Innlent

Fjögur þúsund ferðamenn væntanlegir með skemmtiferðaskipum vegna sólmyrkvans

Birgir Olgeirsson skrifar
Skemmtiferðaskipið Azores við bryggju í Reykjavíkurhöfn.
Skemmtiferðaskipið Azores við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Vísir/Vilhelm
Nokkur skemmtiferðaskip eru væntanleg til Íslands vegna sólmyrkvans á föstudag. Í dag lagði skipið Azores við bryggju í Reykjavík en mun halda út aftur á morgun. Skipin Magellan og Marco Polo munu koma til Reykjavíkurhafnar á laugardag eftir sólmyrkvann og þá mun skipið Voyager einnig vera við Íslandsstrendur á meðan sólmyrkvanum stendur en skipið kemur til Reykjavíkur hafnar í næstu viku.

Um það bil fjögur þúsund farþegar eru í þessum skipum en einnig eru 200 erlendir ferðamenn og vísindamenn staddir hér á landi sem ætla að fylgjast með sólmyrkvanum úr flugvél. Icelandair mun leigja út þrjár stórar þotur fyrir þessa ferðamenn sem verður flogið í gegnum skýin svo þeir missi ekki af þessu sjónarspili vegna skýjafars.


Tengdar fréttir

Líklega skýjað á föstudaginn

Sólmyrkvagleraugu eru nú uppseld í allri Evrópu, en mesti sólmyrkvi á Íslandi í 61 ár mun eiga sér stað á föstudagsmorgun.

Fátítt fyrirbæri á fimmtugsafmælinu

Vigdís Hauksdóttir verður fimmtug á föstudaginn sama dag er sólmyrkvi. Hún efnir til morgunveislu svo gestirnir geti notið náttúrufyrirbærisins með henni.

Pöntuðu þyrluflugið fyrir rúmlega fimm mánuðum

Vinkonurnar Jemma Trinace og Lisa Wilson koma hingað til lands til þess að upplifa sólmyrkann og munu ferðast með þyrlu til þess að fá sem best útsýni. Þyrluflugið pöntuðu þær með mjög góðum fyrirvara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×