Jeppar og jepplingar leiða aukningu í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2015 13:01 Nissan Qashqai var söluhæstur í jeppa- og jepplingaflokki í fyrra í Evrópu. Í fyrra jókst bílasala í Evrópu um 5,3% en sala á jeppum og jepplingum um 21%. Það eru semsagt bílar allt frá Opel Mokka/Nissan Qashqai til BMW X5/Audi Q7 sem bílkaupendur eru svo sólgnir í þessa dagana. Jeppar og jepplingar voru 20% af allri sölu bíla í Evrópu í fyrra, en var 17% árið 2013. Alls seldust 2,5 milljónir jeppa og jepplinga í Evrópu í fyrra af alls 12,8 milljón bílum. Þetta hlutfall á vafalaust eftir að hækka enn meira í ár en spáð er áframhaldandi mikilli aukningu í sölu á jeppum og jepplingum. Það er aðeins í Kína sem ásókn er meiri í jeppa og jepplinga en í Evrópu. Í Kína eru 26% allra seldra bíla jeppar eða jepplingar. Í Evrópu var mest seldi bíllinn í þessum flokki Nissan Qashqai og seldust af honum rétt um 200.000 eintök. Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent
Í fyrra jókst bílasala í Evrópu um 5,3% en sala á jeppum og jepplingum um 21%. Það eru semsagt bílar allt frá Opel Mokka/Nissan Qashqai til BMW X5/Audi Q7 sem bílkaupendur eru svo sólgnir í þessa dagana. Jeppar og jepplingar voru 20% af allri sölu bíla í Evrópu í fyrra, en var 17% árið 2013. Alls seldust 2,5 milljónir jeppa og jepplinga í Evrópu í fyrra af alls 12,8 milljón bílum. Þetta hlutfall á vafalaust eftir að hækka enn meira í ár en spáð er áframhaldandi mikilli aukningu í sölu á jeppum og jepplingum. Það er aðeins í Kína sem ásókn er meiri í jeppa og jepplinga en í Evrópu. Í Kína eru 26% allra seldra bíla jeppar eða jepplingar. Í Evrópu var mest seldi bíllinn í þessum flokki Nissan Qashqai og seldust af honum rétt um 200.000 eintök.
Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent