Emilía Rós sló stigametið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2015 23:00 Emilía Rós Ómarsdóttir. Mynd/Skautasamband Íslands Emilía Rós Ómarsdóttir úr Skautafélagi Akureyrar stóð sig frábærlega á Vetrarmóti Skautasambands Íslands um helgina. Emilía Rós Ómarsdóttir sló, svo um munaði, heildarstigamet í Stúlknaflokki A á seinni keppnisdegi Vetrarmóts Skautasambands Íslands. Emilía Rós hafði einnig slegið stigametið í stutta prógramminu í gær og hlaut 81.05 stig samanlagt. Emilía Rós hefur vaxið mikið í vetur og sýndi nánast hreint prógramm með fallegum spinnum og stökkum. Fyrra met, 74.39 stig, átti Júlía Grétarsdóttir, SB, en það setti hún á Haustmótinu árið 2010. Þær Helga Karen Pedersen, SB, og Herdís Birna Hjaltalín, SB, sýnu mikið öryggi í æfingum sínum í dag. Helga Karen hafnaði í öðru sæti með 58.50 stig og fór upp fyrir Herdísi Birnu eftir langa prógrammið. Herdís hafnaði í því þriðja með heildarskor uppá 55.44 stig. Andrúmslofið var spennuþrungið þegar Unglingaflokkur A steig á svellið enda munaði litlu á milli efstu stúlknanna. Margar eru þær að reyna við þrefalt stökk og tvöfaldan Axel en þessi stökk er það sem helst skilur á milli stúlknanna. Kristín Valdís Örnólfsdóttir, SR, steig þriðja síðust inná ísinn og sýndi mikið öryggi og sjálfstraust í æfingum sínum þó herslumuninn vantaði uppá að lenda stökkunum hreinum. Kristín fékk heildarskor uppá 84.91 stig og fór upp fyrir Agnesi Dís, sem var önnur eftir fyrri keppnisdag. Júlía Grétarsdóttir, SB, var að keppa á sínu fyrsta móti á Íslandi þetta keppnistímabil en hún æfir og keppir í Kanada. Júlía var fjórða eftir stutta prógrammið í gær en átti góðan seinni dag og náði þriðja sætinu með 81.15 stig. Pressan var því mikil þegar Þuríður Björg Björgvinsdóttir, SB, steig síðust inná svellið. Þuríður sýndi fallegar æfingar en líkt og Kristín Valdís þá vantaði herslumuninn í að klára stökkin til fulls. Þuríður sýndi það hinsvegar og sannaði að hún er vel að titlinum komin er hún lenti hreinu þreföldu Salchow og sigraði með heildarskor uppá 86.90 stig. Ivana Reitmeyerova frá Slóvakíu sló lokapunktinn á veturinn er hún sýndi glæsileg tilþrif á ísnum í langa prógramminu. Ivana er að koma aftur inn eftir langt hlé en sýndi það svo sannarlega af hverju hún náði lágmörkum til keppni á Ólympíuleikum árið 2010. Hún var þó nokkuð frá sínu besta en þreytt og glöð að keppni lokinni og uppskar mikil fagnaðarlæti meðal áhorfenda. Það er ómetanlegt fyrir skautaíþróttina í landinu að fá svo glæsilega íþróttakonu eins og Ivönu á mót hérlendis. Ekki síður er það mikilvægt fyrir ungviðið að horfa á fyrirmyndir sínar á heimavelli. Eins og sjá má á keppendum hefur skautaíþróttin vaxið mjög og ber það helst að nefna fjölda stúlkna í efstu flokkunum og hversu mikil baráttan er orðin í Unglingaflokki A. Framtíðin er því björt í listhlaupi á skautum. Íþróttir Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira
Emilía Rós Ómarsdóttir úr Skautafélagi Akureyrar stóð sig frábærlega á Vetrarmóti Skautasambands Íslands um helgina. Emilía Rós Ómarsdóttir sló, svo um munaði, heildarstigamet í Stúlknaflokki A á seinni keppnisdegi Vetrarmóts Skautasambands Íslands. Emilía Rós hafði einnig slegið stigametið í stutta prógramminu í gær og hlaut 81.05 stig samanlagt. Emilía Rós hefur vaxið mikið í vetur og sýndi nánast hreint prógramm með fallegum spinnum og stökkum. Fyrra met, 74.39 stig, átti Júlía Grétarsdóttir, SB, en það setti hún á Haustmótinu árið 2010. Þær Helga Karen Pedersen, SB, og Herdís Birna Hjaltalín, SB, sýnu mikið öryggi í æfingum sínum í dag. Helga Karen hafnaði í öðru sæti með 58.50 stig og fór upp fyrir Herdísi Birnu eftir langa prógrammið. Herdís hafnaði í því þriðja með heildarskor uppá 55.44 stig. Andrúmslofið var spennuþrungið þegar Unglingaflokkur A steig á svellið enda munaði litlu á milli efstu stúlknanna. Margar eru þær að reyna við þrefalt stökk og tvöfaldan Axel en þessi stökk er það sem helst skilur á milli stúlknanna. Kristín Valdís Örnólfsdóttir, SR, steig þriðja síðust inná ísinn og sýndi mikið öryggi og sjálfstraust í æfingum sínum þó herslumuninn vantaði uppá að lenda stökkunum hreinum. Kristín fékk heildarskor uppá 84.91 stig og fór upp fyrir Agnesi Dís, sem var önnur eftir fyrri keppnisdag. Júlía Grétarsdóttir, SB, var að keppa á sínu fyrsta móti á Íslandi þetta keppnistímabil en hún æfir og keppir í Kanada. Júlía var fjórða eftir stutta prógrammið í gær en átti góðan seinni dag og náði þriðja sætinu með 81.15 stig. Pressan var því mikil þegar Þuríður Björg Björgvinsdóttir, SB, steig síðust inná svellið. Þuríður sýndi fallegar æfingar en líkt og Kristín Valdís þá vantaði herslumuninn í að klára stökkin til fulls. Þuríður sýndi það hinsvegar og sannaði að hún er vel að titlinum komin er hún lenti hreinu þreföldu Salchow og sigraði með heildarskor uppá 86.90 stig. Ivana Reitmeyerova frá Slóvakíu sló lokapunktinn á veturinn er hún sýndi glæsileg tilþrif á ísnum í langa prógramminu. Ivana er að koma aftur inn eftir langt hlé en sýndi það svo sannarlega af hverju hún náði lágmörkum til keppni á Ólympíuleikum árið 2010. Hún var þó nokkuð frá sínu besta en þreytt og glöð að keppni lokinni og uppskar mikil fagnaðarlæti meðal áhorfenda. Það er ómetanlegt fyrir skautaíþróttina í landinu að fá svo glæsilega íþróttakonu eins og Ivönu á mót hérlendis. Ekki síður er það mikilvægt fyrir ungviðið að horfa á fyrirmyndir sínar á heimavelli. Eins og sjá má á keppendum hefur skautaíþróttin vaxið mjög og ber það helst að nefna fjölda stúlkna í efstu flokkunum og hversu mikil baráttan er orðin í Unglingaflokki A. Framtíðin er því björt í listhlaupi á skautum.
Íþróttir Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira