Handbolti

Höllin syngur "Þar sem hjartað slær" eftir sigur ÍBV í gær | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/ÓskarÓ
Eyjamenn eru nú handhafar tveggja stærstu titlanna í íslenskum karlahandbolta eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn með 23-22 sigri á FH í Laugardalshöllinni í gær.

Eins og eftir sigurinn á Íslandsmótinu á Ásvöllum síðasta vor var það mögnuð stund þegar hið frábæra stuðningsfólk ÍBV-liðsins sameinaðist í að syngja lagið "Þar sem hjartað slær" með leikmönnum sínum.

Eyjamenn hafa unnið þessa titla á liðsheildinni og Eyjakarakterunum og það efast líka enginn um hversu mikið Eyjamenn á pöllunum eiga í því að ýta sínum mönnum yfir erfiðustu hjallana.

„Þar Sem Hjartað Slær“ er Þjóðhátíðarlagið 2012 og var þá flutt af Fjallabræðrum. Lagið er eftir Halldór Gunnar Pálsson og textinn er eftir Magnús Þór Sigmundsson.

Eyjamenn hafa verið duglegir að bæta við "Þjóðhátíðum" með öllum þessum sigrum karlaliðsins í handbolta og laugardagurinn 28. febrúar 2015 bættist í þann hóp.

Hér fyrir neðan má sjá alla Eyjamenn í Höllinni syngja lagið sitt og ef þetta framkallar ekki gæsahús hjá fólki þá gerir ekkert það.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×