Embættismenn draga lappirnar í sveppunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. mars 2015 18:55 Sveppaskortur er í landinu vegna framleiðslubrests hjá Flúðasveppum og annar fyrirtækið ekki eftirspurn. Sjávarútvegs- og landbúnaðar-ráðuneytið hefur dregið lappirnar og ekki fylgt lagaskyldu um niðurfellingu tolla á innflutta sveppi eins og búvörulögin kveða á um þegar skortur er á sveppum. Búvörulögum kemur fram að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skuli fella niður tolla á innfluttum landbúnaðarvörum ef innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Þetta er ekki valkvæð heimild ráðherra enda er orðalagið í ákvæðinu „ráðherra skal.“ Búr hf. sem sér íslenskum smásölufyrirtækjum fyrir grænmeti og ávöxtum hefur ekki fengið afgreidda sveppi frá fyrirtækinu Flúðasveppum upp í pantanir sínar að undanförnu. Skortur hefur verið undanfarnar þrjár vikur vegna uppákomu sem varð í ræktun hjá fyrirtækinu og greint hefur verið frá í fjölmiðlum.Tökumaður Stöðvar 2 fann eiginlega enga sveppi Fréttastofa Stöðvar 2 átti erfitt með að finna myndefni af sveppum í dag til að þekja þessa frétt enda voru þeir ekki til í flestum verslunum. Þeir fundust þó á endanum í Hagkaup í Garðabæ. Ýmislegt bendir til að Flúðasveppir, sem eru langstærsti innlendi framleiðandinn á sveppum og nánast í einokunarstöðu, anni ekki lengur innanlandseftirspurn á tímabilum. Búr hf. fær þau svör að líklegt sé að áfram verði skortur, þ.e. að Flúðasveppir geti ekki framleitt upp í pantanir. Þrátt fyrir þetta eru lagðir tollar á innflutta sveppi, 80 kr. á kílóið, til verndar þessum eina stóra framleiðanda. Búr brást skjótt við vegna sveppaskortsins og pantaði sveppi frá Hollandi með flugi. Á mánudag sendi Búr póst á Ólaf Friðriksson, skrifstofustjóra atvinnuvegaráðuneytisins og formann ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara og fór fram á að nefndin felldi niður tolla á innflutningnum í samræmi við ákvæði Búvörulaga. Engin svör hafa borist.Ólafur Þ. Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Stendur iðulega með innlenda framleiðandanum Ólafur Þ. Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir lögin alveg skýr en félagið hefur aðstoðað Búr við að gæta hagsmuna sinna í málinu „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi nefnd um inn- og útfflutning landbúnaðarvara dregur lappirnar þegar það er skortur á markaðnum. Hún stendur iðulega með innlenda framleiðandanum en síður með innflytjendum og neytendum,“ segir Ólafur. Ráðuneytið hefur ekki svarað erindinu frá Búr, eins og áður segir. „Það koma engin svör í heila viku og það er alveg deginum ljósara að það er skortur af sveppum á markaðnum. En svo er það alveg fráleitt, burtséð frá sveppaskortinum núna, að það sé tollur á þessa afurð til að vernda í rauninni einn vinnustað á Suðurlandi.“ Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í dag til að fá viðbrögð ráðuneytisins. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Sveppaskortur er í landinu vegna framleiðslubrests hjá Flúðasveppum og annar fyrirtækið ekki eftirspurn. Sjávarútvegs- og landbúnaðar-ráðuneytið hefur dregið lappirnar og ekki fylgt lagaskyldu um niðurfellingu tolla á innflutta sveppi eins og búvörulögin kveða á um þegar skortur er á sveppum. Búvörulögum kemur fram að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skuli fella niður tolla á innfluttum landbúnaðarvörum ef innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Þetta er ekki valkvæð heimild ráðherra enda er orðalagið í ákvæðinu „ráðherra skal.“ Búr hf. sem sér íslenskum smásölufyrirtækjum fyrir grænmeti og ávöxtum hefur ekki fengið afgreidda sveppi frá fyrirtækinu Flúðasveppum upp í pantanir sínar að undanförnu. Skortur hefur verið undanfarnar þrjár vikur vegna uppákomu sem varð í ræktun hjá fyrirtækinu og greint hefur verið frá í fjölmiðlum.Tökumaður Stöðvar 2 fann eiginlega enga sveppi Fréttastofa Stöðvar 2 átti erfitt með að finna myndefni af sveppum í dag til að þekja þessa frétt enda voru þeir ekki til í flestum verslunum. Þeir fundust þó á endanum í Hagkaup í Garðabæ. Ýmislegt bendir til að Flúðasveppir, sem eru langstærsti innlendi framleiðandinn á sveppum og nánast í einokunarstöðu, anni ekki lengur innanlandseftirspurn á tímabilum. Búr hf. fær þau svör að líklegt sé að áfram verði skortur, þ.e. að Flúðasveppir geti ekki framleitt upp í pantanir. Þrátt fyrir þetta eru lagðir tollar á innflutta sveppi, 80 kr. á kílóið, til verndar þessum eina stóra framleiðanda. Búr brást skjótt við vegna sveppaskortsins og pantaði sveppi frá Hollandi með flugi. Á mánudag sendi Búr póst á Ólaf Friðriksson, skrifstofustjóra atvinnuvegaráðuneytisins og formann ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara og fór fram á að nefndin felldi niður tolla á innflutningnum í samræmi við ákvæði Búvörulaga. Engin svör hafa borist.Ólafur Þ. Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Stendur iðulega með innlenda framleiðandanum Ólafur Þ. Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir lögin alveg skýr en félagið hefur aðstoðað Búr við að gæta hagsmuna sinna í málinu „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi nefnd um inn- og útfflutning landbúnaðarvara dregur lappirnar þegar það er skortur á markaðnum. Hún stendur iðulega með innlenda framleiðandanum en síður með innflytjendum og neytendum,“ segir Ólafur. Ráðuneytið hefur ekki svarað erindinu frá Búr, eins og áður segir. „Það koma engin svör í heila viku og það er alveg deginum ljósara að það er skortur af sveppum á markaðnum. En svo er það alveg fráleitt, burtséð frá sveppaskortinum núna, að það sé tollur á þessa afurð til að vernda í rauninni einn vinnustað á Suðurlandi.“ Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í dag til að fá viðbrögð ráðuneytisins.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira