Íslendingar sólgnastir allra í Zinzino Balance Shake Jakob Bjarnar skrifar 18. mars 2015 09:15 Samkvæmt bókum Pettersen eru 9 þúsund viðskiptavinir og söluaðilar skráðir á Íslandi -- en hvergi hefur vörunni verið eins vel tekið. Vísir hefur fjallað nokkuð um Zinzino Balance Shake sem er ákaflega vinsæl heilsuvara á Íslandi þó sú staðreynd hafi ekki farið hátt hingað til. Enda er sölustarfseminni þannig háttað að hún fer fram maður á mann – varan fæst ekki í búðum; þetta er sölukerfi sem kallað hefur verið píramídafyrirkomulag og gangi mönnum vel að selja er þeim umbunað vel. Höfuðstöðvar keðjunnar eru í Svíþjóð. Framkvæmdastjóri er Dag Berheim Pettersen og Vísir ræddi við hann um starfið. Hann segir að gengi fyrirtækisins hafi verið verulega gott undanfarin ár. „Fyrirtækið var skráð á Nasdaq OMX í Stokkhólmi síðasta vetur og við höfum fjárfest með það fyrir augum að stækka fyrirtækið meira. Við vitum að vöxtur fyrirtækisins er athyglisverður og því ekki óeðlilegt þó fjölmiðlar vilji fjalla um það,“ segir Pettersen.Pettersen segir ekkert óeðlilegt við það að Ásgeir Halldórsson, sá sem stýrir sölunni á Íslandi, hafi varað sölumenn við of digurbarkalegum lýsingum á undrum efnisins.8 til 12 þúsund virkir á ÍslandiSamkvæmt bókum Pettersen eru 9 þúsund viðskiptavinir og söluaðilar skráðir á Íslandi. „Það fer reyndar eftir því hvernig við reiknum,“ segir Pettersen, en eins og fram kom á Vísi fyrir nokkru, þá er til að mynda Patrekur Jóhannesson handboltakappi skráður sölumaður – en hann hefur ekki selt svo mikið sem einn skammt. Þeir sem kaupa fullan skammt öðlast söluréttindi.En, er það satt að Íslendingar séu heimsmeistarar miðað við höfðatöluí kaupum á Zinzino Balance Shake? „Já, við metum það svo,“ segir Pettersen, sem telur að sú staðreynd helgist af ýmsum þáttum. „Við erum með mjög sterkt sölu-teymi á Íslandi og Íslendingar skilja mikilvægi þess að viðhalda jafnvægi fitusýra í líkamanum. Vörur okkar eru hágæðavörur og það sýnir sig að Íslendingar átta sig á því,“ segir Pettersen, ánægður með Íslendingana sína. Zinzino-keðjan hefur komið undir sig fótunum í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Færeyjum, Póllandi, Hollandi og svo Bandaríkjunum. Pettersen segir viðskiptavini alls vera 85 þúsund. „Þar af eru um tíu þúsund hluti keðjunnar, og hver þeirra hefur fjóra viðskiptavini eða fleiri. Nema, nýr hluthafar, þá fyrstu 90 dagana.“700 milljóna króna velta á Íslandi 2014Nokkuð hefur borið á því að þeir sem eru óvirkir séu enn skráðir sem sölumenn en að sögn Pettersen hafa þeir sem eitt sinn eru færðir til bókar með söluréttindi hafi átján mánuði til að gera sig virka á nýjan leik, áður en þeim er eytt af skrá. En aftur að Íslandi. Pettersen segir spurður að velta fyrirtækisins hér hafi vaxið til mikilla muna. Þannig var veltan á Íslandi ársins 2014 tæpar 700 milljónir (4,67 MEur) sem er meira en tvöföldun frá því árið 2013 en þá var veltan 313 milljónir.En, hversu margir sölumenn eru í þessu sem fullt starf á Íslandi? „Það er mjög einstaklingsbundið. Það er einn margra kosta við að starfa með okkur. Sumir sjá þetta sem góða aukavinnu meðan aðrir eru í þessu sem fullt starf.“Fyrirtækið fór á markað síðasta vetur og þar hefur því ekki gengið mjög vel, en Pettersen bendir á að við skráningu hafi fyrirtækið sætt gagngerri rannsókn sem það stóðst.Vara sölumenn við of glannalegum yfirlýsingumVísir greindi frá því fyrir nokkru að höfuðpaurar Zinzino-keðjunnar á Íslandi, hjónin Ásgeir Halldórsson og Guðrún Brynjólfsdóttir, sendu út viðvörun til söluliðs síns; að rétt væri að stíga varlega til jarðar í yfirlýsingum um ágæti efnisins. Hvers vegna var það talið nauðsynlegt? „Við höfum fengið margar frábærar niðurstöður um virkni þeirrar vöru sem við erum að bjóða fram. En, það er mikilvægt að aðeins sé talað um þær sem hafa verið rannsakaðar og búið er að ganga úr skugga um að standist vísindalega aðferð. Við sendum oft út þau skilaboð til sölufólks okkar, eða samstarfsaðila, og minnum á að við getum ekki, og viljum ekki, gefa út yfirlýsingar sem ekki er hægt að styðja nema með niðurstöðum rannsókna.“ Vísir greindi frá miklum kraftaverkasögum sem hafa verið sagðar í lokuðum Facebookhópi þeirra sem fást við að selja Zinzino. Hvaðan fengu íslenskir sölumenn þær hugmyndir að Zinzino Balance olía gæti komið í veg fyrir sjúkdóma á borð við ADHD og Asbergers? „Við vitum ekki hvaðan slíkar upplýsingar koma. En, við heyrum oft frá okkar viðskiptavinum að vörur okkar hafi hjálpað í tengslum við annað og meira en það sem við vitum og/eða getum staðhæft og vísað í rannsóknir. Við leggjum verulegt fé til rannsókna og þegar við heyrum frá viðskiptavinum okkar að varan okkar hafi hjálpað á öðrum sviðum þá reynum við að beina rannsóknum í þá átt líka, til að sjá hvort þetta fái staðist. En, það eina sem við gefum út við viðskiptavini okkar er það sem við getum stutt með rannsóknum.“Og, hversu margar blóðprufur hafa verið teknar á vegum Zinzino-keðjunnar á Íslandi, þá í rannsóknarskyni? „Frá upphafi, þá hafa verið teknar 9223 blóðprufur á Íslandi, og þær greindar.“Pettersen segir ekkert óeðlilegt við það að íþróttamenn séu áberandi í starfsemi Zinziono: Þeir þurfi að vera vel á sig komnir. Patti er reyndar ekki heppilegur "poster-boy" fyrir Balance því hann hefur ekki selt svo mikið sem einn skammt og kláraði ekki einu sinni sinn.Íslenskir íþróttamenn virkir í starfseminniVísir hefur heimildir fyrir því að slíkar prufur hafi verið teknar hjá leikmönnum Lillestrøm SK og þær rannsakaðar. Tengjast þessar blóðrannsóknir á Íslandi því að tveir Íslendingar sem leikið hafa með liðinu eru skráðir sem sölumenn Zinzino? „Lillestrøm SK var vettvangur rannsókna okkar þegar við vorum að þróa Balance-vörurnar. Þá voru Íslendingar meðal leikmanna, sem gerðust partur af söluteymi okkar og hluthafar, þegar Ísland opnaðist fyrir Balance-vörurnar.“Svo virðist sem íþróttahreyfingin sé mjög virk í bæði notkun og sölu á Zinzino Balance Shake. Af hverju er það, telur þú; er vörunni beint sérstaklega að þessum hópi? „Við erum með marga íþróttamenn í fremstu röð í okkar röðum, á öllum markaðssvæðum okkar. Það er að sjálfsögðu mikilvægt að fólk sem er í því, starfi og leik, sem krefst líkamlegs styrks að hafa jafnvægi milli Omega 3 og Omega 6. Auk þess skiptir máli, í því samhengi, að www.informed-sport.com hefur gefið það út að varan sé örugg, lögleg, og það hefur aukið vinsældirnar. Eins og áður sagði vill Zinzino-keðjan að færa út kvíarnar. Sölukerfið er umdeilt, það hefur verið kennt við píramída; truflar það þig? „Sölukerfi okkar byggist á beinni sölu. Við óskum þess að um þetta sé fjallað þannig: Bein sala. Á öllum mörkuðum sem við störfum á erum við aðilar að faglegum samtökum sem er um slíka sölustarfsemi. Og við fylgjum öllum þeim lögum og reglum sem eru í gildi í hverju landi um sig. Þegar við vorum skráð á Nasdaq OMX síðasta vetur, fór fram gagnger rannsókn á fyrirtækinu, sem stóðst þá skoðun. Fyrirtækið fylgir öllum lögum og reglum sem eru um sölu og markaðsstarf,“ segir Dag Berheim Pettersen framkvæmdastjóri. Tengdar fréttir Patti ekki selt svo mikið sem einn skammt af Zinzino Balance Shake Zinzino-píramídanum hvergi gengið betur en á Íslandi. 10. mars 2015 14:46 Zinzino Balance shake sagður lækna túrverki, kransæðastíflu, sykursýki, bakflæði; laga Asperger og ADHD, sjón, lesblindu... Reynslusögur af undralyfinu Zinzino Balance shake eru með miklum ólíkindum en Vísir skyggnist bak við tjöldin í hóp þeirra sem neyta og selja. 4. mars 2015 15:00 Silfurdrengir selja Zinzino Ýmsa þekkta íþróttakappa er að finna meðal sölumanna Zinzino Balance Shake. 10. mars 2015 10:46 ZinZino-keðjan sendir út viðvörun til útsendara sinna Mikill viðbúnaður er meðal þeirra sem fást við óhefðbundnar lækningar og sölu á heilsuvörum, vegna umfjöllunar fjölmiðla. 4. mars 2015 10:03 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Vísir hefur fjallað nokkuð um Zinzino Balance Shake sem er ákaflega vinsæl heilsuvara á Íslandi þó sú staðreynd hafi ekki farið hátt hingað til. Enda er sölustarfseminni þannig háttað að hún fer fram maður á mann – varan fæst ekki í búðum; þetta er sölukerfi sem kallað hefur verið píramídafyrirkomulag og gangi mönnum vel að selja er þeim umbunað vel. Höfuðstöðvar keðjunnar eru í Svíþjóð. Framkvæmdastjóri er Dag Berheim Pettersen og Vísir ræddi við hann um starfið. Hann segir að gengi fyrirtækisins hafi verið verulega gott undanfarin ár. „Fyrirtækið var skráð á Nasdaq OMX í Stokkhólmi síðasta vetur og við höfum fjárfest með það fyrir augum að stækka fyrirtækið meira. Við vitum að vöxtur fyrirtækisins er athyglisverður og því ekki óeðlilegt þó fjölmiðlar vilji fjalla um það,“ segir Pettersen.Pettersen segir ekkert óeðlilegt við það að Ásgeir Halldórsson, sá sem stýrir sölunni á Íslandi, hafi varað sölumenn við of digurbarkalegum lýsingum á undrum efnisins.8 til 12 þúsund virkir á ÍslandiSamkvæmt bókum Pettersen eru 9 þúsund viðskiptavinir og söluaðilar skráðir á Íslandi. „Það fer reyndar eftir því hvernig við reiknum,“ segir Pettersen, en eins og fram kom á Vísi fyrir nokkru, þá er til að mynda Patrekur Jóhannesson handboltakappi skráður sölumaður – en hann hefur ekki selt svo mikið sem einn skammt. Þeir sem kaupa fullan skammt öðlast söluréttindi.En, er það satt að Íslendingar séu heimsmeistarar miðað við höfðatöluí kaupum á Zinzino Balance Shake? „Já, við metum það svo,“ segir Pettersen, sem telur að sú staðreynd helgist af ýmsum þáttum. „Við erum með mjög sterkt sölu-teymi á Íslandi og Íslendingar skilja mikilvægi þess að viðhalda jafnvægi fitusýra í líkamanum. Vörur okkar eru hágæðavörur og það sýnir sig að Íslendingar átta sig á því,“ segir Pettersen, ánægður með Íslendingana sína. Zinzino-keðjan hefur komið undir sig fótunum í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Færeyjum, Póllandi, Hollandi og svo Bandaríkjunum. Pettersen segir viðskiptavini alls vera 85 þúsund. „Þar af eru um tíu þúsund hluti keðjunnar, og hver þeirra hefur fjóra viðskiptavini eða fleiri. Nema, nýr hluthafar, þá fyrstu 90 dagana.“700 milljóna króna velta á Íslandi 2014Nokkuð hefur borið á því að þeir sem eru óvirkir séu enn skráðir sem sölumenn en að sögn Pettersen hafa þeir sem eitt sinn eru færðir til bókar með söluréttindi hafi átján mánuði til að gera sig virka á nýjan leik, áður en þeim er eytt af skrá. En aftur að Íslandi. Pettersen segir spurður að velta fyrirtækisins hér hafi vaxið til mikilla muna. Þannig var veltan á Íslandi ársins 2014 tæpar 700 milljónir (4,67 MEur) sem er meira en tvöföldun frá því árið 2013 en þá var veltan 313 milljónir.En, hversu margir sölumenn eru í þessu sem fullt starf á Íslandi? „Það er mjög einstaklingsbundið. Það er einn margra kosta við að starfa með okkur. Sumir sjá þetta sem góða aukavinnu meðan aðrir eru í þessu sem fullt starf.“Fyrirtækið fór á markað síðasta vetur og þar hefur því ekki gengið mjög vel, en Pettersen bendir á að við skráningu hafi fyrirtækið sætt gagngerri rannsókn sem það stóðst.Vara sölumenn við of glannalegum yfirlýsingumVísir greindi frá því fyrir nokkru að höfuðpaurar Zinzino-keðjunnar á Íslandi, hjónin Ásgeir Halldórsson og Guðrún Brynjólfsdóttir, sendu út viðvörun til söluliðs síns; að rétt væri að stíga varlega til jarðar í yfirlýsingum um ágæti efnisins. Hvers vegna var það talið nauðsynlegt? „Við höfum fengið margar frábærar niðurstöður um virkni þeirrar vöru sem við erum að bjóða fram. En, það er mikilvægt að aðeins sé talað um þær sem hafa verið rannsakaðar og búið er að ganga úr skugga um að standist vísindalega aðferð. Við sendum oft út þau skilaboð til sölufólks okkar, eða samstarfsaðila, og minnum á að við getum ekki, og viljum ekki, gefa út yfirlýsingar sem ekki er hægt að styðja nema með niðurstöðum rannsókna.“ Vísir greindi frá miklum kraftaverkasögum sem hafa verið sagðar í lokuðum Facebookhópi þeirra sem fást við að selja Zinzino. Hvaðan fengu íslenskir sölumenn þær hugmyndir að Zinzino Balance olía gæti komið í veg fyrir sjúkdóma á borð við ADHD og Asbergers? „Við vitum ekki hvaðan slíkar upplýsingar koma. En, við heyrum oft frá okkar viðskiptavinum að vörur okkar hafi hjálpað í tengslum við annað og meira en það sem við vitum og/eða getum staðhæft og vísað í rannsóknir. Við leggjum verulegt fé til rannsókna og þegar við heyrum frá viðskiptavinum okkar að varan okkar hafi hjálpað á öðrum sviðum þá reynum við að beina rannsóknum í þá átt líka, til að sjá hvort þetta fái staðist. En, það eina sem við gefum út við viðskiptavini okkar er það sem við getum stutt með rannsóknum.“Og, hversu margar blóðprufur hafa verið teknar á vegum Zinzino-keðjunnar á Íslandi, þá í rannsóknarskyni? „Frá upphafi, þá hafa verið teknar 9223 blóðprufur á Íslandi, og þær greindar.“Pettersen segir ekkert óeðlilegt við það að íþróttamenn séu áberandi í starfsemi Zinziono: Þeir þurfi að vera vel á sig komnir. Patti er reyndar ekki heppilegur "poster-boy" fyrir Balance því hann hefur ekki selt svo mikið sem einn skammt og kláraði ekki einu sinni sinn.Íslenskir íþróttamenn virkir í starfseminniVísir hefur heimildir fyrir því að slíkar prufur hafi verið teknar hjá leikmönnum Lillestrøm SK og þær rannsakaðar. Tengjast þessar blóðrannsóknir á Íslandi því að tveir Íslendingar sem leikið hafa með liðinu eru skráðir sem sölumenn Zinzino? „Lillestrøm SK var vettvangur rannsókna okkar þegar við vorum að þróa Balance-vörurnar. Þá voru Íslendingar meðal leikmanna, sem gerðust partur af söluteymi okkar og hluthafar, þegar Ísland opnaðist fyrir Balance-vörurnar.“Svo virðist sem íþróttahreyfingin sé mjög virk í bæði notkun og sölu á Zinzino Balance Shake. Af hverju er það, telur þú; er vörunni beint sérstaklega að þessum hópi? „Við erum með marga íþróttamenn í fremstu röð í okkar röðum, á öllum markaðssvæðum okkar. Það er að sjálfsögðu mikilvægt að fólk sem er í því, starfi og leik, sem krefst líkamlegs styrks að hafa jafnvægi milli Omega 3 og Omega 6. Auk þess skiptir máli, í því samhengi, að www.informed-sport.com hefur gefið það út að varan sé örugg, lögleg, og það hefur aukið vinsældirnar. Eins og áður sagði vill Zinzino-keðjan að færa út kvíarnar. Sölukerfið er umdeilt, það hefur verið kennt við píramída; truflar það þig? „Sölukerfi okkar byggist á beinni sölu. Við óskum þess að um þetta sé fjallað þannig: Bein sala. Á öllum mörkuðum sem við störfum á erum við aðilar að faglegum samtökum sem er um slíka sölustarfsemi. Og við fylgjum öllum þeim lögum og reglum sem eru í gildi í hverju landi um sig. Þegar við vorum skráð á Nasdaq OMX síðasta vetur, fór fram gagnger rannsókn á fyrirtækinu, sem stóðst þá skoðun. Fyrirtækið fylgir öllum lögum og reglum sem eru um sölu og markaðsstarf,“ segir Dag Berheim Pettersen framkvæmdastjóri.
Tengdar fréttir Patti ekki selt svo mikið sem einn skammt af Zinzino Balance Shake Zinzino-píramídanum hvergi gengið betur en á Íslandi. 10. mars 2015 14:46 Zinzino Balance shake sagður lækna túrverki, kransæðastíflu, sykursýki, bakflæði; laga Asperger og ADHD, sjón, lesblindu... Reynslusögur af undralyfinu Zinzino Balance shake eru með miklum ólíkindum en Vísir skyggnist bak við tjöldin í hóp þeirra sem neyta og selja. 4. mars 2015 15:00 Silfurdrengir selja Zinzino Ýmsa þekkta íþróttakappa er að finna meðal sölumanna Zinzino Balance Shake. 10. mars 2015 10:46 ZinZino-keðjan sendir út viðvörun til útsendara sinna Mikill viðbúnaður er meðal þeirra sem fást við óhefðbundnar lækningar og sölu á heilsuvörum, vegna umfjöllunar fjölmiðla. 4. mars 2015 10:03 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Patti ekki selt svo mikið sem einn skammt af Zinzino Balance Shake Zinzino-píramídanum hvergi gengið betur en á Íslandi. 10. mars 2015 14:46
Zinzino Balance shake sagður lækna túrverki, kransæðastíflu, sykursýki, bakflæði; laga Asperger og ADHD, sjón, lesblindu... Reynslusögur af undralyfinu Zinzino Balance shake eru með miklum ólíkindum en Vísir skyggnist bak við tjöldin í hóp þeirra sem neyta og selja. 4. mars 2015 15:00
Silfurdrengir selja Zinzino Ýmsa þekkta íþróttakappa er að finna meðal sölumanna Zinzino Balance Shake. 10. mars 2015 10:46
ZinZino-keðjan sendir út viðvörun til útsendara sinna Mikill viðbúnaður er meðal þeirra sem fást við óhefðbundnar lækningar og sölu á heilsuvörum, vegna umfjöllunar fjölmiðla. 4. mars 2015 10:03