Erlent

Falkvinge stoltur af íslenskum Pírötum

Birgir Olgeirsson skrifar
Rick Falkvinge.
Rick Falkvinge. Vísir/Getty
„Ég átti ekki von á þessu þegar fyrsti Pírata-flokkurinn var stofnaður fyrir áratug,“ segir Rick Falkvinge, stofnandi Pírata í Svíþjóð, í umræðum á vefnum Reddit um fylgi Pírataflokksins á Íslandi sem mælist nú stærsti þingflokkurinn samkvæmt könnun MMR og fengi sextán þingmenn kjörna á þing ef gengið yrði til kosninga í dag.

Sjá einnig: Píratar mælast stærstir

Falkvinge óskar Pírötum á Íslandi til hamingju með árangurinn. „Ég var með flokknum þegar hann var kjörinn á þing árið 2013 og fjallaði um það þá. Ég vonast til að verða viðstaddur næstu þingkosningar á Íslandi til að fagna sigri og fjalla um velgengni Pírata á Íslandi á ný.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×