Sölu Chrysler og Lancia bíla hætt í Bretlandi Finnur Thorlacius skrifar 18. mars 2015 10:52 Lancia Ypsilon. Fiat, eigandi Chrysler og Lancia, hefur ákveðið að hætta sölu bíla frá báðum merkjunum í Bretlandi og einbeita sér þess í stað að Jeep bílum þar. Fiat Chrysler Automobiles (FCA) hefur haft bílana Chrysler 300C og Voyager, auk Lancia Delta og Ypsilon í Bretlandi en sala þeirra hefur verið dræm. Sala þessara bíla minnkaði í fyrra um 21% og endaði aðeins í 1.982 seldum bílum. Langflestir þeirra voru Lancia Ypsilon. FCA áætlar að selja 10.000 Jeep bíla í Bretlandi í ár, en sala Jeep bíla þar tók risastökk í fyrra og óx um 75%. Sergio Marchionne forstjóri FCA segir reyndar að Lancia bílar verði teknir úr sölu í öllum löndum Evrópu nema í heimalandinu Ítalíu. Lancia seldi 61.483 Ypsilon bíla í fyrra og voru langflestir þeirra seldir á Ítalíu. Það er því ekki bjart yfir Lancia merkinu um þessar mundir. Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent
Fiat, eigandi Chrysler og Lancia, hefur ákveðið að hætta sölu bíla frá báðum merkjunum í Bretlandi og einbeita sér þess í stað að Jeep bílum þar. Fiat Chrysler Automobiles (FCA) hefur haft bílana Chrysler 300C og Voyager, auk Lancia Delta og Ypsilon í Bretlandi en sala þeirra hefur verið dræm. Sala þessara bíla minnkaði í fyrra um 21% og endaði aðeins í 1.982 seldum bílum. Langflestir þeirra voru Lancia Ypsilon. FCA áætlar að selja 10.000 Jeep bíla í Bretlandi í ár, en sala Jeep bíla þar tók risastökk í fyrra og óx um 75%. Sergio Marchionne forstjóri FCA segir reyndar að Lancia bílar verði teknir úr sölu í öllum löndum Evrópu nema í heimalandinu Ítalíu. Lancia seldi 61.483 Ypsilon bíla í fyrra og voru langflestir þeirra seldir á Ítalíu. Það er því ekki bjart yfir Lancia merkinu um þessar mundir.
Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent