflugri rafhlöður en fyrri gerð R8 e-Tron og þeir hjá Audi segja að drægni hans verði um 25 kílómetrum meiri en Tesla Model S. Margir vilja meina að þessi nýi Audi R8 e-Tron muni ekki verða mikil ógn fyrir Tesla bíla þar sem hann er talsvert dýrari. Audi R8 með V10 vél kostar um 185.000 dollara, eða 25,5 milljónir króna og Audi R8 e-Tron verður enn dýrari og fyrir vikið miklu dýrari en Tesla Model S.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent