Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Birgir Olgeirsson skrifar 17. mars 2015 18:41 Tony Hawk ásamt Jóhanni Óskari Borgþórssyni, formanni Brettafélags Hafnarfjarðar, en Hawk leit við í Brettagarðinn í Hafnarfirði ásamt því að skoða Jökulsárlón. „Ég hef aldrei verið svona starstrucked áður og hef séð þá nokkra,“ segir Jóhann Óskar Borgþórsson, formaður Brettafélags Hafnarfjarðar, um bandarísku hjólabrettagoðsögnina Tony Hawk sem leit við í hjólabrettagarðinum í Hafnarfirði í dag. Tony Hawk er hér á landi í fríi og er búist við að hann verði hér í tvo daga til viðbótar ásamt konu sinni. Hann hafði nýlokið þátttöku á góðgerðamóti í Stokkhólmi í Svíþjóð þegar hann ákvað að verja nokkrum dögum á Íslandi. Leon S. Kemp, sem situr í stjórn Brettafélags Hafnarfjarðar, tók eftir myndum Tony Hawks frá Íslandi á Instagram-síðu hans og setti sig í samband við kappann. Hann leit við í verslun Leons í Kringlunni, Mohawk, og fékk þar leiðbeiningar frá Steinari Fjeldsted, betur þekktur sem Steini í Quarashi, upp í hjólabrettagarðinn í Hafnarfirði. „Hann bara brunaði suður eftir og það varð allt logandi. Það var eini fyrirvarinn sem við höfðum,“ segir Jóhann Óskar um veru Hawks í garðinum sem segir þessa heimsókn í líkingu við ef körfuboltagoðsögnin Michael Jordan hefði litið við á körfuboltaæfingu hjá Haukum í Hafnarfirði. „Við erum að tala um að það hefur enginn annar markað önnur eins spor í íþróttinni og þessi drengur,“ segir Jóhann. Hér má sjá Tony Hawk taka „handplant“ í Brettagarðinum í Hafnarfirði. Post by Brettafélag Hafnarfjarðar.Hann er ennþá nokkuð fimur þrátt fyrir að vera orðinn 46 ára gamall. Post by Brettafélag Hafnarfjarðar.Hann gaf sér tíma til að spjalla við unga aðdáendur sína. Post by Brettafélag Hafnarfjarðar.Og skoðaði Jökulsárlón. Jökulsárlón Glacier is so goth right now. A photo posted by Tony Hawk (@tonyhawk) on Mar 16, 2015 at 1:02pm PDT Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
„Ég hef aldrei verið svona starstrucked áður og hef séð þá nokkra,“ segir Jóhann Óskar Borgþórsson, formaður Brettafélags Hafnarfjarðar, um bandarísku hjólabrettagoðsögnina Tony Hawk sem leit við í hjólabrettagarðinum í Hafnarfirði í dag. Tony Hawk er hér á landi í fríi og er búist við að hann verði hér í tvo daga til viðbótar ásamt konu sinni. Hann hafði nýlokið þátttöku á góðgerðamóti í Stokkhólmi í Svíþjóð þegar hann ákvað að verja nokkrum dögum á Íslandi. Leon S. Kemp, sem situr í stjórn Brettafélags Hafnarfjarðar, tók eftir myndum Tony Hawks frá Íslandi á Instagram-síðu hans og setti sig í samband við kappann. Hann leit við í verslun Leons í Kringlunni, Mohawk, og fékk þar leiðbeiningar frá Steinari Fjeldsted, betur þekktur sem Steini í Quarashi, upp í hjólabrettagarðinn í Hafnarfirði. „Hann bara brunaði suður eftir og það varð allt logandi. Það var eini fyrirvarinn sem við höfðum,“ segir Jóhann Óskar um veru Hawks í garðinum sem segir þessa heimsókn í líkingu við ef körfuboltagoðsögnin Michael Jordan hefði litið við á körfuboltaæfingu hjá Haukum í Hafnarfirði. „Við erum að tala um að það hefur enginn annar markað önnur eins spor í íþróttinni og þessi drengur,“ segir Jóhann. Hér má sjá Tony Hawk taka „handplant“ í Brettagarðinum í Hafnarfirði. Post by Brettafélag Hafnarfjarðar.Hann er ennþá nokkuð fimur þrátt fyrir að vera orðinn 46 ára gamall. Post by Brettafélag Hafnarfjarðar.Hann gaf sér tíma til að spjalla við unga aðdáendur sína. Post by Brettafélag Hafnarfjarðar.Og skoðaði Jökulsárlón. Jökulsárlón Glacier is so goth right now. A photo posted by Tony Hawk (@tonyhawk) on Mar 16, 2015 at 1:02pm PDT
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira