Ferðamenn ráfa um og týnast á Þingvöllum Sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. mars 2015 15:48 Gríðarlega mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Þingvelli á degi hverjum. mynd/berglind sigmundsdóttir Starfsmenn þjóðgarðsins á Þingvöllum eru í önnum við að leita uppi ferðamenn sem ekki skila sér í hópferðarútur sínar. Tvívegis hefur þurft að kalla út björgunarsveitir en í bæði skiptin höfðu ferðamennirnir villst og farið upp í rangar rútur. Eftir nokkurra klukkustunda leit fundust þeir á hótelum sínum. Einar Sæmundsen, fræðslustjóri þjóðgarðsins á Þingvöllum, segir að unnið sé að vegvísum í þjóðgarðinum sem eigi að vera tilbúnir í vor. Ferðaþjónustuaðilar þurfi þó jafnframt að skerpa á samskiptum sínum við ferðamennina annars vegar og þjóðgarðinn hins vegar. Nær daglega þurfi að leita að fólki á svæðinu.Einar segist hafa áhyggjur af öryggi ferðamanna. „Veðrið hefur verið sérstaklega óþægilegt í vetur. Það hafa verið sólarglennur og allt í góðu og svo dregur ský fyrir sólu og þá kannski kemur éljakóf og menn sjá ekki mikið.“Ferðamenn hreinlega skildir eftir „Það er ýmislegt sem spilar þarna inn í. Stundum eru rútur á vitlausum stað eða fólk villist. Svo hefur það gerst að ferðamenn hafa hreinlega verið skildir eftir og það gerðist í vetur. Þá fundust tveir ferðamenn við Almannagjá í hríðarbyl, en við höfum verið í samskiptum við ferðaþjónustuna vegna þessa,“ segir Einar og heldur áfram að lýsa hremmingum erlendra ferðamanna: „Síðan er það líka það að fólk gleymir sér, misskilur leiðsögumennina eða skilur þá ekki eða jafnvel áttar sig ekki nógu vel á aðstæðum. Fer á vitlaust bílastæði, skilja ekki fyrirmæli, hafa ekki heyrt þau eða einhverjir tungumálaörðugleikar.“„Ferðamenn hafa hreinlega verið skildir eftir og það gerðist í vetur. Þá fundust tveir ferðamenn við Almannagjá í hríðarbyl.“Aldrei eins margir villst Einar segir að aldrei hafi eins margir orðið vegvilltir í garðinum og nú en að það haldist í hendur við aukinn fjölda ferðamanna á svæðinu. Ákveðið verklagsferli fer af stað þegar ferðamenn týnast en að í lang flestum tilfellum leysist málin á staðnum. Hann segist þó hafa áhyggjur af öryggi gestanna og upplifun þeirra. „Það hefur auðvitað óhagræði í för með sér fyrir ferðaþjónustuna ef þeir tefjast. En maður hefur áhyggjur af þessu í þessari vetrarferðaþjónustu. Veðrið hefur verið sérstaklega óþægilegt í vetur. Það hafa verið sólarglennur og allt í góðu og svo dregur ský fyrir sólu og þá kannski kemur éljakóf og menn sjá ekki mikið,“ segir hann að lokum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43 Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Starfsmenn þjóðgarðsins á Þingvöllum eru í önnum við að leita uppi ferðamenn sem ekki skila sér í hópferðarútur sínar. Tvívegis hefur þurft að kalla út björgunarsveitir en í bæði skiptin höfðu ferðamennirnir villst og farið upp í rangar rútur. Eftir nokkurra klukkustunda leit fundust þeir á hótelum sínum. Einar Sæmundsen, fræðslustjóri þjóðgarðsins á Þingvöllum, segir að unnið sé að vegvísum í þjóðgarðinum sem eigi að vera tilbúnir í vor. Ferðaþjónustuaðilar þurfi þó jafnframt að skerpa á samskiptum sínum við ferðamennina annars vegar og þjóðgarðinn hins vegar. Nær daglega þurfi að leita að fólki á svæðinu.Einar segist hafa áhyggjur af öryggi ferðamanna. „Veðrið hefur verið sérstaklega óþægilegt í vetur. Það hafa verið sólarglennur og allt í góðu og svo dregur ský fyrir sólu og þá kannski kemur éljakóf og menn sjá ekki mikið.“Ferðamenn hreinlega skildir eftir „Það er ýmislegt sem spilar þarna inn í. Stundum eru rútur á vitlausum stað eða fólk villist. Svo hefur það gerst að ferðamenn hafa hreinlega verið skildir eftir og það gerðist í vetur. Þá fundust tveir ferðamenn við Almannagjá í hríðarbyl, en við höfum verið í samskiptum við ferðaþjónustuna vegna þessa,“ segir Einar og heldur áfram að lýsa hremmingum erlendra ferðamanna: „Síðan er það líka það að fólk gleymir sér, misskilur leiðsögumennina eða skilur þá ekki eða jafnvel áttar sig ekki nógu vel á aðstæðum. Fer á vitlaust bílastæði, skilja ekki fyrirmæli, hafa ekki heyrt þau eða einhverjir tungumálaörðugleikar.“„Ferðamenn hafa hreinlega verið skildir eftir og það gerðist í vetur. Þá fundust tveir ferðamenn við Almannagjá í hríðarbyl.“Aldrei eins margir villst Einar segir að aldrei hafi eins margir orðið vegvilltir í garðinum og nú en að það haldist í hendur við aukinn fjölda ferðamanna á svæðinu. Ákveðið verklagsferli fer af stað þegar ferðamenn týnast en að í lang flestum tilfellum leysist málin á staðnum. Hann segist þó hafa áhyggjur af öryggi gestanna og upplifun þeirra. „Það hefur auðvitað óhagræði í för með sér fyrir ferðaþjónustuna ef þeir tefjast. En maður hefur áhyggjur af þessu í þessari vetrarferðaþjónustu. Veðrið hefur verið sérstaklega óþægilegt í vetur. Það hafa verið sólarglennur og allt í góðu og svo dregur ský fyrir sólu og þá kannski kemur éljakóf og menn sjá ekki mikið,“ segir hann að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43 Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43
Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35